Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. október 2024 11:30 Hreinsunarstarf er hafið á vesturströndinni, þar sem meðal annars er unnið að því að hreinsa vegi til að gera íbúum kleift að komast leiða sinna. AP/Tampa Bay Times/Chris Urso Fellibylurinn Milton er nú á leið út á Atlantshaf þar sem smám saman mun draga úr styrk hans. Hann gekk á land í Flórída í nótt sem þriðja stigs fellibylur og hefur valdið að minnsta kosti nokkrum dauðsföllum og miklu tjóni. Tveir eru sagðir hafa látist í samfélagi eftirlaunaþega í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylir fóru um. Yfir 100 viðvaranir voru gefnar út vegna hvirfilbylja á meðan Milton fór yfir en tölur eru á reiki varðandi hversu margir hafa verð staðfestir. Þeir eru taldir vera á bilinu sjö til nítján. 3,2 milljónir manna eru án rafmagns í Flórída, meðal annars vegna skemmda á raflínum og öðrum innviðum. Þá er fjöldi fólks án neysluvatns. Yfirvöld og viðbragðsaðilar eru að hefja mat á skemmdum í kjölfar fellibylsins en ljóst þykir að fjöldi heimila hafi eyðilagst. Þá liggja bifreiðar, bátar og tré eins og hráviði víða. „Fellibylurinn Milton er með þeim verstu stormum sem ég hef upplifað sem íbúi Flórída,“ hefur NBC eftir Brian Martin, íbúa í Casselberry í Seminole-sýslu. Hann segir marga án rafmagns og þá séu mörg tré við það að falla. Þakið fauk af leikvanginum Tropicana Field í St. Petersburg og þá féll byggingarkrani í borginni. Stormviðvaranir fyrir vesturströnd Flórída hafa verið felldar úr gildi en allir íbúar ríkisins eru hvattir til að fara að öllu með gát, ekki síst við strendurnar. Enn sé von á áhlaðanda. Allt að hálfur meter af regni hefur fallið á stöðum í ríkinu og víða flætt. Þá er enn hvasst víða á við austurströndina. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að veður muni smám saman lægja á næstu klukkustundum. Bandaríkin Fellibylurinn Milton Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Tveir eru sagðir hafa látist í samfélagi eftirlaunaþega í St. Lucie-sýslu, þar sem hvirfilbylir fóru um. Yfir 100 viðvaranir voru gefnar út vegna hvirfilbylja á meðan Milton fór yfir en tölur eru á reiki varðandi hversu margir hafa verð staðfestir. Þeir eru taldir vera á bilinu sjö til nítján. 3,2 milljónir manna eru án rafmagns í Flórída, meðal annars vegna skemmda á raflínum og öðrum innviðum. Þá er fjöldi fólks án neysluvatns. Yfirvöld og viðbragðsaðilar eru að hefja mat á skemmdum í kjölfar fellibylsins en ljóst þykir að fjöldi heimila hafi eyðilagst. Þá liggja bifreiðar, bátar og tré eins og hráviði víða. „Fellibylurinn Milton er með þeim verstu stormum sem ég hef upplifað sem íbúi Flórída,“ hefur NBC eftir Brian Martin, íbúa í Casselberry í Seminole-sýslu. Hann segir marga án rafmagns og þá séu mörg tré við það að falla. Þakið fauk af leikvanginum Tropicana Field í St. Petersburg og þá féll byggingarkrani í borginni. Stormviðvaranir fyrir vesturströnd Flórída hafa verið felldar úr gildi en allir íbúar ríkisins eru hvattir til að fara að öllu með gát, ekki síst við strendurnar. Enn sé von á áhlaðanda. Allt að hálfur meter af regni hefur fallið á stöðum í ríkinu og víða flætt. Þá er enn hvasst víða á við austurströndina. Veðurfræðingar gera ráð fyrir að veður muni smám saman lægja á næstu klukkustundum.
Bandaríkin Fellibylurinn Milton Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira