Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Aron Guðmundsson skrifar 8. október 2024 12:31 Teitur hefur verið að hasla sér völl á golfvellinum og fór holu í höggi um daginn. Farið var yfir ótrúlega viku í lífi Njarðvíkingsins í Bónus Körfuboltakvöldi Vísir/Samsett mynd Í þætti Bónus Körfuboltakvölds eftir fyrstu umferð Bónus deildar karla í körfubolta var vika körfuboltagoðsagnarinnar Teits Örlygssonar rakin. Hún var merkileg fyrir margra hluta sakir. Teitur gerði garðinn frægan sem leikmaður Njarðvíkur á sínum tíma og varð tíu sinnum Íslandsmeistari með liðinu og fjórum sinnum valinn besti leikmaður efstu deildar. Njarðvík kvaddi Ljónagryfjuna, heimavöll sínn í síðustu viku, og voru heiðursmennirnir Rúnar Birgir Gíslason, Gunnar Freyr Steinsson og Óskar Ófeigur Jónsson búnir að taka saman tölfræði tengda leikjum Teits í Ljónagryfjunni sem er hreint út sagt ótrúleg og má sjá á skiltinu hér fyrir neðan. „Þetta er eitthvað annað. Þessi tölfræði sem hér hefur verið sett upp. Þessi gæi getur allt. Án gríns. Hann fór holu í höggi um daginn,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, betur þekktur sem Jonni, einn af sérfræðingum Körfuboltakvölds. „Þessi vika fyrir Teit var rosaleg,“ sagði Stefán Árni og í kjölfarið var spilað myndband úr fórum Teits er hann áttaði sig á því að hann hefði farið holu í höggi. Umrætt myndband má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. „Skiljanleg viðbrögð. Þetta er afrek,“ bætti Stefán Árni við og sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds tóku undir það. „Þetta sýnir hvaða keppnisskap þessi drengur hefur að geyma,“ sagði Jonni. „Hann byrjaði að stunda golf fyrir ekki mörgum árum síðan og er all-in í því eins og hann var í körfuboltanum. Þetta er yndislegur drengur. Eins og við þekkjum. Var stórkostlegur íþróttamaður og er greinilega enn. Ekkert nema endalaus virðing gagnvart því sem að hann hefur afrekað.“ Klippa: Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“ Körfuboltakvöld Bónus-deild karla UMF Njarðvík Körfubolti Tengdar fréttir Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. 3. október 2024 09:29 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Teitur gerði garðinn frægan sem leikmaður Njarðvíkur á sínum tíma og varð tíu sinnum Íslandsmeistari með liðinu og fjórum sinnum valinn besti leikmaður efstu deildar. Njarðvík kvaddi Ljónagryfjuna, heimavöll sínn í síðustu viku, og voru heiðursmennirnir Rúnar Birgir Gíslason, Gunnar Freyr Steinsson og Óskar Ófeigur Jónsson búnir að taka saman tölfræði tengda leikjum Teits í Ljónagryfjunni sem er hreint út sagt ótrúleg og má sjá á skiltinu hér fyrir neðan. „Þetta er eitthvað annað. Þessi tölfræði sem hér hefur verið sett upp. Þessi gæi getur allt. Án gríns. Hann fór holu í höggi um daginn,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, betur þekktur sem Jonni, einn af sérfræðingum Körfuboltakvölds. „Þessi vika fyrir Teit var rosaleg,“ sagði Stefán Árni og í kjölfarið var spilað myndband úr fórum Teits er hann áttaði sig á því að hann hefði farið holu í höggi. Umrætt myndband má sjá í innslaginu hér fyrir neðan. „Skiljanleg viðbrögð. Þetta er afrek,“ bætti Stefán Árni við og sérfræðingar Bónus Körfuboltakvölds tóku undir það. „Þetta sýnir hvaða keppnisskap þessi drengur hefur að geyma,“ sagði Jonni. „Hann byrjaði að stunda golf fyrir ekki mörgum árum síðan og er all-in í því eins og hann var í körfuboltanum. Þetta er yndislegur drengur. Eins og við þekkjum. Var stórkostlegur íþróttamaður og er greinilega enn. Ekkert nema endalaus virðing gagnvart því sem að hann hefur afrekað.“ Klippa: Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“
Körfuboltakvöld Bónus-deild karla UMF Njarðvík Körfubolti Tengdar fréttir Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. 3. október 2024 09:29 Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Teitur í Ljónagryfjunni: „Eitthvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“ Ljónagryfjan. Íþróttahúsið sem hefur reynst Njarðvíkingum svo vel. Hefur verið formlega kvatt með síðasta keppnisleiknum í húsinu. Körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upplifað þar stórar gleðistundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljónagryfjuna og segja frá sögu hennar. 3. október 2024 09:29
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum