Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2024 20:22 Samkvæmt gestinum var niðurfallið í sturtunum stíflað. Myndir sýndu hár í því. Myndin er úr safni. Getty Hótelgestur sem kom hingað til lands og var ósáttur með hótelherbergið sitt, og endaði á að fara úr landi talsvert fyrr en fyrirhugað var, fær ekki endurgreitt. Það er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem vísaði kröfu gestsins frá. Í úrskurði nefndarinnar segir að hótelgesturinn hafi borgað 622,5 evrur, sem jafngildir um hundrað þúsund krónum, til að gista sex nætur á hótelinu, frá 19. til 25. febrúar á þessu ári. Um væri að ræða eins manns herbergi með sameiginlegu baðherbergi og sturtu. Haft er eftir gestinum að þegar hann hafi mætt á gististaðinn hafi hann orðið þess áskynja að engin móttaka væri á staðnum og herbergislykill hans skilinn eftir í hurðinni. Hann hafi fundið upplýsingar á gististaðnum um að hægt væri að hafa samband við rekstraraðila hótelsins í gegnum síma, tölvupóst og samfélagsmiðla. Að kvöldi fyrsta kvöldsins hafi gesturinn ætlað í sturtu, en þá hafi komið í ljós að niðurfall þeirra tveggja sturta sem stóðu til boða væru stífluð. Degi síðar hafi hann aftur ætlað í sturtu en ástandið verið það sama. Hótelgesturinn tók myndir af sturtubotninum, en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nokkur söfnun á hári hafi verið í niðurfallinu. „Velti fyrir mér hvort þið ætlist til að gestir þrífi sturturnar“ Hann sendi tölvupóst á rekstraraðilann um hálffjögurleytið síðdegis annan daginn. Þar óskaði hann eftir því að fá endurgreitt þar sem hann hygðist færa sig á annað hótel. „Halló. Ég verð að láta ykkur vita hversu óánægður ég er með hótelið ykkar. Það sem hefur truflað mig mest er hversu ógeðslegar sturturnar í kjallaranum eru. Mynd fylgir í viðhengi. Ég velti fyrir mér hvort þið ætlist til að gestir þrífi sturturnar. Ef svo er, hvers vegna útvegið þið gestum þá ekki hreingerningarvörur [?] Ég myndi vilja fá að skipta um hótel. Væruð þið til í að endurgreiða mér fyrir þær nætur sem ég átti eftir að gista?“ segir í tölvupóstinum sem hefur verið þýddur yfir á íslensku. Daginn eftir, klukkan sjö um morguninn, tilkynnti gesturinn í öðrum tölvupósti að hann væri farinn af hótelinu. „Ég skildi lykilinn eftir í gættinni. Ég trúi ekki hversu mikið vantar upp á þjónustulund ykkar. Þið megið búast við mjög slæmri umsögn.“ Gesturinn segir að rekstraraðilinn hafi hvorki svarað honum né brugðist við ábendingum um stífluð niðurföll í sturtubotnum. Hann hafi ákveðið að stytta ferðalagið og bókað nýtt flug aftur til síns heima og yfirgefið gististaðinn þann 22. febrúar, þremur dögum eftir að hann kom á hótelið. Sagði ekki sína hlið Málið fór fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa að ósk gestsins, sem líkt og áður segir vildi fá 622,5 evrur endurgreiddar. Hann taldi að rekstraraðili hótelsins hefði vanefnt samning samninginn þeirra á milli þar sem sturtuaðstaðan á hótelinu hefði verið ónothæf. Rekstraraðilinn fékk kost á því að segja frá sinni hlið málsins en gerði það ekki. Því byggði nefndin úrskurð sinn á þeim gögnum og upplýsingum sem komu frá gestinum. Nefndinni þótti myndirnar af sturtubotninum ekki nægja sem sönnun fyrir því að aðbúnaðurinn á gistheimilinu hefði verið svo slægilegur að gesturinn hafi þurft að yfirgefa hótelið og festa kaup á nýju flugi frá Íslandi. Þá var það mat nefndarinnar að gesturinn hafi ekki gefið rekstraraðila hótelsins nægan tíma til að bregðast við. Hann hafi, líkt og áður segir, fyrst kvartað síðdegis á öðrum degi og hann tilkynnt að hann væri að fara eldsnemma morguns daginn eftir. Þar af leiðandi ákvað nefndin að vísa kröfu gestsins frá. Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Neytendur Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar segir að hótelgesturinn hafi borgað 622,5 evrur, sem jafngildir um hundrað þúsund krónum, til að gista sex nætur á hótelinu, frá 19. til 25. febrúar á þessu ári. Um væri að ræða eins manns herbergi með sameiginlegu baðherbergi og sturtu. Haft er eftir gestinum að þegar hann hafi mætt á gististaðinn hafi hann orðið þess áskynja að engin móttaka væri á staðnum og herbergislykill hans skilinn eftir í hurðinni. Hann hafi fundið upplýsingar á gististaðnum um að hægt væri að hafa samband við rekstraraðila hótelsins í gegnum síma, tölvupóst og samfélagsmiðla. Að kvöldi fyrsta kvöldsins hafi gesturinn ætlað í sturtu, en þá hafi komið í ljós að niðurfall þeirra tveggja sturta sem stóðu til boða væru stífluð. Degi síðar hafi hann aftur ætlað í sturtu en ástandið verið það sama. Hótelgesturinn tók myndir af sturtubotninum, en fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nokkur söfnun á hári hafi verið í niðurfallinu. „Velti fyrir mér hvort þið ætlist til að gestir þrífi sturturnar“ Hann sendi tölvupóst á rekstraraðilann um hálffjögurleytið síðdegis annan daginn. Þar óskaði hann eftir því að fá endurgreitt þar sem hann hygðist færa sig á annað hótel. „Halló. Ég verð að láta ykkur vita hversu óánægður ég er með hótelið ykkar. Það sem hefur truflað mig mest er hversu ógeðslegar sturturnar í kjallaranum eru. Mynd fylgir í viðhengi. Ég velti fyrir mér hvort þið ætlist til að gestir þrífi sturturnar. Ef svo er, hvers vegna útvegið þið gestum þá ekki hreingerningarvörur [?] Ég myndi vilja fá að skipta um hótel. Væruð þið til í að endurgreiða mér fyrir þær nætur sem ég átti eftir að gista?“ segir í tölvupóstinum sem hefur verið þýddur yfir á íslensku. Daginn eftir, klukkan sjö um morguninn, tilkynnti gesturinn í öðrum tölvupósti að hann væri farinn af hótelinu. „Ég skildi lykilinn eftir í gættinni. Ég trúi ekki hversu mikið vantar upp á þjónustulund ykkar. Þið megið búast við mjög slæmri umsögn.“ Gesturinn segir að rekstraraðilinn hafi hvorki svarað honum né brugðist við ábendingum um stífluð niðurföll í sturtubotnum. Hann hafi ákveðið að stytta ferðalagið og bókað nýtt flug aftur til síns heima og yfirgefið gististaðinn þann 22. febrúar, þremur dögum eftir að hann kom á hótelið. Sagði ekki sína hlið Málið fór fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa að ósk gestsins, sem líkt og áður segir vildi fá 622,5 evrur endurgreiddar. Hann taldi að rekstraraðili hótelsins hefði vanefnt samning samninginn þeirra á milli þar sem sturtuaðstaðan á hótelinu hefði verið ónothæf. Rekstraraðilinn fékk kost á því að segja frá sinni hlið málsins en gerði það ekki. Því byggði nefndin úrskurð sinn á þeim gögnum og upplýsingum sem komu frá gestinum. Nefndinni þótti myndirnar af sturtubotninum ekki nægja sem sönnun fyrir því að aðbúnaðurinn á gistheimilinu hefði verið svo slægilegur að gesturinn hafi þurft að yfirgefa hótelið og festa kaup á nýju flugi frá Íslandi. Þá var það mat nefndarinnar að gesturinn hafi ekki gefið rekstraraðila hótelsins nægan tíma til að bregðast við. Hann hafi, líkt og áður segir, fyrst kvartað síðdegis á öðrum degi og hann tilkynnt að hann væri að fara eldsnemma morguns daginn eftir. Þar af leiðandi ákvað nefndin að vísa kröfu gestsins frá.
Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Neytendur Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sjá meira