Fótbolti

Daníel Ingi fram­lengir hjá Nord­sjælland

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Daníel Ingi við undirskriftina.
Daníel Ingi við undirskriftina. FC Nordsjælland

Hinn 17 ára gamli Daníel Ingi Jóhannesson, bróðir Ísaks Bergmanns Jóhannessonar, hefur skrifað undir nýjan samning við Nordsjælland sem spilar í efstu deild danska fótboltans.

Daníel Ingi gekk í raðir Nordsjælland frá ÍA fyrir 15 mánuðum síðan. Í dag er hann leikmaður U-19 ára liðs Nordsjælland og verður áfram á mála hjá félaginu eftir að hafa skrifað undir nýjan samning fyrr í dag, mánudag.

„Ég er mjög ánægður með að framlengja samning minn við Nordsjælland. Ég vonast til að geta tekið enn fleiri skref fram á við og er ánægður að vera hjá jafn frábæru félagi og raun ber vitni.“

„Ég tel Nordsjælland vera rétta félagið fyrir mig á þessum tímapunkti. Ég nýt þess að vera hluti af félaginu og er því gríðarlega ánægður með að hafa skrifað undir nýjan smaning.“

⁠“Ég er hluti af spennandi verkefni og spila með öflugum leikmönnum dag hvern sem mun aðeins gera mig betri,“ sagði Daníel Ingi við undirskriftina. Ekki kemur fram hversu langan samning Daníel Ingi skrifar undir.

Daníel Ingi á að baki 13 leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað í þeim þrjú mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×