Lífið

Halla í rán­dýrum kjól með Maríu og Frið­riki

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Breski hönnuðurinn Jenny Packham virðist vera vinsæll meðal konungsfólks.
Breski hönnuðurinn Jenny Packham virðist vera vinsæll meðal konungsfólks.

Halla Tómasdóttir forseti Íslands klæddist gylltum síðkjól eftir breska hönnuðinn Jenny Packham í hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks.

Halla er stödd í sinni fyrstu opinberu heimsókn, sem einnig er sú fyrsta í tíð Friðriks tíunda á konungsstóli. Ljóst að um mikil tímamót er að ræða en hefur verið fyrir því að forseti Íslands fari í sína fyrstu opinberu heimsókn til Danmerkur allt frá því Ásgeir Ásgeirsson var forseti.

Samkvæmt mbl.is kostar kjóll Höllu rúmlega 4753 dollara, eða 642 þúsund íslenskar miðað við gengi dagsins. Kjóllinn er gylltur með rúnuðu hálsmáli prýddur glitrandi steinum og pallíettum.

Getty

Hönnuður kónungsfólksins

Hönnuðurinn virðist vinsæll meðal konungsfólks en samkvæmt danska miðliðnum Billed bladet hafa bæði María Danadrottning og Katrín prinsessa Bretlands klæðst kjólum úr smiðju Packham við fínni tilefni.

Árið 2022 klæddist Mary fallegum glitrandi síðkjól eftir Packham í viðtali við bandaríska miðilinn Financial Times í tilefni af 50 ára afmæli hennar.

Þá mætti Kate í hönnun eftir Packham á kvikmyndina No Time To Die árið 2021 í Royal Albert Hall.

Katrín stórglæsileg.Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×