Ný tegund svika Heiðrún Jónsdóttir skrifar 3. október 2024 08:01 Glæpahringir sem herja á fólk til að komast yfir aðgangsorð að heimabanka og kortaupplýsingum verða sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðugri. Því gildir það sama um varnaðarorð og góða vísu – þau verða aldrei of oft kveðin. Borið hefur á því að undanförnu að svikarar hringi í fólk og hafi af þeim fé með ýmis konar blekkingum. Það nýjasta er að hringt er úr, að því virðist, íslenskum símanúmerum en svikararnir eru þó enskumælandi. Tilboð þeirra hljóma ansi oft of góð til að vera sönn, og þá er það einmitt málið, þau eru ekki sönn heldur svik. Algengt er að í símtölunum bjóði hinir enskumælandi fjársvikarar upp á fjárfestingatækifæri í rafmynt, eða tilkynni að sá eða sú sem hringt er í, eigi eignir í rafmynt. Þá er fólki boðið að fá greitt fyrir að vera milliliðir í fjárfestingum í rafmynt. Í einhverjum tilvikum hafa svikararnir fengið fólk til að hlaða niður forritum á borð AnyDesk, TeamViewer eða Iperius Remote á tækin sín sem veita svikurunum í kjölfarið fullan aðgang að tækjum viðkomandi. Fólki er því eindregið ráðið gegn því að verða við beiðnum um að sækja þessi forrit eða önnur fyrir snjallsíma eða tölvur. Þá hefur fólk verið platað til að gefa upp leyninúmer rafrænna skilríkja og þannig komast svikahrapparnir inn á heimabanka og geta tæmt reikninga og misnotað kreditkort. Svikarar hafa einnig notað greiðslukortaupplýsingar til að kaupa rafmynt í rafmyntakauphöllum. Með þessu eru fjármunir tapaðir og fólk situr uppi með sárt ennið. Hér eru nokkur varnaðarorð sem eiga við nú sem endranær: Aldrei gefa upp lykilorð inn á rafræn skilríki né staðfesta eitthvað nema vera þess fullviss um hvað er verið að samþykkja. Aldrei samþykkja innskráningar eða aðgerðir í netbanka/appi s.s. millifærslur og kortafærslur nema vera þess fullviss að þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Aldrei samþykkja að hlaða niður forritum eða fara inn á síður sem þið þekkið ekki. Það getur verið að þú sért að veita utanaðkomandi svikara fullan aðgang að símanum þínum. Aldrei gefa upp leyniorð eða kortaupplýsingar. Aldrei samþykkja að verða milliliðir í einhverjum fjármálagerningum sem þið þekkið ekki, jafnvel gegn greiðslu. Aldrei falla fyrir gylliboðum sem eru einfaldlega of góð til að vera sönn. Það eru allar líkur á því að það séu svik. Ef þú færð símtal sem er tortryggilegt, slíttu því hið snarasta. Heiðarleg tortryggni getur borgað sig. Svikarar geta verið afar sannfærandi. Hafðu strax samband við bankann þinn og lögreglu ef þú telur að þú hafir orðið fyrir svikum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir Fjármál heimilisins Netöryggi Mest lesið Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Glæpahringir sem herja á fólk til að komast yfir aðgangsorð að heimabanka og kortaupplýsingum verða sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðugri. Því gildir það sama um varnaðarorð og góða vísu – þau verða aldrei of oft kveðin. Borið hefur á því að undanförnu að svikarar hringi í fólk og hafi af þeim fé með ýmis konar blekkingum. Það nýjasta er að hringt er úr, að því virðist, íslenskum símanúmerum en svikararnir eru þó enskumælandi. Tilboð þeirra hljóma ansi oft of góð til að vera sönn, og þá er það einmitt málið, þau eru ekki sönn heldur svik. Algengt er að í símtölunum bjóði hinir enskumælandi fjársvikarar upp á fjárfestingatækifæri í rafmynt, eða tilkynni að sá eða sú sem hringt er í, eigi eignir í rafmynt. Þá er fólki boðið að fá greitt fyrir að vera milliliðir í fjárfestingum í rafmynt. Í einhverjum tilvikum hafa svikararnir fengið fólk til að hlaða niður forritum á borð AnyDesk, TeamViewer eða Iperius Remote á tækin sín sem veita svikurunum í kjölfarið fullan aðgang að tækjum viðkomandi. Fólki er því eindregið ráðið gegn því að verða við beiðnum um að sækja þessi forrit eða önnur fyrir snjallsíma eða tölvur. Þá hefur fólk verið platað til að gefa upp leyninúmer rafrænna skilríkja og þannig komast svikahrapparnir inn á heimabanka og geta tæmt reikninga og misnotað kreditkort. Svikarar hafa einnig notað greiðslukortaupplýsingar til að kaupa rafmynt í rafmyntakauphöllum. Með þessu eru fjármunir tapaðir og fólk situr uppi með sárt ennið. Hér eru nokkur varnaðarorð sem eiga við nú sem endranær: Aldrei gefa upp lykilorð inn á rafræn skilríki né staðfesta eitthvað nema vera þess fullviss um hvað er verið að samþykkja. Aldrei samþykkja innskráningar eða aðgerðir í netbanka/appi s.s. millifærslur og kortafærslur nema vera þess fullviss að þú sért raunverulega að framkvæma þessar aðgerðir. Aldrei samþykkja að hlaða niður forritum eða fara inn á síður sem þið þekkið ekki. Það getur verið að þú sért að veita utanaðkomandi svikara fullan aðgang að símanum þínum. Aldrei gefa upp leyniorð eða kortaupplýsingar. Aldrei samþykkja að verða milliliðir í einhverjum fjármálagerningum sem þið þekkið ekki, jafnvel gegn greiðslu. Aldrei falla fyrir gylliboðum sem eru einfaldlega of góð til að vera sönn. Það eru allar líkur á því að það séu svik. Ef þú færð símtal sem er tortryggilegt, slíttu því hið snarasta. Heiðarleg tortryggni getur borgað sig. Svikarar geta verið afar sannfærandi. Hafðu strax samband við bankann þinn og lögreglu ef þú telur að þú hafir orðið fyrir svikum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun