Körfubolti

Ó­trú­leg vika í lífi Teits Ör­lygs: „Skiljan­leg við­brögð“

Aron Guðmundsson skrifar
Teitur hefur verið að hasla sér völl á golfvellinum og fór holu í höggi um daginn. Farið var yfir ótrúlega viku í lífi Njarðvíkingsins í Bónus Körfuboltakvöldi
Teitur hefur verið að hasla sér völl á golfvellinum og fór holu í höggi um daginn. Farið var yfir ótrúlega viku í lífi Njarðvíkingsins í Bónus Körfuboltakvöldi Vísir/Samsett mynd

Í þætti Bónus Körfu­bolta­kvölds eftir fyrstu um­ferð Bónus deildar karla í körfu­bolta var vika körfu­bolta­goð­sagnarinnar Teits Ör­lygs­sonar rakin. Hún var merki­leg fyrir margra hluta sakir.

Teitur gerði garðinn frægan sem leik­maður Njarð­víkur á sínum tíma og varð tíu sinnum Ís­lands­meistari með liðinu og fjórum sinnum valinn besti leik­maður efstu deildar.

Njarð­vík kvaddi Ljóna­gryfjuna, heima­völl sínn í síðustu viku, og voru heiðurs­mennirnir Rúnar Birgir Gísla­son, Gunnar Freyr Steins­son og Óskar Ó­feigur Jóns­son búnir að taka saman töl­fræði tengda leikjum Teits í Ljóna­gryfjunni sem er hreint út sagt ó­trú­leg og má sjá á skiltinu hér fyrir neðan.

„Þetta er eitt­hvað annað. Þessi töl­fræði sem hér hefur verið sett upp. Þessi gæi getur allt. Án gríns. Hann fór holu í höggi um daginn,“ sagði Jón Hall­dór Eð­valds­son, betur þekktur sem Jonni, einn af sér­fræðingum Körfu­bolta­kvölds.

„Þessi vika fyrir Teit var rosa­leg,“ sagði Stefán Árni og í kjöl­farið var spilað mynd­band úr fórum Teits er hann áttaði sig á því að hann hefði farið holu í höggi. Um­rætt mynd­band má sjá í inn­slaginu hér fyrir neðan.

„Skiljan­leg við­brögð. Þetta er af­rek,“ bætti Stefán Árni við og sér­fræðingar Bónus Körfu­bolta­kvölds tóku undir það.

„Þetta sýnir hvaða keppnis­skap þessi drengur hefur að geyma,“ sagði Jonni. „Hann byrjaði að stunda golf fyrir ekki mörgum árum síðan og er all-in í því eins og hann var í körfu­boltanum. Þetta er yndis­legur drengur. Eins og við þekkjum. Var stór­kost­legur í­þrótta­maður og er greini­lega enn. Ekkert nema enda­laus virðing gagn­vart því sem að hann hefur af­rekað.“

Klippa: Ótrúleg vika í lífi Teits Örlygs: „Skiljanleg viðbrögð“

Tengdar fréttir

Teitur í Ljóna­gryfjunni: „Eitt­hvað við húsið og söguna sem náði því besta úr mönnum“

Ljóna­gryfjan. Í­þrótta­húsið sem hefur reynst Njarð­víkingum svo vel. Hefur verið form­lega kvatt með síðasta keppnis­leiknum í húsinu. Körfu­bolta­goð­sögnin Teitur Ör­lygs­son er einn þeirra sem hefur alist upp í húsinu. Upp­lifað þar stórar gleði­stundir. En einnig þung töp. Við fengum hann til þess að leiða okkur í gegnum Ljóna­gryfjuna og segja frá sögu hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×