Innlent

Rjúpna­veiði­tíma­bilið 25 til 58 dagar eftir svæðum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Landinu verður skipt upp í sex veiðisvæði með mislöngum veiðitímabilum.
Landinu verður skipt upp í sex veiðisvæði með mislöngum veiðitímabilum. Umhverfisstofnun

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest tillögur Umhverfisstofnunar um fyrirkomulag rjúpnaveiða árið 2024. 

Frá þessu er greint á vef Umhverfisstofnunar.

Veiðarnar munu fara fram á grundvelli nýs veiðistjórnunarkerfis, þar sem landinu er skipt upp í sex svæði og veiðitímabilið á hverju svæði fyrir sig ákveðið út frá nýjum stofnlíkönum.

Veiðitímabilið hefst 25. október og stendur yfir til 19. nóvember á flestum svæðum en til 26. nóvembers á Vestfjörðum og til 22. desembers á Austurlandi.

Umhverfisstofnun

„Veiðidagar verða heilir og heimilt er að veiða frá og með föstudögum til og með þriðjudögum innan veiðitímabils,“ segir meðal annars í tilkynningu stofnunarinnar.

Þá biðlar Umhverfisstofnun til veiðimanna um að sýna hófsemi við veiðarnar. Mikilvægt sé að allir hagsmunaaðilar komi að því hvatningarátaki. Þá minnir stofnunin á að sölubann á rjúpu sé enn í gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×