Mótið fer fram í Egyptalandi hvar liðin mættust í fyrri undanúrslitaleik dagsins. Veszprem var með forystuna framan af fyrri hálfleik, yfirleitt um tveimur til þremur mörkum á undan en staðan í hálfleik var 15-13 fyrir þá ungversku.
Veszprem komst fjórum mörkum yfir snemma í síðari hálfleik en Börsungar sóttu í sig veðrið þegar leið á og slóu jafn og þétt á forskot þeirr ungversku. Allt stefndi í sigur Barcelona þegar staðan var 29-27 seint í leiknum en Veszprem skoraði síðustu tvö mörk leiksins, lokatölur 29-29, og framlenging tók við.
Veszprem skoraði fimm af fyrstu sex mörkum framlengingarinnar og sigur liðsins aldrei í hættu. Lokatölur 39-34 fyrir Veszprem sem mætir annað hvort Magdeburg, liði Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar, eða Al Ahly frá Egyptalandi í úrslitum mótsins.
Leikur þeirra liða hefst klukkan 17:00 að íslenskum tíma.