Bannað að kveðja og fjarlægður af öryggisgæslu Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2024 17:47 Öryggisverðir fjarlægðu Saleh af æfingasvæði Jets. Perry Knotts/Getty Images Robert Saleh var í gær vísað úr starfi yfirþjálfara hjá NFL-liðinu New York Jets. Brottvísunin þykir umdeild vestanhafs og ekki síður hvernig að henni var staðið. Jets hefur ekki gengið vel í upphafi leiktíðar og liðið tapaði fyrir Minnesota Vikings í leik helgarinnar sem fram fór í Lundúnum. Þar var liðið ekki sannfærandi, sér í lagi sóknarlega, en sóknarleikurinn hefur verið helsta vandamál liðsins undanfarin misseri. Stórstjarnan Aaron Rodgers kom til liðsins á síðustu leiktíð en meiddist strax í fyrsta leik og var frá út leiktíðina. Hann er kominn aftur á fullt en hefur ekki gengið vel, frekar en öðrum sóknarmönnum Jets. Borið hefur á ósætti milli hans og Saleh síðustu vikur og hafa bandarískir miðlar gert að því buxurnar að Rodgers hafi haft mikið um brottreksturinn að segja. Saleh er sagður hafa lækkað sóknarþjálfara sinn, Nathaniel Hackett, í tign í gærmorgun, skömmu áður en hann var sjálfur boðaður á fund og sagt upp störfum. Rodgers og Hackett eiga gott samband og er leikstjórnandinn sagður hafa brugðist ókvæða við þeim tíðindum. Saleh með líbanska fánann á erminni í leik helgarinnar.Bob Kupbens/Icon Sportswire via Getty Images Pólitísk uppsögn? Skömmu eftir það var Saleh sagt upp og Jeff Ulbrich ráðinn til bráðabirgða í hans stað. Það sem vakti athygli við brottreksturinn er að Saleh var meinað að kveðja leikmenn liðsins og gert að yfirgefa svæðið strax. Og það í fylgd öryggisvarða. Saleh var eini múslimski þjálfarinn í NFL-deildinni og á rætur að rekja til Líbanon sem hefur dregist inn að meiri þunga inn í átök Ísrael og Palestínu að undanförnu. Saleh bar fána Líbanon á erminni í leiknum við Vikings um helgina og er greint frá því í bandarískum miðlum að það hafi eitthvað með uppsögnina að gera einnig. Saleh hefur oft borið fánann en samhengið þykir vandasamara eftir aukna aðkomu Líbanon að deilunum við Ísrael og sprengjuárásir Hezbollah á Ísraelsríki. CAIR, réttindabaráttuhópur múslima vestanhafs, hefur krafið New York Jets svara í ljósi brottreksturs hans og að hann hafi verið fjarlægður af svæðinu með afli í ljósi líbanska fánans sem hann bar. NFL Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Jets hefur ekki gengið vel í upphafi leiktíðar og liðið tapaði fyrir Minnesota Vikings í leik helgarinnar sem fram fór í Lundúnum. Þar var liðið ekki sannfærandi, sér í lagi sóknarlega, en sóknarleikurinn hefur verið helsta vandamál liðsins undanfarin misseri. Stórstjarnan Aaron Rodgers kom til liðsins á síðustu leiktíð en meiddist strax í fyrsta leik og var frá út leiktíðina. Hann er kominn aftur á fullt en hefur ekki gengið vel, frekar en öðrum sóknarmönnum Jets. Borið hefur á ósætti milli hans og Saleh síðustu vikur og hafa bandarískir miðlar gert að því buxurnar að Rodgers hafi haft mikið um brottreksturinn að segja. Saleh er sagður hafa lækkað sóknarþjálfara sinn, Nathaniel Hackett, í tign í gærmorgun, skömmu áður en hann var sjálfur boðaður á fund og sagt upp störfum. Rodgers og Hackett eiga gott samband og er leikstjórnandinn sagður hafa brugðist ókvæða við þeim tíðindum. Saleh með líbanska fánann á erminni í leik helgarinnar.Bob Kupbens/Icon Sportswire via Getty Images Pólitísk uppsögn? Skömmu eftir það var Saleh sagt upp og Jeff Ulbrich ráðinn til bráðabirgða í hans stað. Það sem vakti athygli við brottreksturinn er að Saleh var meinað að kveðja leikmenn liðsins og gert að yfirgefa svæðið strax. Og það í fylgd öryggisvarða. Saleh var eini múslimski þjálfarinn í NFL-deildinni og á rætur að rekja til Líbanon sem hefur dregist inn að meiri þunga inn í átök Ísrael og Palestínu að undanförnu. Saleh bar fána Líbanon á erminni í leiknum við Vikings um helgina og er greint frá því í bandarískum miðlum að það hafi eitthvað með uppsögnina að gera einnig. Saleh hefur oft borið fánann en samhengið þykir vandasamara eftir aukna aðkomu Líbanon að deilunum við Ísrael og sprengjuárásir Hezbollah á Ísraelsríki. CAIR, réttindabaráttuhópur múslima vestanhafs, hefur krafið New York Jets svara í ljósi brottreksturs hans og að hann hafi verið fjarlægður af svæðinu með afli í ljósi líbanska fánans sem hann bar.
NFL Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Friðrik Ingi hættur með Hauka Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Hörður kominn undan feldinum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó