Biden kallaði Netanjahú „tíkarson“ og „slæman gaur“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. október 2024 08:50 Biden og Netanjahú þegar þeir hittust í Hvíta húsinu í júlí. Á ýmsu hefur gengið á milli þeirra á bak við tjöldin síðasta árið. Vísir/EPA Stirðum samskiptum Joes Biden Bandaríkjaforseta við forsætisráðherra Ísraels er lýst í nýrri bók heimsþekkts rannsóknarblaðamanns. Biden er meðal annars sagður hafa kallað Netanjahú „tíkarson“ og „slæman helvítis gaur“ á bak við tjöldin. Bandaríkjastjórn og Biden hafa staðið þétt við bakið á ísraelskum stjórnvöldum frá því að Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Bókin „Stríð“ eftir Bob Woodward, annan blaðamannanna sem eignaður er heiður af því að upplýsa um Watergate-hneyksli Richards Nixon, varpar ljósi á hvernig Biden hefur þó á köflum rifist við Netanjahú um framferði Ísraelshers á Gasaströndinni á bak við tjöldin. „Hver er hernaðaráætlunin, maður?“ spurði Biden þegar hann ræddi við Benjamín Netanjahú í síma í apríl samkvæmt Woodward. „Við verðum að fara inn í Rafah,“ svaraði Netanjahú sem er gjarnan kallaður Bibi. „Bibi, þú ert ekki með neina hernaðaráætlun,“ setti Biden ofan í við forsætisráðherrann. „Bibi, hver andskotinn?“ Þegar Ísraelsher réðst svo inn í Rafah var Biden nóg boðið. „Hann er helvítis lygari,“ sagði Biden við ráðgjafa sína. „Þessi tíkarsonur, Bibi Netanjahú, hann er slæmur gaur. Hann er slæmur helvítis gaur!“ sagði Biden um Netanjahú eftir að átökin á milli Ísraela og Hamas stigmögnuðust í vor. Leiðtogarnir tveir ræddust við í síma eftir að loftárás Ísraela felldi einn helsta herforingja Hezbollah-samtakanna og þrjá óbreytta borgara í júlí. „Bibi, hver andskotinn?“ er Biden sagður hafa öskrað á Netanjahú. Varaði hann forsætisráðherrann við því að heimsbyggðin liti í vaxandi mæli á Ísrael sem útlagaríki. Netanjahú svaraði að skotmark árásarinnar hefði verið „einn helsti hryðjuverkamaðurinn“. „Við sáum tækifæri og við gripum það. Því harðari árásir sem þú gerir, þeim mun árangursríkari verða samningaviðræðurnar,“ sagði hann við Biden. Biden hefur látið fúkyrðin fljúga um Netanjahú þegar enginn heyrir til aðrir en hans nánustu ráðgjafar.Vísir/EPA Sagði Netanjahú að sitja á strák sínum Á stundum reyndi Biden að halda aftur af Ísraelum þegar þeir vildu ganga enn lengra í hernaðaraðgerðum sínum. Þegar Netanjahú hugði á hefndir gegn Írönum eftir að þeir skutu fleiri en hundrað flugskeytum á Ísrael til þess að svara fyrir dráp Ísraela á háttsettum herforingja í Sýrlandi sagði Biden honum að „taka sigrinum“. „Þú þarft ekki að gera meira. Ekki gera neitt,“ sagði Biden við Netanjahú sem maldraði í móinn. Ísraelar gerðu engu að síður afmarkaða árás á Íran en Biden taldi það sigur að þeir hefðu ekki gengið enn lengra. „Ég veit að hann er að fara að gera eitthvað en ég takmarka það með því að segja honum að „gera ekkert“,“ sagði Biden við ráðgjafa sína. Joe Biden Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Bandaríkjastjórn og Biden hafa staðið þétt við bakið á ísraelskum stjórnvöldum frá því að Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Bókin „Stríð“ eftir Bob Woodward, annan blaðamannanna sem eignaður er heiður af því að upplýsa um Watergate-hneyksli Richards Nixon, varpar ljósi á hvernig Biden hefur þó á köflum rifist við Netanjahú um framferði Ísraelshers á Gasaströndinni á bak við tjöldin. „Hver er hernaðaráætlunin, maður?“ spurði Biden þegar hann ræddi við Benjamín Netanjahú í síma í apríl samkvæmt Woodward. „Við verðum að fara inn í Rafah,“ svaraði Netanjahú sem er gjarnan kallaður Bibi. „Bibi, þú ert ekki með neina hernaðaráætlun,“ setti Biden ofan í við forsætisráðherrann. „Bibi, hver andskotinn?“ Þegar Ísraelsher réðst svo inn í Rafah var Biden nóg boðið. „Hann er helvítis lygari,“ sagði Biden við ráðgjafa sína. „Þessi tíkarsonur, Bibi Netanjahú, hann er slæmur gaur. Hann er slæmur helvítis gaur!“ sagði Biden um Netanjahú eftir að átökin á milli Ísraela og Hamas stigmögnuðust í vor. Leiðtogarnir tveir ræddust við í síma eftir að loftárás Ísraela felldi einn helsta herforingja Hezbollah-samtakanna og þrjá óbreytta borgara í júlí. „Bibi, hver andskotinn?“ er Biden sagður hafa öskrað á Netanjahú. Varaði hann forsætisráðherrann við því að heimsbyggðin liti í vaxandi mæli á Ísrael sem útlagaríki. Netanjahú svaraði að skotmark árásarinnar hefði verið „einn helsti hryðjuverkamaðurinn“. „Við sáum tækifæri og við gripum það. Því harðari árásir sem þú gerir, þeim mun árangursríkari verða samningaviðræðurnar,“ sagði hann við Biden. Biden hefur látið fúkyrðin fljúga um Netanjahú þegar enginn heyrir til aðrir en hans nánustu ráðgjafar.Vísir/EPA Sagði Netanjahú að sitja á strák sínum Á stundum reyndi Biden að halda aftur af Ísraelum þegar þeir vildu ganga enn lengra í hernaðaraðgerðum sínum. Þegar Netanjahú hugði á hefndir gegn Írönum eftir að þeir skutu fleiri en hundrað flugskeytum á Ísrael til þess að svara fyrir dráp Ísraela á háttsettum herforingja í Sýrlandi sagði Biden honum að „taka sigrinum“. „Þú þarft ekki að gera meira. Ekki gera neitt,“ sagði Biden við Netanjahú sem maldraði í móinn. Ísraelar gerðu engu að síður afmarkaða árás á Íran en Biden taldi það sigur að þeir hefðu ekki gengið enn lengra. „Ég veit að hann er að fara að gera eitthvað en ég takmarka það með því að segja honum að „gera ekkert“,“ sagði Biden við ráðgjafa sína.
Joe Biden Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Trump sendi Pútín kóvidpróf á laun Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, sendi Vladímír Pútín, forseta Rússlands, tæki til þess að greina kórónuveirusmit þegar skortur var á þeim í heiminum árið 2020. Pútín bað Trump um að halda sendingunni leyndri. 8. október 2024 15:10