Fótbolti

UEFA hefur rann­sókn vegna kvartana Tel Aviv

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aral Şimşir, leikmaður Midtjylland frá Danmörku.
Aral Şimşir, leikmaður Midtjylland frá Danmörku. Mikolaj Barbanell/Getty Images

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun rannsaka hvort Aral Şimşir hafi öskrað „Frjáls Palestína, ég vona að þið deyið“ eftir leik Midtjylland og Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í Evrópudeild karla í fótbolta.

Vísir greindi frá því að Maccabi Tel Aviv hefði lagt fram kvörtun vegna ummæla Şimşir á meðan Midtjylland neitaði ásökununum og leikmaðurinn vildi ekki tjá sig.

Nú greinir danski miðillinn Bold frá því að UEFA hafi staðfest að það muni ráða óháðan rannsakanda í von um að komast til botns í málinu. UEFA vildi þó ekki tjá sig frekar um málið fyrr en niðurstaða er ljós.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×