Valur rústaði Zalgiris Kaunas með fjórtán marka mun, 17-31, og Haukar kjöldrógu Eupen með 22 marka mun, 16-38. Seinni leikirnir fara fram á morgun.
Thea Imani Sturludóttir skoraði átta mörk fyrir Val í Litáen og Ásthildur Þórhallsdóttir sex. Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði fimm mörk og Hafdís Renötudóttir varði átta skot í marki Íslandsmeistaranna (33 prósent).
Elín Klara Þorkelsdóttir fór mikinn fyrir Hauka í Belgíu og skoraði ellefu mörk. Ragnheiður Ragnarsdóttir gerði fimm en alls komust tólf leikmenn Hauka á blað í leiknum.
Sara Sif Helgadóttir varði tólf skot (46 prósent) og Elísa Helga Sigurðardóttir þrjú (sextíu prósent).