Lést 26 ára gamall eftir baráttu við áfengi og þunglyndi Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2024 12:36 Kipyegon Bett með landa sínum Willy Kiplimo Tarbei eftir að þeir komu í mark í 800 metra hlaupi á HM U20 í júlí 2016. Getty/Adam Nurkiewicz Keníumaðurinn Kipyegon Bett er látinn, aðeins 26 ára að aldri, eftir skamma baráttu við veikindi. Bett var frjálsíþróttamaður og sérhæfði sig í 800 metra hlaupi. Hann vann til gullverðlauna í þeirri grein á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri í Póllandi árið 2016. Ári síðar vann hann svo til bronsverðlauna í sömu grein, á HM fullorðinna í London. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi árið 2018 og var þá dæmdur í fjögurra ára bann, og náði sér aldrei almennilega á strik eftir að banninu lauk. Bett lést í heimaborg sinni Bomet í Kenía. Bað pabba um að biðja fyrir sér „Hann var búinn að vera veikur og hafði kvartað undan verk í maga í um það bil mánuð. Læknarnir sögðu að hann hefði glímt við lifrarvandamál og verið inn og út af sjúkrahúsi,“ sagði systir Bett, hindrunarhlaupakonan Purity Kirui, við BBC. „Í síðustu viku fórum við með hann á spítala eftir að hann fór að æla blóði, og hann var lagður inn. Ég fór að sjá hann [á sunnudagsmorgun] og hann sagðist finna fyrir sársauka. Hann bað pabba okkar, sem er prestur, um að biðja fyrir sér því honum leið eins og að hann myndi ekki lifa þetta af, og rétt eftir hádegi lést hann. Við reyndum allt til að bjarga honum en hann var farinn. Þetta var mjög sársaukafullt,“ sagði systirin. Barnaba Korir, formaður frjálsíþróttasambands Kenía, sagði Bett hafa verið einn hæfileikaríkasta 800 metra hlaupara heimsins en auk þess „kurteisan, hæglátan og afskaplega vingjarnlegan“ íþróttamann. Ofdrykkja og þunglyndi eftir dóminn Kirui segir Bett hafa þolað það afar illa að vera dæmdur í fjögurra ára bann en hann var aðeins tvítugur þegar hann varð uppvís að notkun rauðkornavaka (e. EPO). „Þegar Kipyegon var settur í bann byrjaði hann að drekka mikið, borðaði illa og glímdi við þunglyndi. Við reyndum að fá hann til að hætta að drekka en alltaf þegar við reyndum að koma honum í meðferð þá hvarf hann af heimili sínu dögum saman,“ sagði Kirui. Bett, sem var einn af sex systkinum, náði sér aldrei á strik aftur eftir að banni hans lauk. Sjötíu í bann á síðustu þremur árum Samkvæmt frétt BBC hefur Kenía lagt mikla áherslu á að berjast gegn ólöglegri notkun lyfja, eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016, en sjötíu íþróttamenn landsins hafa á síðustu þremur árum fengið bann vegna lyfjanotkunar. „Notkun ólöglegra lyfja endar alltaf með ósköpum, sérstaklega fyrir ungan og óreyndan mann,“ sagði Korir, fyrrnefndur formaður frjálsíþróttasambands Kenía. „Við vildum óska þess að þeir sem að kynna ungar sálir fyrir svona illvirkjum myndu skilja hvaða áhrif þau hafa og þann sálræna skaða sem þau valda, jafnvel þó að menn verði ekki gripnir,“ sagði Korir. Frjálsar íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Bett var frjálsíþróttamaður og sérhæfði sig í 800 metra hlaupi. Hann vann til gullverðlauna í þeirri grein á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri í Póllandi árið 2016. Ári síðar vann hann svo til bronsverðlauna í sömu grein, á HM fullorðinna í London. Hann féll hins vegar á lyfjaprófi árið 2018 og var þá dæmdur í fjögurra ára bann, og náði sér aldrei almennilega á strik eftir að banninu lauk. Bett lést í heimaborg sinni Bomet í Kenía. Bað pabba um að biðja fyrir sér „Hann var búinn að vera veikur og hafði kvartað undan verk í maga í um það bil mánuð. Læknarnir sögðu að hann hefði glímt við lifrarvandamál og verið inn og út af sjúkrahúsi,“ sagði systir Bett, hindrunarhlaupakonan Purity Kirui, við BBC. „Í síðustu viku fórum við með hann á spítala eftir að hann fór að æla blóði, og hann var lagður inn. Ég fór að sjá hann [á sunnudagsmorgun] og hann sagðist finna fyrir sársauka. Hann bað pabba okkar, sem er prestur, um að biðja fyrir sér því honum leið eins og að hann myndi ekki lifa þetta af, og rétt eftir hádegi lést hann. Við reyndum allt til að bjarga honum en hann var farinn. Þetta var mjög sársaukafullt,“ sagði systirin. Barnaba Korir, formaður frjálsíþróttasambands Kenía, sagði Bett hafa verið einn hæfileikaríkasta 800 metra hlaupara heimsins en auk þess „kurteisan, hæglátan og afskaplega vingjarnlegan“ íþróttamann. Ofdrykkja og þunglyndi eftir dóminn Kirui segir Bett hafa þolað það afar illa að vera dæmdur í fjögurra ára bann en hann var aðeins tvítugur þegar hann varð uppvís að notkun rauðkornavaka (e. EPO). „Þegar Kipyegon var settur í bann byrjaði hann að drekka mikið, borðaði illa og glímdi við þunglyndi. Við reyndum að fá hann til að hætta að drekka en alltaf þegar við reyndum að koma honum í meðferð þá hvarf hann af heimili sínu dögum saman,“ sagði Kirui. Bett, sem var einn af sex systkinum, náði sér aldrei á strik aftur eftir að banni hans lauk. Sjötíu í bann á síðustu þremur árum Samkvæmt frétt BBC hefur Kenía lagt mikla áherslu á að berjast gegn ólöglegri notkun lyfja, eftir Ólympíuleikana í Ríó 2016, en sjötíu íþróttamenn landsins hafa á síðustu þremur árum fengið bann vegna lyfjanotkunar. „Notkun ólöglegra lyfja endar alltaf með ósköpum, sérstaklega fyrir ungan og óreyndan mann,“ sagði Korir, fyrrnefndur formaður frjálsíþróttasambands Kenía. „Við vildum óska þess að þeir sem að kynna ungar sálir fyrir svona illvirkjum myndu skilja hvaða áhrif þau hafa og þann sálræna skaða sem þau valda, jafnvel þó að menn verði ekki gripnir,“ sagði Korir.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira