Fundi frestað til morgundags: „Það kostar að vera með fólk í vinnu“ Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 30. september 2024 19:50 Sólveig Anna Jónsdóttir segir morgundinn mikilvægan fyrir áframhaldandi viðræður milli Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Vísir/Arnar Fundi samninganefndar Eflingar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið frestað fram til morgundags. Formaður Eflingar segir að ef mönnunarmódelið verði lagað þá muni félagið ekki láta önnur atriði koma í veg fyrir samninga. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði um helgina að ef ekki þokaðist áfram á samningafundi Eflingar myndi félagið boða til aðgerða. Fréttastofa ræddi við Sólveigu að fundi loknum í kvöld. Hver var niðurstaðan í dag? „Í dag lagði Ríkissáttasemjari til að fundi yrði frestað þangað til á morgun og við í samninganefnd Eflingar féllumst á það vegna þess að hugmyndir og tillögur hafa verið að ganga á milli aðila. Við lítum svo á að það sé þess virði að halda áfram á morgun og sjá hvort það skilar ásættanlegri niðurstöðu.“ Þú hefur talað um að þetta hafi dregist um oft. Er morgundagurinn kaflaskilsdagur? „Já, ég og félagar mínir í samninganefnd eru sammála um það að ef fram kemur ásættanleg tillaga sem snýst um að laga mönnunarmódelið þá eru þau önnur atriði sem út af standa þess eðlis að við getum gengið hratt frá þeim. Ég er ekki að segja að það verði hægt að srifa undir á morgun, alls ekki, en þá verður ekki langt í það ef við leysum þetta vandamál.“ Mönnunarvandinn sé víðast hvar mjög mikill Ég aðeins heyrt í stjórnendum hjúkrunarheimila. Það kannast ekki allt við þennan mönnunarvanda. Hvernig stendur á því? „Ég get svo sem ekki svarað því en auðvitað er ljóst að vandinn er mismikill milli stofnana en hann er mjög raunverulegur og er víðast hvar mjög mikill á milli stofnana. En hann er mjög raunverulegur og víðast hvar mjög mikill. Það hafa verið unnar ítarlegar skýrslur og greiningar á þessari stöðu þannig það er ekki eins og við í Eflingu séum fyrst allra að halda þessu fram. Nú síðast 2021 var svokallaðri Gylfaskýrslu svarað. Þar sést þetta með mjög skýrum hætti og allar niðurstöður þeirrar skýrslu eru í algjöru samræmi við vitnisburð Eflingarfólks sem við höfum verið í samskiptum við.“ Þetta skiptir líka máli fyrir þessi fyrirtæki, yfirleitt einkafyrirtæki eða sameignarfyrirtæki. Það mun auðvitað vera aukinn kostnaður við að ráða fólk. „Að sjálfsögðu, þannig virkar þetta. Það kostar að vera með fólk í vinnu. En við erum hér að halda okkur við mjög hófstilltan launalið þannig við erum ekki fara fram hér með þensluvaldandi kjarasamninga. Það er auðvitað ríkið sem þarf að sjá til þess að það fjármagn sem er sett í þessar stofnanir sé með þeim hætti að hægt sé að láta hlutina ganga upp.“ Og ráða fleira fólk? „Og ráða fleira fólk að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig Anna að lokum. Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. 28. september 2024 13:18 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði um helgina að ef ekki þokaðist áfram á samningafundi Eflingar myndi félagið boða til aðgerða. Fréttastofa ræddi við Sólveigu að fundi loknum í kvöld. Hver var niðurstaðan í dag? „Í dag lagði Ríkissáttasemjari til að fundi yrði frestað þangað til á morgun og við í samninganefnd Eflingar féllumst á það vegna þess að hugmyndir og tillögur hafa verið að ganga á milli aðila. Við lítum svo á að það sé þess virði að halda áfram á morgun og sjá hvort það skilar ásættanlegri niðurstöðu.“ Þú hefur talað um að þetta hafi dregist um oft. Er morgundagurinn kaflaskilsdagur? „Já, ég og félagar mínir í samninganefnd eru sammála um það að ef fram kemur ásættanleg tillaga sem snýst um að laga mönnunarmódelið þá eru þau önnur atriði sem út af standa þess eðlis að við getum gengið hratt frá þeim. Ég er ekki að segja að það verði hægt að srifa undir á morgun, alls ekki, en þá verður ekki langt í það ef við leysum þetta vandamál.“ Mönnunarvandinn sé víðast hvar mjög mikill Ég aðeins heyrt í stjórnendum hjúkrunarheimila. Það kannast ekki allt við þennan mönnunarvanda. Hvernig stendur á því? „Ég get svo sem ekki svarað því en auðvitað er ljóst að vandinn er mismikill milli stofnana en hann er mjög raunverulegur og er víðast hvar mjög mikill á milli stofnana. En hann er mjög raunverulegur og víðast hvar mjög mikill. Það hafa verið unnar ítarlegar skýrslur og greiningar á þessari stöðu þannig það er ekki eins og við í Eflingu séum fyrst allra að halda þessu fram. Nú síðast 2021 var svokallaðri Gylfaskýrslu svarað. Þar sést þetta með mjög skýrum hætti og allar niðurstöður þeirrar skýrslu eru í algjöru samræmi við vitnisburð Eflingarfólks sem við höfum verið í samskiptum við.“ Þetta skiptir líka máli fyrir þessi fyrirtæki, yfirleitt einkafyrirtæki eða sameignarfyrirtæki. Það mun auðvitað vera aukinn kostnaður við að ráða fólk. „Að sjálfsögðu, þannig virkar þetta. Það kostar að vera með fólk í vinnu. En við erum hér að halda okkur við mjög hófstilltan launalið þannig við erum ekki fara fram hér með þensluvaldandi kjarasamninga. Það er auðvitað ríkið sem þarf að sjá til þess að það fjármagn sem er sett í þessar stofnanir sé með þeim hætti að hægt sé að láta hlutina ganga upp.“ Og ráða fleira fólk? „Og ráða fleira fólk að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig Anna að lokum.
Stéttarfélög Tengdar fréttir Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. 28. september 2024 13:18 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Verkfall á hjúkrunarheimilum ef lausn næst ekki á mánudag Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar hótar viðsemjendum sínum í kjaradeilu starfsfólks á hjúkrunarheimilum verkfalli, náist ekki sátt á fundi aðila á mánudag. Finna verður raunverulegar úrbætur á mönnunarvanda hjúkrunarheimila. 28. september 2024 13:18