Niðurstaða um Ölfusárbrú væntanleg í þessari viku Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2024 13:27 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra vonar að niðurstaða fáist jafnvel í þessari viku um forsendur Ölfusárbrúar þannig að framkvæmdir gesti hafist sem fyrst á þessu ári. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra er bjartsýn á að framkvæmdir við Ölfusárbrú geti hafist á þessu ári. Að undanförnu hafi verið leitað leiða til að framkvæmdin standist forsendur fjárlaga þessa árs um að notendagjöld standi undir kostnaði við brúna. Allt er í raun til reiðu til að hefja byggingu nýrrar ölfusárbrúar en beðið staðfestingar stjórnvalda varðandi fjármögnun. Miðað hefur verið við að gjöld á vegfarendur um brúna á næstu árum standi undir kostnaði við hana. Brúin mun leiða umferð um þjóðveg eitt framhjá Selfossi og létta þar með miklu álagi sem nú er vegna umferðar um núverandi brú og í gegnum aðalgötu bæjarins. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætti á fund fjárlaganefndar til að fara yfir helstu verkefni framundan í samgöngumálum. Hún segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og hún muni eiga sameiginlegan fund með fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd á morgun til að fjalla sérstaklega um ölfusárbrú. Flestir væru sammála um að gríðarleg þörf væri fyrir nýja brú. „Við þurfum að sjá til lands með hvaða hætti þetta verður fjármagnað. Það var lagt upp með ákveðið módel. Við þurfum á því að halda að hafa þingið með okkur í hvaða skref verða stigin og hvernig þetta er leyst. Ég vonanst til að við sjáum sérstakan fund um það síðar í þessari viku. Við erum að reyna að finna tíma til fyrir það og þá getum við bara drifið okkur af stað," segir Svandís. Áætlaður kostnaður við byggingu Ölfusárbrúar er 14 milljarðar króna. Veggjöld eiga að standa undir kostnaðinum á tilteknum árafjölda.Vegagerðin Greiðslumódelið væri eitt af því sem verið væri að skoða. Hjá Seðlabankanum hafi verið uppi efasemdir um að notendagjöld nægðu fyrir kostnaðinum á þeim tíma sem miðað hefði verið við. „Ég hef stundum sagt að það sé mikilvægt að við missum ekki móðinn í að vera stórhuga og bjartsýn þegar samgönguinnviðir eru annars vegar. Einu sinni lögðum við hringveg og einu sinni lögðum við brýr yfir stórfljót. Gerðum það af því okkur fannst það vera partur af því að vera almennilegt samfélag. Við megum ekki gleyma þeim rökum þegar við tölum um hvað borgar sig og hvað ekki," segir innviðaráðherra. Hún væri því bjartsýn á að framkvæmdir við Ölfusárbrú geti hafist á þessu ári. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samgöngur Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir „Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Innviðaráðherra segist vongóð um að hægt verði að klára síðustu skref í átt að verksamningi um Ölfusárbrú á næstu dögum og vikum. Brúin verði að rísa sem allra fyrst. 4. október 2024 19:15 Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Allt er í raun til reiðu til að hefja byggingu nýrrar ölfusárbrúar en beðið staðfestingar stjórnvalda varðandi fjármögnun. Miðað hefur verið við að gjöld á vegfarendur um brúna á næstu árum standi undir kostnaði við hana. Brúin mun leiða umferð um þjóðveg eitt framhjá Selfossi og létta þar með miklu álagi sem nú er vegna umferðar um núverandi brú og í gegnum aðalgötu bæjarins. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætti á fund fjárlaganefndar til að fara yfir helstu verkefni framundan í samgöngumálum. Hún segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra og hún muni eiga sameiginlegan fund með fjárlaganefnd og umhverfis- og samgöngunefnd á morgun til að fjalla sérstaklega um ölfusárbrú. Flestir væru sammála um að gríðarleg þörf væri fyrir nýja brú. „Við þurfum að sjá til lands með hvaða hætti þetta verður fjármagnað. Það var lagt upp með ákveðið módel. Við þurfum á því að halda að hafa þingið með okkur í hvaða skref verða stigin og hvernig þetta er leyst. Ég vonanst til að við sjáum sérstakan fund um það síðar í þessari viku. Við erum að reyna að finna tíma til fyrir það og þá getum við bara drifið okkur af stað," segir Svandís. Áætlaður kostnaður við byggingu Ölfusárbrúar er 14 milljarðar króna. Veggjöld eiga að standa undir kostnaðinum á tilteknum árafjölda.Vegagerðin Greiðslumódelið væri eitt af því sem verið væri að skoða. Hjá Seðlabankanum hafi verið uppi efasemdir um að notendagjöld nægðu fyrir kostnaðinum á þeim tíma sem miðað hefði verið við. „Ég hef stundum sagt að það sé mikilvægt að við missum ekki móðinn í að vera stórhuga og bjartsýn þegar samgönguinnviðir eru annars vegar. Einu sinni lögðum við hringveg og einu sinni lögðum við brýr yfir stórfljót. Gerðum það af því okkur fannst það vera partur af því að vera almennilegt samfélag. Við megum ekki gleyma þeim rökum þegar við tölum um hvað borgar sig og hvað ekki," segir innviðaráðherra. Hún væri því bjartsýn á að framkvæmdir við Ölfusárbrú geti hafist á þessu ári.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samgöngur Ný Ölfusárbrú Tengdar fréttir „Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Innviðaráðherra segist vongóð um að hægt verði að klára síðustu skref í átt að verksamningi um Ölfusárbrú á næstu dögum og vikum. Brúin verði að rísa sem allra fyrst. 4. október 2024 19:15 Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22 Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07 Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
„Öllum ljóst að Ölfusárbrú verði að rísa“ Innviðaráðherra segist vongóð um að hægt verði að klára síðustu skref í átt að verksamningi um Ölfusárbrú á næstu dögum og vikum. Brúin verði að rísa sem allra fyrst. 4. október 2024 19:15
Vill hætta við nýja brú yfir Ölfusá og spara milljarða króna Bæjarstjóri í Ölfusi leggur til að hætt verði við byggingu nýrrar brúar yfir Ölfusár. Hann leggur til að vegur um Þrengsli verði bættur og Eyrarbakkavegur sveigður suður fyrir Selfoss. Þannig sparist milljarðar króna. 4. október 2024 11:22
Vísar orðum Jóns um nýja Ölfusárbrú á bug Framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni vísar gagnrýni fyrrverandi Samgönguráðherra á fyrirhugaða Ölfusársbrú á bug, og segir Vegagerðina í stellingum til að hefja verkið. Boltinn sé nú hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar. 3. október 2024 22:07
Höfum ekki efni á svona stórkarlalegri Ölfusárbrú Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir nýja Ölfusárbrú allt of dýra í þeirri mynd sem hún er áformuð og fullyrðir að hægt sé að smíða einfaldari brú á mun skemmri tíma fyrir þriðjung af kostnaðinum. 2. október 2024 20:20