Stofna félag utan um Origo og þrettán önnur rekstrarfélög Árni Sæberg skrifar 1. október 2024 14:35 Ari Daníelsson er forstjóri Origo. Origo Frá og með 1. nóvember mun Skyggnir eignarhaldsfélag taka til starfa og þar með flyst starfsemi Origo sem snýr að rekstrarþjónustu, innviðum og hugbúnaði í aðskilið dótturfélag, Origo ehf. Skyggnir mun fara með hluti í fjórtán rekstrarfélögum. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að tilgangur Origo verði sá sami og hingað til, að skapa betri tækni sem bætir lífið og hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að ná betri árangri með tækninni. Haft er eftir Ara Daníelssyni, forstjóra Origo, að breytingin muni skerpa á hlutverki Origo og efla þjónustu gagnvart viðskiptavinum. Ari verður áfram forstjóri Origo og Skyggni verður alfarið stýrt af þriggja manna stjórn sem skipuð er af eiganda félagsins, framtakssjóðnum Umbreyting II slhf. í rekstri Alfa framtaks. Engin eiginleg starfsemi verður innan Skyggnis heldur verður það aðeins eignarhaldsfélag.Skyggnir Stjórnarmenn verða Gunnar Páll Tryggvason, Árni Jón Pálsson og Sigurður Valtýsson. Betur skilgreint hlutverk Síðan árið 2018 hafi vörumerki Origo gegnt tveimur hlutverkum. Annars vegar sem móðurfélag fjölda dótturfélaga og sem rekstrarfélag með fjölbreytt framboð á sviði upplýsingatækni. Tilgangurinn með skipulagsbreytingunni sé að skilja að starfsemi eignarhaldsfélags og rekstrar. Annars vegar sé þetta gert til að skapa meiri áherslu á vöruþróun og afhendingu lausna og þjónustu hjá Origo. Hins vegar, til að skilgreina betur hlutverk eignarhaldsfélagsins gagnvart rekstrarfélögum þess, samstarfsaðilum og fjárfestum. Tímamót hjá Origo „Þessi breyting eru tímamót hjá Origo og öllum rekstrarfélögum í eigu Skyggnis. Með nýju skipulagi náum við að skerpa betur á hlutverki Origo og hafa rekstur og þjónustu þar í forgrunni. Við einsetjum okkur að vera traustur samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana og að skapa framúrskarandi tæknilausnir sem hjálpa viðskiptavinum okkar að ná árangri,“ er haft eftir Ara. Loks er haft eftir honum að Skyggnir fari með eignarhluti í fjórtán rekstrarfélögum á sviði upplýsingatækni og hafi það hlutverk að koma auga á tækifæri og styðja fyrirtæki í eignasafni sínu til árangurs. Skyggnir mun fara með eignarhluti í fjórtán fyrirtækjum.Skyggnir Sjálfstæð rekstrarfélög í eigu Skyggnis, þar sem Origo ehf. sé stærst, einbeiti sér þannig að viðskiptavinum sínum, vörum og rekstri. Upplýsingatækni Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að tilgangur Origo verði sá sami og hingað til, að skapa betri tækni sem bætir lífið og hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að ná betri árangri með tækninni. Haft er eftir Ara Daníelssyni, forstjóra Origo, að breytingin muni skerpa á hlutverki Origo og efla þjónustu gagnvart viðskiptavinum. Ari verður áfram forstjóri Origo og Skyggni verður alfarið stýrt af þriggja manna stjórn sem skipuð er af eiganda félagsins, framtakssjóðnum Umbreyting II slhf. í rekstri Alfa framtaks. Engin eiginleg starfsemi verður innan Skyggnis heldur verður það aðeins eignarhaldsfélag.Skyggnir Stjórnarmenn verða Gunnar Páll Tryggvason, Árni Jón Pálsson og Sigurður Valtýsson. Betur skilgreint hlutverk Síðan árið 2018 hafi vörumerki Origo gegnt tveimur hlutverkum. Annars vegar sem móðurfélag fjölda dótturfélaga og sem rekstrarfélag með fjölbreytt framboð á sviði upplýsingatækni. Tilgangurinn með skipulagsbreytingunni sé að skilja að starfsemi eignarhaldsfélags og rekstrar. Annars vegar sé þetta gert til að skapa meiri áherslu á vöruþróun og afhendingu lausna og þjónustu hjá Origo. Hins vegar, til að skilgreina betur hlutverk eignarhaldsfélagsins gagnvart rekstrarfélögum þess, samstarfsaðilum og fjárfestum. Tímamót hjá Origo „Þessi breyting eru tímamót hjá Origo og öllum rekstrarfélögum í eigu Skyggnis. Með nýju skipulagi náum við að skerpa betur á hlutverki Origo og hafa rekstur og þjónustu þar í forgrunni. Við einsetjum okkur að vera traustur samstarfsaðili fyrirtækja og stofnana og að skapa framúrskarandi tæknilausnir sem hjálpa viðskiptavinum okkar að ná árangri,“ er haft eftir Ara. Loks er haft eftir honum að Skyggnir fari með eignarhluti í fjórtán rekstrarfélögum á sviði upplýsingatækni og hafi það hlutverk að koma auga á tækifæri og styðja fyrirtæki í eignasafni sínu til árangurs. Skyggnir mun fara með eignarhluti í fjórtán fyrirtækjum.Skyggnir Sjálfstæð rekstrarfélög í eigu Skyggnis, þar sem Origo ehf. sé stærst, einbeiti sér þannig að viðskiptavinum sínum, vörum og rekstri.
Upplýsingatækni Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira