„Eins og við höfum verið að hitta gamla vini” Lovísa Arnardóttir, Elín Margrét Böðvarsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 8. október 2024 11:10 Konungs- og forsetahjónin veifuðu fólki við Amalíuborgarhöll í morgun. Vísir/AP Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir móttökur Friðriks X Danakonungs og Mary drottningar hafa verið ótrúlega hlýjar og skemmtilegar. „Það er eiginlega eins og við höfum verið að hitta gamla vini. Við erum mjög þakklát fyrir þessa hlýju sem við skynjum allt í kring en sérstaklega gestrisnina frá konungshjónunum,“ segir Halla. Hún segir að í heimsókn sinni ætli hún að leggja áherslu á að ræða græna orku og orkuskipti en einnig menningarmál. Hún ætli að ræða við konungshjónin um Árnastofnun og áframhaldandi samstarf um handritin. „Við munum auðvitað tala um að dýpka og þétta tengslin á milli okkar landa. Að sækja fram saman Ísland og Danmörk, og Norðurlöndin, í þessum stóru tækifærum eins og sjálfbærni, jafnrétti og þessum hlutum sem við stöndum fyrir.“ Eigi margt sameiginlegt Halla og Friðrik eru fædd sama ár, 1968, og segir Halla að reynsluheimur þeirra sé líkur. Þau hafi áður tekið þátt í sameiginlegu verkefni um nýsköpun. Það sé því margt sem þau geti talað um. Halla og eiginmaður hennar, Björn, gista í konungshöllinni á meðan heimsókn þeirra stendur. „Þetta er eins og að vera í ævintýri. Við ætlum að njóta hverrar mínútu.“ Hér að neðan er viðtal við Tinnu Hlíðarsdóttur Kornum, Björk Arnardóttur móður hennar og börn hennar Hilbert Tinnuson Kornum og Evitu Tinnudóttur Kornum. Þau klæddu sig upp í þjóðbúning til að taka á móti konungs- og forsetahjónunum. Fyrsta ríkisheimsóknin Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Kóngafólk Danmörk Friðrik X Danakonungur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Þjóðbúningar Tengdar fréttir Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01 Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. 8. október 2024 08:50 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það er eiginlega eins og við höfum verið að hitta gamla vini. Við erum mjög þakklát fyrir þessa hlýju sem við skynjum allt í kring en sérstaklega gestrisnina frá konungshjónunum,“ segir Halla. Hún segir að í heimsókn sinni ætli hún að leggja áherslu á að ræða græna orku og orkuskipti en einnig menningarmál. Hún ætli að ræða við konungshjónin um Árnastofnun og áframhaldandi samstarf um handritin. „Við munum auðvitað tala um að dýpka og þétta tengslin á milli okkar landa. Að sækja fram saman Ísland og Danmörk, og Norðurlöndin, í þessum stóru tækifærum eins og sjálfbærni, jafnrétti og þessum hlutum sem við stöndum fyrir.“ Eigi margt sameiginlegt Halla og Friðrik eru fædd sama ár, 1968, og segir Halla að reynsluheimur þeirra sé líkur. Þau hafi áður tekið þátt í sameiginlegu verkefni um nýsköpun. Það sé því margt sem þau geti talað um. Halla og eiginmaður hennar, Björn, gista í konungshöllinni á meðan heimsókn þeirra stendur. „Þetta er eins og að vera í ævintýri. Við ætlum að njóta hverrar mínútu.“ Hér að neðan er viðtal við Tinnu Hlíðarsdóttur Kornum, Björk Arnardóttur móður hennar og börn hennar Hilbert Tinnuson Kornum og Evitu Tinnudóttur Kornum. Þau klæddu sig upp í þjóðbúning til að taka á móti konungs- og forsetahjónunum. Fyrsta ríkisheimsóknin Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands.
Kóngafólk Danmörk Friðrik X Danakonungur Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Þjóðbúningar Tengdar fréttir Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01 Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. 8. október 2024 08:50 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8. október 2024 06:01
Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. 8. október 2024 08:50