„Ótrúlega stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil“ Smári Jökull Jónsson skrifar 5. október 2024 18:49 Ásta Eir lyftir Íslandsmeistaraskildinum. Vísir/Pawel „Hún er ótrúleg og ólýsanleg,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks um tilfinninguna eftir að Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með markalausu jafntefli gegn Val í úrslitaleik. Blikar luku keppni í Bestu deildinni einu stigi á undan Val og fögnuður leikmanna og stuðningsmanna liðsins í leikslok var ósvikinn. „Þvílík gleði og við erum búin að vera að horfa á þennan dag síðan í nóvember og það er ótrúlega sætt að ná að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport í leikslok. Áhorfendamet var slegið á N1-vellinum í dag en 1625 manns mættu á völlinn í blíðskaparveðri og fylltu stúkuna að Hlíðarenda. „Allt upp á tíu. Auðvitað var þetta það sem maður vonaðist eftir, að fá fulla stúku og fá fullt af fólki á þennan einstaka leik. Ég er þvílíkt ánægð með mætinguna og þetta gerði leikinn 100% betri fyrir okkur þó hann hafi kannski ekki verið mikið fyrir augað. En það skiptir engu máli núna.“ Valskonur lágu á Blikaliðinu undir loksins sem stóð þó sóknir heimakvenna af sér. Telma Ívarsdóttir í markinu var öryggið uppmálað fyrir aftan Ástu Eir og stöllur hennar í vörninni. „Þær lágu svolítið á okkur og bættu aðeins í sóknina. Ég fann fyrir góðu öryggi, Telma ótrúlega góð í teignum og var að éta þessa bolta sem þær voru að koma með. Ótrúlega ánægð hvernig við náðum að sigla þessu heim.“ Nik Chamberlain er á sínu fyrsta ári sem þjálfari Breiðabliks eftir að hafa komið frá Þrótti fyrir tímabilið. Ásta hrósaði Nik í hástert og sagði að leikmenn liðsins hefðu strax ákveðið að róa í sömu átt. „Hann er búinn að vera mjög skýr og góður að þjálfa síðan hann kom. Það þarf alveg góðan þjálfara til að fá allt liðið með sér þannig að allir séu að fara í sömu átt. Honum tókst það mjög vel og við vorum allar að róa í sömu átt frá byrjun.“ „Það var nýtt kerfi og nýjar áherslur en við fórum í þessa breytingu í hausnum á okkur að við ætluðum að gera þetta saman og fylgja þessu eftir. Það gekk mjög vel í allt sumar og ég er þvílíkt stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil og að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir áður en hún var þotin í bikarfögnuð Blikaliðsins. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira
Blikar luku keppni í Bestu deildinni einu stigi á undan Val og fögnuður leikmanna og stuðningsmanna liðsins í leikslok var ósvikinn. „Þvílík gleði og við erum búin að vera að horfa á þennan dag síðan í nóvember og það er ótrúlega sætt að ná að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir í samtali við Gunnlaug Jónsson á Stöð 2 Sport í leikslok. Áhorfendamet var slegið á N1-vellinum í dag en 1625 manns mættu á völlinn í blíðskaparveðri og fylltu stúkuna að Hlíðarenda. „Allt upp á tíu. Auðvitað var þetta það sem maður vonaðist eftir, að fá fulla stúku og fá fullt af fólki á þennan einstaka leik. Ég er þvílíkt ánægð með mætinguna og þetta gerði leikinn 100% betri fyrir okkur þó hann hafi kannski ekki verið mikið fyrir augað. En það skiptir engu máli núna.“ Valskonur lágu á Blikaliðinu undir loksins sem stóð þó sóknir heimakvenna af sér. Telma Ívarsdóttir í markinu var öryggið uppmálað fyrir aftan Ástu Eir og stöllur hennar í vörninni. „Þær lágu svolítið á okkur og bættu aðeins í sóknina. Ég fann fyrir góðu öryggi, Telma ótrúlega góð í teignum og var að éta þessa bolta sem þær voru að koma með. Ótrúlega ánægð hvernig við náðum að sigla þessu heim.“ Nik Chamberlain er á sínu fyrsta ári sem þjálfari Breiðabliks eftir að hafa komið frá Þrótti fyrir tímabilið. Ásta hrósaði Nik í hástert og sagði að leikmenn liðsins hefðu strax ákveðið að róa í sömu átt. „Hann er búinn að vera mjög skýr og góður að þjálfa síðan hann kom. Það þarf alveg góðan þjálfara til að fá allt liðið með sér þannig að allir séu að fara í sömu átt. Honum tókst það mjög vel og við vorum allar að róa í sömu átt frá byrjun.“ „Það var nýtt kerfi og nýjar áherslur en við fórum í þessa breytingu í hausnum á okkur að við ætluðum að gera þetta saman og fylgja þessu eftir. Það gekk mjög vel í allt sumar og ég er þvílíkt stolt af hópnum hvernig við nálguðumst þetta tímabil og að klára þetta hér,“ sagði Ásta Eir áður en hún var þotin í bikarfögnuð Blikaliðsins.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Sjá meira