Fyrirliðinn segir Íslendingaliðið of gott fyrir C-deildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2024 07:03 Fyrirliðinn Krystian Bielik tekur enga fanga. Catherine Ivill/Getty Images Krystian Bielik, fyrirliði enska C-deildarliðsins Birmingham City, er svo sannarlega með munninn fyrir neðan nefið. Hann segir sína menn alltof góða fyrir C-deildina og að eftir hálft ár verði liðið komið upp í B-deildina á nýjan leik. Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted gengu í raðir Birmingham City í sumar eftir að liðið féll niður úr ensku B-deildinni. Liðið hefur farið vel af stað og unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Um helgina lenti liðið 2-0 undir gegn Peterborough United en sneri dæminu við og vann dramatískan 3-2 sigur. Willum Þór hóf endurkomuna. Bielik var til viðtals eftir leik þar sem hann fullyrti að þegar tímabilið 2025-26 færi af stað væri Birmingham deild ofar en nú. „Við finnum alltaf leið til að koma til baka. Við fengum tvö högg í andlitið gegn Peterborough en komum til baka,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði sigurmark leiksins. „Hrós á leikmennina, þjálfarann og þjálfarateymið. Við leggjum hart að okkur til að vinna þessa leiki. Meira að segja þegar hlutirnir falla ekki með okkur þá finnum við leið til að vinna,“ bætti hann við. „Við erum í C-deildinni en ég tel ekki að neinn leikmaður hér sé í C-deildar gæðaflokki, allir eru á hærra getustigi. Eftir sex mánuði verðum við B-deildarlið og allt annað dýr. Við erum auðmjúkir og með fæturna á jörðinni. Við viljum ekki misstíga okkur en í sannleika sagt erum við alltof góðir fyrir ensku C-deildina.“ Willum Þór hefur verið í stóru hlutverki síðan hann gekk til liðs við félagið. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö til viðbótar í sjö leikjum. Bakvörðurinn Alfons hefur komið við söguí fimm leikjum og á enn eftir að leggja upp eða skora. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Fótbolti Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Körfubolti Logi fær ekki seinna markið skráð á sig Fótbolti Valsmenn rufu fjörutíu marka múrinn Handbolti Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Fótbolti Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Fótbolti Van Dijk fékk rautt spjald í kvöld Fótbolti Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Saka fór meiddur út af Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Félögunum refsað en Jackson sleppur Á skotskónum í framrúðubikarnum Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Onana haldið oftast hreinu Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag „Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Ten Hag: Erum allir á sömu blaðsíðu Ótrúleg endurkoma Brighton Forest fékk stig manni færri Markalaust á Villa Park Van Nistelrooy hræddur um að hann verði álitinn hafa stungið Ten Hag í bakið Markaskorarinn Kovačić: „Engir auðveldir leikir í þessari deild“ Óttast að Alisson sé frá næstu vikurnar Pickford bjargaði stigi Meistararnir lentu undir en unnu samt Skytturnar komu til baka gegn Dýrlingunum Sjá meira
Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted gengu í raðir Birmingham City í sumar eftir að liðið féll niður úr ensku B-deildinni. Liðið hefur farið vel af stað og unnið sex af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni. Um helgina lenti liðið 2-0 undir gegn Peterborough United en sneri dæminu við og vann dramatískan 3-2 sigur. Willum Þór hóf endurkomuna. Bielik var til viðtals eftir leik þar sem hann fullyrti að þegar tímabilið 2025-26 færi af stað væri Birmingham deild ofar en nú. „Við finnum alltaf leið til að koma til baka. Við fengum tvö högg í andlitið gegn Peterborough en komum til baka,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði sigurmark leiksins. „Hrós á leikmennina, þjálfarann og þjálfarateymið. Við leggjum hart að okkur til að vinna þessa leiki. Meira að segja þegar hlutirnir falla ekki með okkur þá finnum við leið til að vinna,“ bætti hann við. „Við erum í C-deildinni en ég tel ekki að neinn leikmaður hér sé í C-deildar gæðaflokki, allir eru á hærra getustigi. Eftir sex mánuði verðum við B-deildarlið og allt annað dýr. Við erum auðmjúkir og með fæturna á jörðinni. Við viljum ekki misstíga okkur en í sannleika sagt erum við alltof góðir fyrir ensku C-deildina.“ Willum Þór hefur verið í stóru hlutverki síðan hann gekk til liðs við félagið. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö til viðbótar í sjö leikjum. Bakvörðurinn Alfons hefur komið við söguí fimm leikjum og á enn eftir að leggja upp eða skora.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands gegn Wales: Varamaðurinn Logi maður leiksins eftir ótrúlega innkomu Fótbolti Albert verður ekki kallaður inn í íslenska hópinn Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Wales 2-2 | Logi sem þarf að verða að báli Fótbolti Stefán Árni stríddi Tomma með paparassa myndbandi frá sumrinu Körfubolti Logi fær ekki seinna markið skráð á sig Fótbolti Valsmenn rufu fjörutíu marka múrinn Handbolti Hareide: „Við gerðum skelfileg mistök“ Fótbolti Twitter um leikinn: Haltu bara áfram að skína Logi Fótbolti Van Dijk fékk rautt spjald í kvöld Fótbolti Stefán Teitur og Jón Dagur á leið í bann Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Brighton var nálægt því að deyja um borð í flugvél Saka fór meiddur út af Mazraoui fór í aðgerð vegna hjartavandamála Stjörnulögfræðingur á að bjarga Paqueta frá lífstíðarbanni Milan vill að Zlatan sæki landa sinn frá Manchester Fyrrum leikmaður ÍBV og Sheffield United fannst látinn Leikmaður Chelsea flutti aftur heim til mömmu og pabba Gott fyrir Heimi en áfall fyrir Liverpool Grealish: Ég hefði átt að fara með á EM Félögunum refsað en Jackson sleppur Á skotskónum í framrúðubikarnum Lineker gefur lítið fyrir slúðursögur um framtíð sína Man City og enska úrvalsdeildin segjast bæði hafa borið sigur úr býtum Hætti á samfélagsmiðlum og hættir ekki að skora Onana haldið oftast hreinu Ofurvaramaðurinn Duran fær nýjan sex ára samning Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Ten Hag „Bara lygarar og svindlarar sem segja að hann sé vandamálið“ Man United ekki byrjað verr síðan 1989 Hemp í sögubækurnar og Man City á toppinn Ten Hag: Erum allir á sömu blaðsíðu Ótrúleg endurkoma Brighton Forest fékk stig manni færri Markalaust á Villa Park Van Nistelrooy hræddur um að hann verði álitinn hafa stungið Ten Hag í bakið Markaskorarinn Kovačić: „Engir auðveldir leikir í þessari deild“ Óttast að Alisson sé frá næstu vikurnar Pickford bjargaði stigi Meistararnir lentu undir en unnu samt Skytturnar komu til baka gegn Dýrlingunum Sjá meira