Scholes brjálaður: De Ligt geti ekkert og ten Hag þjálfi liðið varla Valur Páll Eiríksson skrifar 1. október 2024 13:02 Paul Scholes í leik með Manchester United á árum áður. Nordic Photos / Getty Images Paul Scholes, goðsögn hjá Manchester United, vandar Erik ten Hag, þjálfara liðsins, ekki kveðjurnar. Hann segir United-liðið óþjálfað og leikmannakaupin ekki góð. Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt var keyptur til United fyrir 43 milljónir punda í sumar en hefur ekki farið frábærlega af stað. Scholes segir hann engu bæta við United-liðið. „Þegar þú kaupir leikmenn býstu við því að þeir séu töluvert betri en þeir sem þú ert með fyrir. Ég sé enga leikmenn sem bæta miklu við þetta lið,“ segir Scholes um kaup sumarsins en Joshua Zirkzee, Noussair Mazraoui og Manuel Ugarte voru einnig keyptir til Manchester. De Ligt geri ekkert fyrir liðið, sem Harry Maguire, sem var hjá United fyrir, geti ekki gert. „De Ligt hefur komið inn fyrir Maguire, en það er enginn munur þarna á,“ segir Scholes. Aðspurður um það hvort De Ligt væri þó betri en Maguire, segir Scholes: „Nei, alls ekki.“ United tapaði 3-0 fyrir Tottenham um helgina, sem var þriðji leikurinn í röð án sigurs. United á leik við Porto í Evrópudeildinni á fimmtudag og sækir liðið svo Aston Villa heim á sunnudaginn kemur. „Þú veist ekkert hvernig þetta lið ætlar að spila,“ segir Scholes. „Þú hefur ekki hugmynd um hvernig menn nálgast leiki, hvort þeir ætli að sækja hratt, liggja neðarlega eða reyna að halda í boltann. Við höfum enga hugmynd. Þetta lítur út eins og óþjálfað fótboltalið,“ segir Scholes sem virðist kenna ten Hag um ófarirnar. Mikil pressa hefur myndast í kringum hollenska þjálfarann en stjórn Manchester United er sögð standa við bak hans, enn sem komið er. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Fótbolti Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Körfubolti Logi fær ekki seinna markið skráð á sig Fótbolti Valsmenn rufu fjörutíu marka múrinn Handbolti Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Fótbolti Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Fótbolti Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Fótbolti „Við munum læra margt af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Saka fór meiddur út af Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Félögunum refsað en Jackson sleppur Á skotskónum í framrúðubikarnum Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Onana haldið oftast hreinu Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag „Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Ten Hag: Erum allir á sömu blaðsíðu Ótrúleg endurkoma Brighton Forest fékk stig manni færri Markalaust á Villa Park Van Nistelrooy hræddur um að hann verði álitinn hafa stungið Ten Hag í bakið Markaskorarinn Kovačić: „Engir auðveldir leikir í þessari deild“ Óttast að Alisson sé frá næstu vikurnar Pickford bjargaði stigi Meistararnir lentu undir en unnu samt Skytturnar komu til baka gegn Dýrlingunum Sjá meira
Hollenski varnarmaðurinn Matthijs de Ligt var keyptur til United fyrir 43 milljónir punda í sumar en hefur ekki farið frábærlega af stað. Scholes segir hann engu bæta við United-liðið. „Þegar þú kaupir leikmenn býstu við því að þeir séu töluvert betri en þeir sem þú ert með fyrir. Ég sé enga leikmenn sem bæta miklu við þetta lið,“ segir Scholes um kaup sumarsins en Joshua Zirkzee, Noussair Mazraoui og Manuel Ugarte voru einnig keyptir til Manchester. De Ligt geri ekkert fyrir liðið, sem Harry Maguire, sem var hjá United fyrir, geti ekki gert. „De Ligt hefur komið inn fyrir Maguire, en það er enginn munur þarna á,“ segir Scholes. Aðspurður um það hvort De Ligt væri þó betri en Maguire, segir Scholes: „Nei, alls ekki.“ United tapaði 3-0 fyrir Tottenham um helgina, sem var þriðji leikurinn í röð án sigurs. United á leik við Porto í Evrópudeildinni á fimmtudag og sækir liðið svo Aston Villa heim á sunnudaginn kemur. „Þú veist ekkert hvernig þetta lið ætlar að spila,“ segir Scholes. „Þú hefur ekki hugmynd um hvernig menn nálgast leiki, hvort þeir ætli að sækja hratt, liggja neðarlega eða reyna að halda í boltann. Við höfum enga hugmynd. Þetta lítur út eins og óþjálfað fótboltalið,“ segir Scholes sem virðist kenna ten Hag um ófarirnar. Mikil pressa hefur myndast í kringum hollenska þjálfarann en stjórn Manchester United er sögð standa við bak hans, enn sem komið er.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Fótbolti Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Körfubolti Logi fær ekki seinna markið skráð á sig Fótbolti Valsmenn rufu fjörutíu marka múrinn Handbolti Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Fótbolti Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Fótbolti Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Fótbolti „Við munum læra margt af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Saka fór meiddur út af Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Félögunum refsað en Jackson sleppur Á skotskónum í framrúðubikarnum Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Onana haldið oftast hreinu Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag „Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Ten Hag: Erum allir á sömu blaðsíðu Ótrúleg endurkoma Brighton Forest fékk stig manni færri Markalaust á Villa Park Van Nistelrooy hræddur um að hann verði álitinn hafa stungið Ten Hag í bakið Markaskorarinn Kovačić: „Engir auðveldir leikir í þessari deild“ Óttast að Alisson sé frá næstu vikurnar Pickford bjargaði stigi Meistararnir lentu undir en unnu samt Skytturnar komu til baka gegn Dýrlingunum Sjá meira