FH átti erfitt uppdráttar án lykilleikmanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. október 2024 18:32 Birgir Már Birgisson spilaði vel og skoraði 4 mörk. vísir / pawel Evrópudeild karla í handbolta er hafin. FH tapaði 37-30 ytra gegn franska félaginu Fenix Toulouse í fyrsta leik. FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. FH-ingar voru því án margra lykilmanna en byrjuðu leikinn þrátt fyrir það ágætlega og héldu heimaliðinu skammt frá sér í fyrri hálfleik, en voru alltaf að elta og eyddu mikilli orku. Fljótlega í seinni hálfleik tóku heimamenn fjögurra marka forystu sem hélst lengi vel. Undir lokin, þegar sigurinn var ekki lengur í sjónmáli, lagði FH árar í bát og forystan stækkaði enn meira. Sjö marka tap varð niðurstaðan að endingu. FH og Toulouse eru í H-riðli, ásamt þýska liðinu Gummersbach og sænska liðinu Savehof. Leik þeirra lauk 37-35 sigri heimaliðsins Gummersbach, sem var við völd lengst af í leiknum en gestirnir gerðu góða atlögu til að stela sigrinum undir lokin. Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson var markahæstur í sigurliðinu og setti 7 mörk úr 9 skotum. Teitur Örn Einarsson er einnig leikmaður Gummersbach en tók ekki þátt í leiknum. Tókust á úti í horni Einnig mættust Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður Benfica í Portúgal, og Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður Kadetten Schaffhausen í Sviss. Leikur liðanna var æsispennandi og lauk með eins marks sigri Benfica, 26-25. Benfica byrjaði stórkostlega en heimamenn unnu sig inn í leikinn eftir því sem líða fór á. Um miðjan seinni hálfleik tókst þeim svo loks að jafna og síðustu fimmtán mínúturnar skiptust liðin á því að taka forystuna. Svo fór að lokum að Benfica setti sigurmarkið þegar tuttugu sekúndur voru eftir, Kadetten brunaði upp en tókst ekki að jafna. Óðinn Þór skoraði 6 mörk úr 9 skotum. Stiven Tobar skoraði eitt mark úr jafnmörgum skotum. Valur hefur einnig leik í Evrópudeildinni í kvöld og mætir n-makedónska liðinu Vardar Skopje. Leikur þeirra hefst klukkan 18:45. Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
FH var án fyrirliðans Arons Pálmasonar, sem er frá vegna meiðsla, líkt og Ólafur Gústafsson sem ferðaðist heldur ekki út með liðinu. Ásbjörn Friðriksson og Ágúst Birgisson gengu þá ekki alveg heilir til skógar. FH-ingar voru því án margra lykilmanna en byrjuðu leikinn þrátt fyrir það ágætlega og héldu heimaliðinu skammt frá sér í fyrri hálfleik, en voru alltaf að elta og eyddu mikilli orku. Fljótlega í seinni hálfleik tóku heimamenn fjögurra marka forystu sem hélst lengi vel. Undir lokin, þegar sigurinn var ekki lengur í sjónmáli, lagði FH árar í bát og forystan stækkaði enn meira. Sjö marka tap varð niðurstaðan að endingu. FH og Toulouse eru í H-riðli, ásamt þýska liðinu Gummersbach og sænska liðinu Savehof. Leik þeirra lauk 37-35 sigri heimaliðsins Gummersbach, sem var við völd lengst af í leiknum en gestirnir gerðu góða atlögu til að stela sigrinum undir lokin. Línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson var markahæstur í sigurliðinu og setti 7 mörk úr 9 skotum. Teitur Örn Einarsson er einnig leikmaður Gummersbach en tók ekki þátt í leiknum. Tókust á úti í horni Einnig mættust Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður Benfica í Portúgal, og Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður Kadetten Schaffhausen í Sviss. Leikur liðanna var æsispennandi og lauk með eins marks sigri Benfica, 26-25. Benfica byrjaði stórkostlega en heimamenn unnu sig inn í leikinn eftir því sem líða fór á. Um miðjan seinni hálfleik tókst þeim svo loks að jafna og síðustu fimmtán mínúturnar skiptust liðin á því að taka forystuna. Svo fór að lokum að Benfica setti sigurmarkið þegar tuttugu sekúndur voru eftir, Kadetten brunaði upp en tókst ekki að jafna. Óðinn Þór skoraði 6 mörk úr 9 skotum. Stiven Tobar skoraði eitt mark úr jafnmörgum skotum. Valur hefur einnig leik í Evrópudeildinni í kvöld og mætir n-makedónska liðinu Vardar Skopje. Leikur þeirra hefst klukkan 18:45.
Evrópudeild karla í handbolta FH Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira