„Verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2024 11:02 Orri Steinn Óskarsson. Vísir/Sigurjón „Það er alltaf geggjað að koma til Íslands, finna kuldann í beinunum og hitta fjölskylduna og strákana aftur,“ segir Orri Steinn Óskarsson, landsliðsmaður í fótbolta. Orri Steinn var síðast hér á landi í september þegar Íslands vann 2-0 sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar og er nú kominn í svipuðum erindagjörðum. Fram undan eru leikir við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli. Klippa: „Pabbi er alltaf hress“ Faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari KR sem var í miklum vandræðum fyrir mánuði síðan en hefur náð að rétta úr kútnum. Síðustu tveir leiki hafa unnist 7-1 gegn Fram og 4-0 gegn KA. Er Óskar þá ekki hressari en fyrir mánuði síðan? „Pabbi er alltaf hress. Hann er léttur og ljúfur, og þegar menn eru með 11-1 í markatölu í síðustu tveimur leikjum þá verður auðvitað aðeins léttara yfir en venjulega. Það er gott að sjá og gott að sjá liðið komast aðeins á meira ról en það hefur verið á,“ segir Orri Steinn sem hefur þó ekki haft mikinn tíma til að fylgjast með leikjunum enda í nægu að snúast við að koma sér fyrir á nýjum stað og að setja sig inn í hlutina hjá Real Sociedad sem hann skipti til um þarsíðustu mánaðarmót. „Eins mikið og ég get. Það hefur verið mikið að gera síðasta mánuðinn. Ég hef reynt en ekki getað fylgst með öllu,“ segir Orri Steinn. En er ekkert erfitt fyrir stuðningsmann Gróttu að halda með KR? „Ekki þegar pabbi þinn er þjálfarinn, þá er það ekki mikið vesen. Maður er búinn að vera milli Vesturbæjarins og Gróttu frá því að maður var lítill. Þetta er í nágrenninu og maður fór oft á KR-leiki. Pabbi er auðvitað KR-ingur og mamma líka svo það er ekki mikið hatur frá mér. Ég verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing núna, þar sem pabbi er þar,“ segir Orri Steinn. Orri verður hluti af landsliði Íslands sem mætir Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöld. Leikurinn er klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn KR Besta deild karla Grótta Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Orri Steinn var síðast hér á landi í september þegar Íslands vann 2-0 sigur á Svartfjallalandi í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar og er nú kominn í svipuðum erindagjörðum. Fram undan eru leikir við Wales og Tyrkland á Laugardalsvelli. Klippa: „Pabbi er alltaf hress“ Faðir hans, Óskar Hrafn Þorvaldsson, er þjálfari KR sem var í miklum vandræðum fyrir mánuði síðan en hefur náð að rétta úr kútnum. Síðustu tveir leiki hafa unnist 7-1 gegn Fram og 4-0 gegn KA. Er Óskar þá ekki hressari en fyrir mánuði síðan? „Pabbi er alltaf hress. Hann er léttur og ljúfur, og þegar menn eru með 11-1 í markatölu í síðustu tveimur leikjum þá verður auðvitað aðeins léttara yfir en venjulega. Það er gott að sjá og gott að sjá liðið komast aðeins á meira ról en það hefur verið á,“ segir Orri Steinn sem hefur þó ekki haft mikinn tíma til að fylgjast með leikjunum enda í nægu að snúast við að koma sér fyrir á nýjum stað og að setja sig inn í hlutina hjá Real Sociedad sem hann skipti til um þarsíðustu mánaðarmót. „Eins mikið og ég get. Það hefur verið mikið að gera síðasta mánuðinn. Ég hef reynt en ekki getað fylgst með öllu,“ segir Orri Steinn. En er ekkert erfitt fyrir stuðningsmann Gróttu að halda með KR? „Ekki þegar pabbi þinn er þjálfarinn, þá er það ekki mikið vesen. Maður er búinn að vera milli Vesturbæjarins og Gróttu frá því að maður var lítill. Þetta er í nágrenninu og maður fór oft á KR-leiki. Pabbi er auðvitað KR-ingur og mamma líka svo það er ekki mikið hatur frá mér. Ég verð að líta á sjálfan mig sem KR-ing núna, þar sem pabbi er þar,“ segir Orri Steinn. Orri verður hluti af landsliði Íslands sem mætir Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöld. Leikurinn er klukkan 18:45 og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn KR Besta deild karla Grótta Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“