Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2024 08:04 Karl segir vonir standa til að þrívíddarkortið muni geta gagnast ýmsum aðilum sem til að mynda standa í framkvæmdum. „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. Loftmyndir hafa safnað þrívíðum hæðargögnum eftir loftmyndum í 30 ár og lagt mikla vinnu í það undanfarin ár að þétta líkanið, þannig að upplausnin á 3d.map.is er nú 2,5 metrar. Karl segir gögn í þessum gæðum ekki hafa verið til en þau hafa nú verið birt og eru opin öllum. „Þarna ertu í fyrsta skipti að horfa á allt Ísland í mjög mikilli nákvæmni,“ segir Karl. „Það má líkja þessu við að það sé lagt hálfgert net yfir landið. Möskvastærðin er tveir og hálfur metri og það er eitthvað sem er alveg nýtt.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is Þrívíddarkortið, sem er gagnvirkt, byggir meðal annars á kortum og loftmyndum sem Loftmyndir hafa safnað í gegnum árin og uppfæra reglulega. Karl segir önnur þrívíddarkort gjarnan unnin með gervihnattamyndum en kort Loftmynda er unnið upp úr myndum teknum úr flugvél í um 30 metra hæð, sem geri nákvæmnina og þéttleikann meiri. Það tók Loftmyndir níu ár að ná myndum af landinu öllu, sem eru eins og fyrr segir uppfærðar reglulega og verður þrívíddarkortið uppfært í kjölfarið. Þá er síðan sem nú er komin í loftið hálfgerð beta-útgáfa en Karl segir enn unnið að því að bæta viðmótið. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af Heimaey, unnið á 3d.map.is. Hann segir vonir standa til að þrívíddarkortið muni reynast mörgum vel, bæði til skemmtunar og gagns. „Þetta er mjög spennandi því þetta opnar á þann möguleika að setja alls konar verklegar frmakvæmdir og skipulagsáætlanir sem erfitt er að skilja á hefðbundnum kortum í þrívídd,“ segir Karl. Hann segir gríðarlega mikilvægt að viðhalda gagnagrunnum á borð við þann sem Loftmyndir búa nú að og bendir á að landið sé stöðugt að breytast, bæði af mannavöldum og til dæmis náttúruhamfara. Þá segir hann þrívíddarkortið vonandi munu nýtast aðilum á borð við verkfræðifyrirtækjum og Veðurstofunni en einnig mætti sjá fyrir sér að það gæti nýst björgunaraðilum og fleirum. Vísindi Tækni Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira
Loftmyndir hafa safnað þrívíðum hæðargögnum eftir loftmyndum í 30 ár og lagt mikla vinnu í það undanfarin ár að þétta líkanið, þannig að upplausnin á 3d.map.is er nú 2,5 metrar. Karl segir gögn í þessum gæðum ekki hafa verið til en þau hafa nú verið birt og eru opin öllum. „Þarna ertu í fyrsta skipti að horfa á allt Ísland í mjög mikilli nákvæmni,“ segir Karl. „Það má líkja þessu við að það sé lagt hálfgert net yfir landið. Möskvastærðin er tveir og hálfur metri og það er eitthvað sem er alveg nýtt.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is Þrívíddarkortið, sem er gagnvirkt, byggir meðal annars á kortum og loftmyndum sem Loftmyndir hafa safnað í gegnum árin og uppfæra reglulega. Karl segir önnur þrívíddarkort gjarnan unnin með gervihnattamyndum en kort Loftmynda er unnið upp úr myndum teknum úr flugvél í um 30 metra hæð, sem geri nákvæmnina og þéttleikann meiri. Það tók Loftmyndir níu ár að ná myndum af landinu öllu, sem eru eins og fyrr segir uppfærðar reglulega og verður þrívíddarkortið uppfært í kjölfarið. Þá er síðan sem nú er komin í loftið hálfgerð beta-útgáfa en Karl segir enn unnið að því að bæta viðmótið. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af Heimaey, unnið á 3d.map.is. Hann segir vonir standa til að þrívíddarkortið muni reynast mörgum vel, bæði til skemmtunar og gagns. „Þetta er mjög spennandi því þetta opnar á þann möguleika að setja alls konar verklegar frmakvæmdir og skipulagsáætlanir sem erfitt er að skilja á hefðbundnum kortum í þrívídd,“ segir Karl. Hann segir gríðarlega mikilvægt að viðhalda gagnagrunnum á borð við þann sem Loftmyndir búa nú að og bendir á að landið sé stöðugt að breytast, bæði af mannavöldum og til dæmis náttúruhamfara. Þá segir hann þrívíddarkortið vonandi munu nýtast aðilum á borð við verkfræðifyrirtækjum og Veðurstofunni en einnig mætti sjá fyrir sér að það gæti nýst björgunaraðilum og fleirum.
Vísindi Tækni Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fleiri fréttir Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Sjá meira