Versnandi ástand í Pokrovsk Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2024 15:12 Úkraínskir hermenn að störfum nærri Pokrovsk. Getty/Vlada Liberova Rússar gera ítrekaðar árásir á bæinn Pokrovsk í austurhluta Úkraínu og eru helstu innviðir bæjarins, þar sem um þrettán þúsund manns búa, ónýtir. Hersveitir Rússa eru um sjö kílómetra frá bænum, sem er mikilvæg birgðamiðstöð fyrir úkraínska herinn og óbreytta borgara í Dónetsk-héraði. Rússar hafa lagt mikið púður í að sækja í átt að Pokrovsk á undanförnum mánuðum og hafa helstu árásir rússneska hersins verið í átt að honum. Árásirnar eru bæði gerðar með stórskotaliði og með öflugum svifsprengjum. Þær geta verið tonn á þyngd og geta grandað heilu fjölbýlishúsunum í einu lagi. Í gær var níu slíkum sprengjum varpað á bæinn, samkvæmt frétt Reuters. Fréttaveitan hefur eftir embættismanni þar að íbúar hafi ekki lengur aðgang að rafmagni, vatni og gasi og á það sama við tíu nærliggjandi þorp. Hann sagði einnig að skaðinn væri svo mikill að líklega væri ómögulegt að gera við hann. Um þrettán þúsund manns búa í bænum en unnið hefur verið að því að flytja íbúa á brott á undanförnum vikum. Fyrir einum og hálfum mánuði bjuggu nærri því fimmtíu þúsund manns í Pokrovsk. Úkraínumenn hafa verið á hægu en nokkuð stöðugu undanhaldi í austurhluta Úkraínu um langt skeið. Bærinn Vuhledar, sem er suður af Pokrovsk féll nýverið í hendur Rússa en honum höfðu Úkraínumenn haldið gegn þungum árásum Rússa í rúm tvö ár. Á þeim tíma hafa verjendur Vuhledar valdið gífurlegu mannfalli hjá Rússum. Áðurnefndar svifsprengjur Rússa hafa reynst Úkraínumönnum erfiðar. Svifsprengjur eru oftar en ekki gamlar og stórar hefðbundnar sprengjur sem Rússar setja vængi á og staðsetningarbúnað. Sprengjunum er svo varpað úr herþotum úr mikilli hæð og geta þær svifið allt að hundrað kílómetra eða lengra áður en þær lenda á skotmarki sínu, oft með mikilli nákvæmni. Áhugasamir geta séð stöðuna við Pokrovsk og annarsstaðar í Úkraínu á korti DeepState. Þannig hafa Rússar getað fellt heilu fjölbýlishúsin í einni árás, sem hefði getað tekið marga taka eða vikur með hefðbundnu stórskotaliði. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst því yfir að helsta markmið Rússa sé að ná tökum á Donbas-svæðinu svokallaða, sem myndað er af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Nú þegar stjórna Rússar um áttatíu prósentum af svæðinu. Úkraínskur dróni fangaði nýverið meðfylgjandi myndband sem sagt er sýna rússneska hermenn taka sextán úkraínska hermenn sem gáfust upp nærri Pokrovsk af lífi. Execution of Ukrainian prisoners of war by Russians. Pokrovsky Front, 30 of September 2024. https://t.co/9gTxvCzRjN pic.twitter.com/Fb2X8ikjtg— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) October 1, 2024 Færri og ekki með næg vopn Vuhledar og Pokrovsk eru ekki einu bæirnir á svæðinu sem Rússar sækja að en það á einnig við Chasiv Yar og Toretsk. Úkraínskir hermenn á svæðinu eru færri en þeir rússnesku og Rússar hafa þar að auki yfirburði þegar kemur að stórskotaliði, drónum og svifsprengjunum skæðu, eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal. Þá hefur dregið töluvert úr hergagnasendingum frá Vesturlöndum og ráðamönnum í Úkraínu hefur gengið illa að fá aukningu og að fá leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Slíkar árásir, gætu samkvæmt Úkraínumönnum létt þrýstinginn á víglínunni í austri. Það segjast þeir geta gert með árásum á vopnageymslur þar sem svifsprengjur eru geymdar og flugvelli, þar sem orrustuþoturnar sem bera þessar sprengjur taka á loft, svo eitthvað sé nefnt. AP fréttaveitan segir Rússa varpa nærri því 120 svifsprengjum á degi hverjum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13 Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27 Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Rússar hafa lagt mikið púður í að sækja í átt að Pokrovsk á undanförnum mánuðum og hafa helstu árásir rússneska hersins verið í átt að honum. Árásirnar eru bæði gerðar með stórskotaliði og með öflugum svifsprengjum. Þær geta verið tonn á þyngd og geta grandað heilu fjölbýlishúsunum í einu lagi. Í gær var níu slíkum sprengjum varpað á bæinn, samkvæmt frétt Reuters. Fréttaveitan hefur eftir embættismanni þar að íbúar hafi ekki lengur aðgang að rafmagni, vatni og gasi og á það sama við tíu nærliggjandi þorp. Hann sagði einnig að skaðinn væri svo mikill að líklega væri ómögulegt að gera við hann. Um þrettán þúsund manns búa í bænum en unnið hefur verið að því að flytja íbúa á brott á undanförnum vikum. Fyrir einum og hálfum mánuði bjuggu nærri því fimmtíu þúsund manns í Pokrovsk. Úkraínumenn hafa verið á hægu en nokkuð stöðugu undanhaldi í austurhluta Úkraínu um langt skeið. Bærinn Vuhledar, sem er suður af Pokrovsk féll nýverið í hendur Rússa en honum höfðu Úkraínumenn haldið gegn þungum árásum Rússa í rúm tvö ár. Á þeim tíma hafa verjendur Vuhledar valdið gífurlegu mannfalli hjá Rússum. Áðurnefndar svifsprengjur Rússa hafa reynst Úkraínumönnum erfiðar. Svifsprengjur eru oftar en ekki gamlar og stórar hefðbundnar sprengjur sem Rússar setja vængi á og staðsetningarbúnað. Sprengjunum er svo varpað úr herþotum úr mikilli hæð og geta þær svifið allt að hundrað kílómetra eða lengra áður en þær lenda á skotmarki sínu, oft með mikilli nákvæmni. Áhugasamir geta séð stöðuna við Pokrovsk og annarsstaðar í Úkraínu á korti DeepState. Þannig hafa Rússar getað fellt heilu fjölbýlishúsin í einni árás, sem hefði getað tekið marga taka eða vikur með hefðbundnu stórskotaliði. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst því yfir að helsta markmið Rússa sé að ná tökum á Donbas-svæðinu svokallaða, sem myndað er af Dónetsk og Lúhans-héruðum. Nú þegar stjórna Rússar um áttatíu prósentum af svæðinu. Úkraínskur dróni fangaði nýverið meðfylgjandi myndband sem sagt er sýna rússneska hermenn taka sextán úkraínska hermenn sem gáfust upp nærri Pokrovsk af lífi. Execution of Ukrainian prisoners of war by Russians. Pokrovsky Front, 30 of September 2024. https://t.co/9gTxvCzRjN pic.twitter.com/Fb2X8ikjtg— Special Kherson Cat 🐈🇺🇦 (@bayraktar_1love) October 1, 2024 Færri og ekki með næg vopn Vuhledar og Pokrovsk eru ekki einu bæirnir á svæðinu sem Rússar sækja að en það á einnig við Chasiv Yar og Toretsk. Úkraínskir hermenn á svæðinu eru færri en þeir rússnesku og Rússar hafa þar að auki yfirburði þegar kemur að stórskotaliði, drónum og svifsprengjunum skæðu, eins og fram kemur í frétt Wall Street Journal. Þá hefur dregið töluvert úr hergagnasendingum frá Vesturlöndum og ráðamönnum í Úkraínu hefur gengið illa að fá aukningu og að fá leyfi til að nota vestræn vopn til árása í Rússlandi. Slíkar árásir, gætu samkvæmt Úkraínumönnum létt þrýstinginn á víglínunni í austri. Það segjast þeir geta gert með árásum á vopnageymslur þar sem svifsprengjur eru geymdar og flugvelli, þar sem orrustuþoturnar sem bera þessar sprengjur taka á loft, svo eitthvað sé nefnt. AP fréttaveitan segir Rússa varpa nærri því 120 svifsprengjum á degi hverjum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13 Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27 Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Fyrsta heimsókn Rutte til Úkraínu Mark Rutte, nýr framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Hollands, er í heimsókn í Kænugarði í Úkraínu. Þetta er fyrsta opinbera ferð Rutte frá því hann tók við embættinu á þriðjudaginn en hún var ekki opinberuð fyrr en hann var kominn þangað í morgun. 3. október 2024 12:13
Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. 26. september 2024 22:27
Sendir Patriot, svifsprengjur og skotfæri til Úkraínu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag umfangsmikla hernaðaraðstoð til Úkraínu og sagði hann að stuðningurinn ætti að hjálpa Úkraínu að „vinna“ stríðið gegn Rússum. Hann mun seinna í dag fá Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í heimsókn til Hvíta hússins. 26. september 2024 13:18