Telja óstaðbundin störf of kostnaðarsöm Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 11:05 Ríkið vill fjölga óstaðbundnum störfum til þess að styrkja landsbyggðina. Þau gera fólki kleift að starfa fyrir ríkisstofnanir sem eru flestar á höfuðborgarsvæðinu en búa allt annars staðar, til dæmis á Kópaskeri. Vísir/Vilhelm Mannauðsstjórar ríkisstofnana telja mikinn kostnað helsta ókost óstaðbundinna starfa og að hann geti dregið úr hvata til þess að auglýsa slík störf. Óstaðbundin störf geti aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um reynsluna af óstaðbundnum störfum sem rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann með styrkjum úr Byggðarannsóknasjóði og byggðaáætlun. Hún byggist meðal annars á viðtölum við mannauðsstjóra ríkisstofnana með óstaðbundið starfsfólk og einstaklinga í óstaðbundnu starfi. Mannauðsstjórunum var tíðrætt um kostnaðinn við óstaðbundnu störfin sem felst meðal annars í leigu á skrifstofurýmum og ferðalögum starfsfólks til höfuðstöðva stofnana. Kostnaðurinn gæti dregið úr hvata til að auglýsa óstaðbundin störf jafnvel þótt slík störf hentuðu stofnunum vel. Einn mannauðsstjóranna sem var rætt við sagðist ekki ætla að ráða fleiri óstaðbundna starfsmenn nema aukinn fjárhagslegur stuðningur frá ríkinu fengist til þess. Innviðaráðherra samþykkti að styrkja óstaðbundin störf um allt að 150 milljónir króna af byggðaáætlun til þess að fjölga þeim í lok sumars. Mannauðsstjórar sögðu það geta verið jákvætt skref en einhverjir þeirra töldu einfaldara að auka fjármagn með óstaðbundnu starfsfólki frekar en að sækja þyrfti um styrki með þeim. Ánægð með reynsluna af störfunum Starfsfólkið sjálft sagðist heilt yfir farsælt í starfi, upplifa jákvætt viðhorf gagnvart óstaðbundnum störfum og að það hefði ekki áhyggjur af neikvæðum áhrifum á framtíðaratvinnumöguleika. Reynsla af óstaðbundnum störfum sýndi þvert á móti fram á sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð. Einn helsti kostur óstaðbundnu starfanna að mati starfsfólksins sjálfs var að geta unnið starf sem væri ekki í boði á svæðinu sem það byggi á. Óstaðbundin störf fjölguðu ennfremur atvinnutækifærum fyrir háskólamenntað fólk á landsbyggðinni. Störfin gerðu fólki ekki aðeins kleift að skipta um starf án þess að flytja fjölskyldu sína á milli landshluta heldur einnig að flytja á nýjan stað og taka starfið með sér. Mannauðsstjórar nefndu það sem kost að þeir gætu valið hæfasta fólkið óháð búsetu. Einstaklingarnir sjálfir sögðu að þeir hefðu ekki sótt um starf hjá stofnun á höfuðborgarsvæðinu nema vegna þess að það var óstaðbundið. Þannig gætu óstaðbundin störf aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Vilja fjölga vinnuklösum til að rjúfa einangrun Fjarlægðin frá vinnufélögum var helsti gallinn sem óstaðbundnir starfsmenn nefndu og áhrif hennar á samskipti. Dæmi væru um að fólk hefði sagt upp óstaðbundnum störfum vegna samskiptavanda við yfirmenn og samstarfsfólk. Bæði mannauðsstjórar og óstaðbundnir starfsmenn lýstu sérstökum áhuga á að fjölga svonefndum vinnuklösum eða fjarvinnslurýmum í sem flestum bæjarfélögum til þess að sporn við félagslegri einangrun óstaðbundins starfsfólks. Það töldu þeir árangursríkara en að bjóða óstaðbundnum starfsmönnum skrifborð hjá stofnununum sem hefðu þegar aðsetur þar sem þeir byggju. Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinnumarkaður Byggðamál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um reynsluna af óstaðbundnum störfum sem rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri vann með styrkjum úr Byggðarannsóknasjóði og byggðaáætlun. Hún byggist meðal annars á viðtölum við mannauðsstjóra ríkisstofnana með óstaðbundið starfsfólk og einstaklinga í óstaðbundnu starfi. Mannauðsstjórunum var tíðrætt um kostnaðinn við óstaðbundnu störfin sem felst meðal annars í leigu á skrifstofurýmum og ferðalögum starfsfólks til höfuðstöðva stofnana. Kostnaðurinn gæti dregið úr hvata til að auglýsa óstaðbundin störf jafnvel þótt slík störf hentuðu stofnunum vel. Einn mannauðsstjóranna sem var rætt við sagðist ekki ætla að ráða fleiri óstaðbundna starfsmenn nema aukinn fjárhagslegur stuðningur frá ríkinu fengist til þess. Innviðaráðherra samþykkti að styrkja óstaðbundin störf um allt að 150 milljónir króna af byggðaáætlun til þess að fjölga þeim í lok sumars. Mannauðsstjórar sögðu það geta verið jákvætt skref en einhverjir þeirra töldu einfaldara að auka fjármagn með óstaðbundnu starfsfólki frekar en að sækja þyrfti um styrki með þeim. Ánægð með reynsluna af störfunum Starfsfólkið sjálft sagðist heilt yfir farsælt í starfi, upplifa jákvætt viðhorf gagnvart óstaðbundnum störfum og að það hefði ekki áhyggjur af neikvæðum áhrifum á framtíðaratvinnumöguleika. Reynsla af óstaðbundnum störfum sýndi þvert á móti fram á sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð. Einn helsti kostur óstaðbundnu starfanna að mati starfsfólksins sjálfs var að geta unnið starf sem væri ekki í boði á svæðinu sem það byggi á. Óstaðbundin störf fjölguðu ennfremur atvinnutækifærum fyrir háskólamenntað fólk á landsbyggðinni. Störfin gerðu fólki ekki aðeins kleift að skipta um starf án þess að flytja fjölskyldu sína á milli landshluta heldur einnig að flytja á nýjan stað og taka starfið með sér. Mannauðsstjórar nefndu það sem kost að þeir gætu valið hæfasta fólkið óháð búsetu. Einstaklingarnir sjálfir sögðu að þeir hefðu ekki sótt um starf hjá stofnun á höfuðborgarsvæðinu nema vegna þess að það var óstaðbundið. Þannig gætu óstaðbundin störf aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir. Vilja fjölga vinnuklösum til að rjúfa einangrun Fjarlægðin frá vinnufélögum var helsti gallinn sem óstaðbundnir starfsmenn nefndu og áhrif hennar á samskipti. Dæmi væru um að fólk hefði sagt upp óstaðbundnum störfum vegna samskiptavanda við yfirmenn og samstarfsfólk. Bæði mannauðsstjórar og óstaðbundnir starfsmenn lýstu sérstökum áhuga á að fjölga svonefndum vinnuklösum eða fjarvinnslurýmum í sem flestum bæjarfélögum til þess að sporn við félagslegri einangrun óstaðbundins starfsfólks. Það töldu þeir árangursríkara en að bjóða óstaðbundnum starfsmönnum skrifborð hjá stofnununum sem hefðu þegar aðsetur þar sem þeir byggju.
Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinnumarkaður Byggðamál Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira