„Verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2024 11:02 Orri Steinn Óskarsson. Vísir/Sigurjón „Það er alltaf geggjað að koma til Íslands, finna kuldann í beinunum og hitta fjölskylduna og strákana aftur,“ segir Orri Steinn Óskarsson, landsliðsmaður í fótbolta. Orri Steinn var síðast hér á landi í september þegar Íslands vann 2-0 sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar og er nú kominn í svipuðum erindagjörðum. Fram undan eru leikir við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli. Klippa: „Pabbi er alltaf hress“ Faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari KR sem var í miklum vandræðum fyrir mánuði síðan en hefur náð að rétta úr kútnum. Síðustu tveir leiki hafa unnist 7-1 gegn Fram og 4-0 gegn KA. Er Óskar þá ekki hressari en fyrir mánuði síðan? „Pabbi er alltaf hress. Hann er léttur og ljúfur, og þegar menn eru með 11-1 í markatölu í síðustu tveimur leikjum þá verður auðvitað aðeins léttara yfir en venjulega. Það er gott að sjá og gott að sjá liðið komast aðeins á meira ról en það hefur verið á,“ segir Orri Steinn sem hefur þó ekki haft mikinn tíma til að fylgjast með leikjunum enda í nægu að snúast við að koma sér fyrir á nýjum stað og að setja sig inn í hlutina hjá Real Sociedad sem hann skipti til um þarsíðustu mánaðarmót. „Eins mikið og ég get. Það hefur verið mikið að gera síðasta mánuðinn. Ég hef reynt en ekki getað fylgst með öllu,“ segir Orri Steinn. En er ekkert erfitt fyrir stuðningsmann Gróttu að halda með KR? „Ekki þegar pabbi þinn er þjálfarinn, þá er það ekki mikið vesen. Maður er búinn að vera milli Vesturbæjarins og Gróttu frá því að maður var lítill. Þetta er í nágrenninu og maður fór oft á KR-leiki. Pabbi er auðvitað KR-ingur og mamma líka svo það er ekki mikið hatur frá mér. Ég verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing núna, þar sem pabbi er þar,“ segir Orri Steinn. Orri verður hluti af landsliði Íslands sem mætir Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöld. Leikurinn er klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn KR Besta deild karla Grótta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira
Orri Steinn var síðast hér á landi í september þegar Íslands vann 2-0 sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar og er nú kominn í svipuðum erindagjörðum. Fram undan eru leikir við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli. Klippa: „Pabbi er alltaf hress“ Faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari KR sem var í miklum vandræðum fyrir mánuði síðan en hefur náð að rétta úr kútnum. Síðustu tveir leiki hafa unnist 7-1 gegn Fram og 4-0 gegn KA. Er Óskar þá ekki hressari en fyrir mánuði síðan? „Pabbi er alltaf hress. Hann er léttur og ljúfur, og þegar menn eru með 11-1 í markatölu í síðustu tveimur leikjum þá verður auðvitað aðeins léttara yfir en venjulega. Það er gott að sjá og gott að sjá liðið komast aðeins á meira ról en það hefur verið á,“ segir Orri Steinn sem hefur þó ekki haft mikinn tíma til að fylgjast með leikjunum enda í nægu að snúast við að koma sér fyrir á nýjum stað og að setja sig inn í hlutina hjá Real Sociedad sem hann skipti til um þarsíðustu mánaðarmót. „Eins mikið og ég get. Það hefur verið mikið að gera síðasta mánuðinn. Ég hef reynt en ekki getað fylgst með öllu,“ segir Orri Steinn. En er ekkert erfitt fyrir stuðningsmann Gróttu að halda með KR? „Ekki þegar pabbi þinn er þjálfarinn, þá er það ekki mikið vesen. Maður er búinn að vera milli Vesturbæjarins og Gróttu frá því að maður var lítill. Þetta er í nágrenninu og maður fór oft á KR-leiki. Pabbi er auðvitað KR-ingur og mamma líka svo það er ekki mikið hatur frá mér. Ég verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing núna, þar sem pabbi er þar,“ segir Orri Steinn. Orri verður hluti af landsliði Íslands sem mætir Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöld. Leikurinn er klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn KR Besta deild karla Grótta Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Sjá meira