Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2024 14:58 Fram kemur að sprunga hafi myndast í skálinni við handþvott í desember 2023 og sama mánuð hafi eiginmaðurinn sent verslunni tölvupóst og óskað eftir upplýsingum um hvort skálin væri haldin framleiðslugalla. Myndin er úr safni. Getty Brúðhjón sem fengu hrærivél í brúðkaupsgjöf skulu fá nýja glerskál fyrir hrærivélina frá söluaðilanum eftir að sprunga myndaðist í þriðja eða fjórða handþvotti. Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Brúðhjónin vildu meina að skálin væri haldin framleiðslugalla enda hafi skálin engan veginn staðist væntingar og sprunga myndast fljótt. Í úrskurði nefndarinnar má sjá að þann 26. ágúst 2023 hafi hjónin fengið glerskálina fyrir hrærivélina í brúðkaupsgjöf. Glerskálin hafi verið keypt samkvæmt gjafalista þeirra hjóna hjá versluninni þar sem kaupverðið var 16.990 krónur. Fram kemur að sprunga hafi myndast í skálinni við handþvott í desember 2023 og sama mánuð hafi eiginmaðurinn sent verslunni tölvupóst og óskað eftir upplýsingum um hvort skálin væri haldin framleiðslugalla. Töldu skálina ekki í ábyrgð Verslunin leitaði til umboðsaðila skálarframleiðanda á Íslandi og fékk svar nokkrum mánuðum síðar um að verslunin teldi að glerskálin félli ekki undir ábyrgð sína. Verslunin bauð hjónunum þá helmingsafslátt við kaup á nýrri skál, en hjónin féllust ekki á það. Eiginmaðurinn leitaði því til kærunefndarinnar og benti á að skálin hafi aðeins verið notuð og handþvegin þrisvar eða fjórum sinnum frá kaupunum. Benti hann á að á vefsíðu framleiðanda kæmi fram að skálin ætti að þola þvott í uppþvottavél, hitun í örbylgjuofni og gleymslu í frysti. Skálin ætti því að þola ýmislegt, en hann vísaði einnig til umsagna annarra skálareiganda á netinu um að þær brotnuðu auðveldlega. Í varnarorðum verslunarinnar sagði að umboðsmaðurinn teldi að skálin gæti brotnað við ýmsar ytri aðstæður, til dæmis við högg eða hitabreytingar. „Sé til að mynda notað of heitt vatn við uppvask og svo kalt vatn, eða öfugt, geti gler sprungið á sama veg og hafi gerst hjá sóknaraðila.“ Þá sé ekki vitað hvort notkun brúðhjónanna á skálinni „hafi verið eðlileg“. Ekkert bendi til rangrar notkunar hjónanna Ljósmyndir af skálinni voru lagðar fram við meðferð málsins. Kærunefndin tók málið fyrir og segir í niðurstöðukafla sínum að það væri ekkert sem benti til þess að tjónið væri að rekja til rangrar notkunar hjónanna. Gera verði þá kröfu til hluta sem seldir séu að unnt sé að nota þá með hefðbundnum hætti, í samræmi við kynnta eiginleika þeirra. „Hafi glerskálin ekki haft þá eiginleika að þola vel hitabreytingar á vatni við handþvott hennar bar varnaraðila að gera grein fyrir slíkum upplýsingum við kaupin“. Þá geti verslunin ekki borið fyrir sig afstöðu umboðsaðila framleiðanda skálarinnar á Íslandi til málsins enda verslunin bundin af lögum um neytendakaup. Því verði ekki annað séð en að glerskálin hafi verið haldin galla við afhendingu sem olli því að hún entist mun skemur en gera mátti ráð fyrir við kaupin. Verslunin verði því að verða við kröfu hjóanna um afhendingu á nýrri og sambærilegri hrærivélarskál og að sú afhending fari fram án kostnaðar og verulegs óhagræðis fyrir sóknaraðila og innan hæfilegs tíma. Neytendur Brúðkaup Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira
Þetta er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Brúðhjónin vildu meina að skálin væri haldin framleiðslugalla enda hafi skálin engan veginn staðist væntingar og sprunga myndast fljótt. Í úrskurði nefndarinnar má sjá að þann 26. ágúst 2023 hafi hjónin fengið glerskálina fyrir hrærivélina í brúðkaupsgjöf. Glerskálin hafi verið keypt samkvæmt gjafalista þeirra hjóna hjá versluninni þar sem kaupverðið var 16.990 krónur. Fram kemur að sprunga hafi myndast í skálinni við handþvott í desember 2023 og sama mánuð hafi eiginmaðurinn sent verslunni tölvupóst og óskað eftir upplýsingum um hvort skálin væri haldin framleiðslugalla. Töldu skálina ekki í ábyrgð Verslunin leitaði til umboðsaðila skálarframleiðanda á Íslandi og fékk svar nokkrum mánuðum síðar um að verslunin teldi að glerskálin félli ekki undir ábyrgð sína. Verslunin bauð hjónunum þá helmingsafslátt við kaup á nýrri skál, en hjónin féllust ekki á það. Eiginmaðurinn leitaði því til kærunefndarinnar og benti á að skálin hafi aðeins verið notuð og handþvegin þrisvar eða fjórum sinnum frá kaupunum. Benti hann á að á vefsíðu framleiðanda kæmi fram að skálin ætti að þola þvott í uppþvottavél, hitun í örbylgjuofni og gleymslu í frysti. Skálin ætti því að þola ýmislegt, en hann vísaði einnig til umsagna annarra skálareiganda á netinu um að þær brotnuðu auðveldlega. Í varnarorðum verslunarinnar sagði að umboðsmaðurinn teldi að skálin gæti brotnað við ýmsar ytri aðstæður, til dæmis við högg eða hitabreytingar. „Sé til að mynda notað of heitt vatn við uppvask og svo kalt vatn, eða öfugt, geti gler sprungið á sama veg og hafi gerst hjá sóknaraðila.“ Þá sé ekki vitað hvort notkun brúðhjónanna á skálinni „hafi verið eðlileg“. Ekkert bendi til rangrar notkunar hjónanna Ljósmyndir af skálinni voru lagðar fram við meðferð málsins. Kærunefndin tók málið fyrir og segir í niðurstöðukafla sínum að það væri ekkert sem benti til þess að tjónið væri að rekja til rangrar notkunar hjónanna. Gera verði þá kröfu til hluta sem seldir séu að unnt sé að nota þá með hefðbundnum hætti, í samræmi við kynnta eiginleika þeirra. „Hafi glerskálin ekki haft þá eiginleika að þola vel hitabreytingar á vatni við handþvott hennar bar varnaraðila að gera grein fyrir slíkum upplýsingum við kaupin“. Þá geti verslunin ekki borið fyrir sig afstöðu umboðsaðila framleiðanda skálarinnar á Íslandi til málsins enda verslunin bundin af lögum um neytendakaup. Því verði ekki annað séð en að glerskálin hafi verið haldin galla við afhendingu sem olli því að hún entist mun skemur en gera mátti ráð fyrir við kaupin. Verslunin verði því að verða við kröfu hjóanna um afhendingu á nýrri og sambærilegri hrærivélarskál og að sú afhending fari fram án kostnaðar og verulegs óhagræðis fyrir sóknaraðila og innan hæfilegs tíma.
Neytendur Brúðkaup Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Sjá meira