Fótbolti

Kristian meiddist | Elías hélt marki Midtjylland hreinu

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kristian Hlynsson er leikmaður Ajax og meiddist í leik gegn Sparta Prag. Elías Ólafsson er aðalmarkvörður dönsku meistaranna sem lögðu Maccabi Tel Aviv.
Kristian Hlynsson er leikmaður Ajax og meiddist í leik gegn Sparta Prag. Elías Ólafsson er aðalmarkvörður dönsku meistaranna sem lögðu Maccabi Tel Aviv.

Níu leikir fóru fram síðdegis í annarri umferð Evrópudeildarinnar. Kristian Hlynsson fór meiddur af velli, Elías Ólafsson hélt hreinu og Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliðinu. 

Íslendingaleikir

Slavia Prag – Ajax 1-1

Kristian Hlynsson var í byrjunarliði Ajax en þurfti að fara af velli rétt fyrir hálfleik. Hann skaut þá að marki og lenti illa undir varnarmanninum sem pressaði hann.

Ajax komst yfir snemma en heimamenn jöfnuðu í seinni hálfleik. Ajax missti svo mann af velli og tókst ekki að setja sigurmarkið.

Maccabi Tel Aviv – Midtjylland 0-2

Elías Ólafsson varði mark Midtjylland og hélt hreinu. Midtjylland er með 4 stig eftir jafntefli 

Real Sociedad – Anderlecht 1-2

Orri Steinn Óskarsson vann sér inn sæti í byrjunarliðinu með tvennu í síðasta leik Sociedad. Hann komst ekki á blað í dag og vék af velli eftir 75 mínútur fyrir Mikel Oyarzabal.

Qarabag – Malmö 1-2

Daníel Tristan Guðjohnsen sat á varamannabekk Malmö allan leikinn.

Aðrir leikir

Lazio – Nice 4-1

Lazio er í efsta sæti deildarinnar með tvo sigra og bestu markatöluna.

Olympiacos – Braga 3-0

RFS – Galatasaray 2-2

Hoffenheim – Dinamo Kiev 2-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×