„Ennisbandið var slegið af honum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. október 2024 21:59 Kjartan Atli ræðir við sína menn í leikhléi. Vísir/Anton Brink Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftaness var töluvert í sviðsljósinu undir lok leiksins gegn Keflavík. Bekkur Álftnesinga fékk tvær tæknivillur dæmdar á sig í framlengingunni fyrir mótmæli en Álftnesingar þurftu að lúta í gras eftir spennuleik gegn Keflavík. „Við vorum ósáttir með snertinguna þegar Andrew [Jones] var að keyra inn tvisvar. Einu sinni steig einhver á hann þannig að hún fór úr skónum sem ég held að allir hafi séð. Síðan var ennisbandið slegið af honum. Maður er auðvitað líka að reyna að koma sínu máli á framfæri við fórum eflaust aðeins of geyst í þau mál,“ sagði Kjartan Atli um atvikin í framlengingunni. Keflvíkingar sigu fram úr á þessum kafla og tryggðu sér sigurinn. Atvikin sem Kjartan talar um gerast í stöðunni 102-99 fyrir Keflavík og úr blaðamannastúkunni séð var um augljósar villur að ræða og Álftnesingar virtust hafa eitthvað til síns máls. „Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að laga hvernig við sækjum á körfuna. Við brjótum tuttugu og fimm sinnum á þeim og þeir sextán sinnum á okkur. Það er þá bara eitthvað greinilega sem við þurfum að skoða hvernig við ráðumst á körfuna til þess að dómararnir gefi okkur líka víti.“ „Stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks“ Álftnesingar voru í vandræðum í fyrri hálfleik og misstu Keflvíkinga mest tólf stigum fram úr sér. Í þriðja leikhluta náðu þeir hins vegar vopnum sínum og héldu Keflvíkingum í skefjum. „Við vorum ekki nógu góðir framan af leik. Við vorum að rembast við að grípa taktinn í leiknum og hann var þeirra megin í fyrri hálfleik. Mér fannst við gera vel í þriðja að ná taktinum yfir til okkar. Við stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks fannst mér.“ Varnarleikur heimamanna lagaðist í þriðja leikhluta þar sem þeir fengu á sig 18 stig. „Við vorum að tengjast betur í vörninni, það var það sem við ræddum um í hálfleik. Ánægður með seinni hálfleikinn í heild sinni. Svo setja þeir tvo „step back“ þrista af dripplinu. Svo sem ekkert mjög mikið að gera í því og þannig er það bara,“ en þar á Kjartan Atli við tvær þriggja stiga körfur frá Wendell Green sem komu Keflvíkingum í forystu undir lok venjulegs leiktíma. Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan.Vísir/Anton Brink Dúi Þór Jónsson var ekki með liði Álftnesinga í dag en hann var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð. „Hann er bara veikur, greip umgangspest og auðvitað munaði um hann í kvöld. Við gefum honum rými til að ná sér, við eigum Njarðvík næst. Það er svolítil bið í hann og hann hefur nægan tíma til að ná fullum bata.“ Kjartan var ánægður með margt í leik síns liðs en liðið er nýlega búið að gera breytingu á leikmannahópnum og fá David Okeke til liðs við sig. „Ég er mjög ánægður með liðið, finnst við líta vel út. Þetta er fyrsti leikurinn með David Okeke og það var líka, því þú spurðir um byrjunina áðan, við erum að venjast því að hafa hann þarna inni.“ „Nýju mennirnir komu mjög vel inn og mig langar líka að nefna af þessum nýju Viktor Steffensen sem kom inn af bekknum. Hann var að þreyta frumraun sína í efstu deild en það var ekki að sjá á honum, hann var mjög öflugur. Hann gaf okkur aukna orku. Dino [Stipcic] kom líka mjög flottur af bekknum. Góð lið þurfa að hafa leikmenn sem geta stigið upp og breytt leikjum, mér fannst þeir báðir gera það.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
„Við vorum ósáttir með snertinguna þegar Andrew [Jones] var að keyra inn tvisvar. Einu sinni steig einhver á hann þannig að hún fór úr skónum sem ég held að allir hafi séð. Síðan var ennisbandið slegið af honum. Maður er auðvitað líka að reyna að koma sínu máli á framfæri við fórum eflaust aðeins of geyst í þau mál,“ sagði Kjartan Atli um atvikin í framlengingunni. Keflvíkingar sigu fram úr á þessum kafla og tryggðu sér sigurinn. Atvikin sem Kjartan talar um gerast í stöðunni 102-99 fyrir Keflavík og úr blaðamannastúkunni séð var um augljósar villur að ræða og Álftnesingar virtust hafa eitthvað til síns máls. „Það er þá bara eitthvað sem við þurfum að laga hvernig við sækjum á körfuna. Við brjótum tuttugu og fimm sinnum á þeim og þeir sextán sinnum á okkur. Það er þá bara eitthvað greinilega sem við þurfum að skoða hvernig við ráðumst á körfuna til þess að dómararnir gefi okkur líka víti.“ „Stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks“ Álftnesingar voru í vandræðum í fyrri hálfleik og misstu Keflvíkinga mest tólf stigum fram úr sér. Í þriðja leikhluta náðu þeir hins vegar vopnum sínum og héldu Keflvíkingum í skefjum. „Við vorum ekki nógu góðir framan af leik. Við vorum að rembast við að grípa taktinn í leiknum og hann var þeirra megin í fyrri hálfleik. Mér fannst við gera vel í þriðja að ná taktinum yfir til okkar. Við stýrðum stærstum hluta seinni hálfleiks fannst mér.“ Varnarleikur heimamanna lagaðist í þriðja leikhluta þar sem þeir fengu á sig 18 stig. „Við vorum að tengjast betur í vörninni, það var það sem við ræddum um í hálfleik. Ánægður með seinni hálfleikinn í heild sinni. Svo setja þeir tvo „step back“ þrista af dripplinu. Svo sem ekkert mjög mikið að gera í því og þannig er það bara,“ en þar á Kjartan Atli við tvær þriggja stiga körfur frá Wendell Green sem komu Keflvíkingum í forystu undir lok venjulegs leiktíma. Kjartan Atli með leiðbeiningar til sinna manna. Aðstoðarþjálfarinn Hjalti Þór Vilhjálmsson fylgist með fyrir aftan.Vísir/Anton Brink Dúi Þór Jónsson var ekki með liði Álftnesinga í dag en hann var lykilmaður í liðinu á síðustu leiktíð. „Hann er bara veikur, greip umgangspest og auðvitað munaði um hann í kvöld. Við gefum honum rými til að ná sér, við eigum Njarðvík næst. Það er svolítil bið í hann og hann hefur nægan tíma til að ná fullum bata.“ Kjartan var ánægður með margt í leik síns liðs en liðið er nýlega búið að gera breytingu á leikmannahópnum og fá David Okeke til liðs við sig. „Ég er mjög ánægður með liðið, finnst við líta vel út. Þetta er fyrsti leikurinn með David Okeke og það var líka, því þú spurðir um byrjunina áðan, við erum að venjast því að hafa hann þarna inni.“ „Nýju mennirnir komu mjög vel inn og mig langar líka að nefna af þessum nýju Viktor Steffensen sem kom inn af bekknum. Hann var að þreyta frumraun sína í efstu deild en það var ekki að sjá á honum, hann var mjög öflugur. Hann gaf okkur aukna orku. Dino [Stipcic] kom líka mjög flottur af bekknum. Góð lið þurfa að hafa leikmenn sem geta stigið upp og breytt leikjum, mér fannst þeir báðir gera það.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira