Koma siglandi og sótt á hestvagni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. október 2024 06:01 Ríkisheimsókn forsetahjónanna til Danmerkur hefst í dag. Vísir/RAX Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. Almenningur er boðin velkominn að tollabryggjunni, Toldboden, til að fylgjast með komu forsetahjónanna. Saman fara þau síðan með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Þá næst halda forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús, en þetta verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Friðrik X hefur verið konungur Danmerkur síðan í janúar.AP/Martin Meissner Að loknu hádegissamsæti í Jónshúsi fer forsetinn í heimsókn í danska þingið, Folketinget, í Kristjánsborg þar sem þingforseti tekur á móti henni. Þá munu forsetahjónin ásamt konungshjónunum skoða handritasafn Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn en þar verða einnig menningarmálaráðherrar Íslands og Danmerkur, Lilja Alfreðsdóttir og Christina Egelund, sem munu undirrita sameiginlega viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf ríkjanna um varðveislu og notkun handritasafnsins í báðum löndum. Í kvöld bjóða Friðrik konungur og Mary drottning síðan til hátíðarkvöldverðar í Kristjánsborgarhöll, forsetahjónunum til heiðurs. Á meðan heimsókninni stendur mun Halla meðal annars einnig heimsækja Copenhagen Business School og endurvinnslustöðina við Amager Bakke, funda með varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra Danmerkur auk þess að taka þátt í fundum og hringborðsumræðum með öðrum ráðherrum og fulltrúum úr íslensku og dönsku viðskiptalífi. Forseti Íslands Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Utanríkismál Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Sjá meira
Almenningur er boðin velkominn að tollabryggjunni, Toldboden, til að fylgjast með komu forsetahjónanna. Saman fara þau síðan með hestvagni til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Þá næst halda forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús, en þetta verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Friðrik X hefur verið konungur Danmerkur síðan í janúar.AP/Martin Meissner Að loknu hádegissamsæti í Jónshúsi fer forsetinn í heimsókn í danska þingið, Folketinget, í Kristjánsborg þar sem þingforseti tekur á móti henni. Þá munu forsetahjónin ásamt konungshjónunum skoða handritasafn Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn en þar verða einnig menningarmálaráðherrar Íslands og Danmerkur, Lilja Alfreðsdóttir og Christina Egelund, sem munu undirrita sameiginlega viljayfirlýsingu um áframhaldandi samstarf ríkjanna um varðveislu og notkun handritasafnsins í báðum löndum. Í kvöld bjóða Friðrik konungur og Mary drottning síðan til hátíðarkvöldverðar í Kristjánsborgarhöll, forsetahjónunum til heiðurs. Á meðan heimsókninni stendur mun Halla meðal annars einnig heimsækja Copenhagen Business School og endurvinnslustöðina við Amager Bakke, funda með varnarmálaráðherra og varaforsætisráðherra Danmerkur auk þess að taka þátt í fundum og hringborðsumræðum með öðrum ráðherrum og fulltrúum úr íslensku og dönsku viðskiptalífi.
Forseti Íslands Danmörk Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Utanríkismál Halla Tómasdóttir Íslendingar erlendis Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum