Cecilía fer á kostum í Mílanó Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 13:32 Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð sig frábærlega gegn meisturum Roma um helgina. Getty/Pier Marco Tacca Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir virðist njóta sín í botn með liði Inter í ítölsku A-deildinni í fótbolta og hún stóð sig frábærlega í leik við meistara Roma um helgina. Eins og sjá má af klippum frá leik Inter og Roma hér að neðan þá hafði Cecilía í nógu að snúast í leiknum en meistararnir áttu hins vegar í tómu basli með að koma boltanum framhjá henni. Það tókst þeim í rauninni ekki, því eina mark Roma var sjálfsmark Mariju Milinkovic í 1-1 jafntefli. Cecilía er til að mynda í liði 5. umferðarinnar hjá Sofascore, með 8,2 í einkunn eða eina hæstu einkunn umferðarinnar. Hún var einnig valin í lið umferðarinnar eftir frammistöðu sína í fyrsta leik hjá Inter, eftir að hafa komið að láni frá Bayern München í sumar. View this post on Instagram A post shared by Cecilía Rán Rúnarsdóttir (@ceciliaranr) Cecilía meiddist alvarlega í hné fyrir ári síðan en hefur nú náð sér af þeim meiðslum og rúmlega það, og hefur enn ekki tapað með Inter í deildinni. Þessi 21 árs gamla knattspyrnukona hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í ítölsku deildinni það sem af er leiktíð, fæst allra, og aldrei fleiri en eitt mark í leik. Cecilía er með flest varin skot að meðaltali í deildinni, samkvæmt tölfræði Sofascore, með 4,3 varin skot að meðaltali í leik, en þær Doris Bacic hjá Napoli eru einar um að hafa varið að minnsta kosti fjögur skot að meðaltali í leik. Inter er núna í 3. sæti með ellefu stig, fjórum stigum á eftir toppliði Juventus sem unnið hefur alla leiki sína til þessa. Meistarar Roma eru í 4. sæti með níu stig en Fiorentina, með Alexöndru Jóhannsdóttur innanborðs, er í 2. sæti með tólf stig. Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Eins og sjá má af klippum frá leik Inter og Roma hér að neðan þá hafði Cecilía í nógu að snúast í leiknum en meistararnir áttu hins vegar í tómu basli með að koma boltanum framhjá henni. Það tókst þeim í rauninni ekki, því eina mark Roma var sjálfsmark Mariju Milinkovic í 1-1 jafntefli. Cecilía er til að mynda í liði 5. umferðarinnar hjá Sofascore, með 8,2 í einkunn eða eina hæstu einkunn umferðarinnar. Hún var einnig valin í lið umferðarinnar eftir frammistöðu sína í fyrsta leik hjá Inter, eftir að hafa komið að láni frá Bayern München í sumar. View this post on Instagram A post shared by Cecilía Rán Rúnarsdóttir (@ceciliaranr) Cecilía meiddist alvarlega í hné fyrir ári síðan en hefur nú náð sér af þeim meiðslum og rúmlega það, og hefur enn ekki tapað með Inter í deildinni. Þessi 21 árs gamla knattspyrnukona hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í ítölsku deildinni það sem af er leiktíð, fæst allra, og aldrei fleiri en eitt mark í leik. Cecilía er með flest varin skot að meðaltali í deildinni, samkvæmt tölfræði Sofascore, með 4,3 varin skot að meðaltali í leik, en þær Doris Bacic hjá Napoli eru einar um að hafa varið að minnsta kosti fjögur skot að meðaltali í leik. Inter er núna í 3. sæti með ellefu stig, fjórum stigum á eftir toppliði Juventus sem unnið hefur alla leiki sína til þessa. Meistarar Roma eru í 4. sæti með níu stig en Fiorentina, með Alexöndru Jóhannsdóttur innanborðs, er í 2. sæti með tólf stig.
Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira