„Töluverður og alvarlegur“ misbrestur við vinnslu mála Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. september 2024 18:20 Börn að ærslast á ærslabelg í Borgarbyggð. Niðurstöður athugunar GEV sýndu fram á „töluverðan og alvarlegan misbrest við vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar“ á því tímabili sem var til athugunar. Borgarbyggð Brotið var ítrekað gegn málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar, leiðbeiningar til starfsfólks skorti, verkferlar voru óskýrir og samskipti við aðila mála voru ekki í samræmi við lög og reglugerðir. Þetta kemur fram í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) sem gerðu frumkvæðisathugun á þjónustunni. Þar segir að stofnað hafi verið til athugunarinnar í mars 2023 vegna fjölda alvarlegra ábendinga og kvartana sem bárust stofnuninni og sneru að gæðum þjónustunnar. Athugunin var afmörkuð við þjónustu sem veitt var frá 1. janúar 2022 til 1. apríl 2023. Markmiðið hafi verið að kanna vinnubrögð, málsmeðferð og annað sem varpað gæti ljósi á gæði þjónustunnar og hvort hún samræmdist lögum, reglugerðum, reglum og leiðbeiningum sem fylgja skal við vinnslu barnaverndarmála. Töluverður og alvarlegur misbrestur Útdráttur úr skýrslu GEV hefur verið birtur en hún mun ekki birtast í heild sinni vegna persónugreinanlegra upplýsinga í skýrslunni. Margvísleg gögn voru til skoðunar auk þess sem rætt var við starfsfólk og stjórnendur þjónustunnar. Niðurstöður athugunar GEV sýna fram á „töluverðan og alvarlegan misbrest við vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar á tímabilinu er athugunin náði til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að skort hafi skýra verkferla og leiðbeiningar til starfsfólks barnaverndarþjónustunnar, skráningu mála og varðveislu upplýsinga hafi verið verulega ábótavant og skort hafi töluvert á að samskipti og samvinna við aðila máls hafi verið í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Í fjórða lagi segir að ítrekað hafi verið brotið gegn málsmeðferðarreglum við vinnslu mála. Það hafi átt við öll stig málsmeðferðar hvort sem um ræddi meðferð á tilkynningum, ákvörðunum um skipun talsmanns, könnun mála, gerð áætlana um meðferð mála, framkvæmd vistana utan heimilis eða framkvæmd neyðarráðstafana. Ber að vinna að úrbótum á næstu sex mánuðum Á grundvelli niðurstaðna athugunarinnar eru í skýrslu GEV sett fram tilmæli um úrbætur sem barnaverndarþjónustunni ber að vinna að innan sex mánaða. Hins vegar kemur líka fram í tilkynningunni að margþættar umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við þau tilmæli um úrbætur sem lögð eru fram í skýrslunni. Úrbætur hafi verið gerðar á innra eftirliti, verkferlum og leiðbeiningum til starfsfólks. Stöðugildum starfsmanna hefði verið fjölgað og aðgengi bætt að lögmanni með þekkingu á barnaverndarmálum. Einnig kemur fram að unnið sé að því að stofna Barnaverndarþjónustu Vesturlands þar sem Borgarbyggð verði leiðandi sveitarfélag. Borgarbyggð Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) sem gerðu frumkvæðisathugun á þjónustunni. Þar segir að stofnað hafi verið til athugunarinnar í mars 2023 vegna fjölda alvarlegra ábendinga og kvartana sem bárust stofnuninni og sneru að gæðum þjónustunnar. Athugunin var afmörkuð við þjónustu sem veitt var frá 1. janúar 2022 til 1. apríl 2023. Markmiðið hafi verið að kanna vinnubrögð, málsmeðferð og annað sem varpað gæti ljósi á gæði þjónustunnar og hvort hún samræmdist lögum, reglugerðum, reglum og leiðbeiningum sem fylgja skal við vinnslu barnaverndarmála. Töluverður og alvarlegur misbrestur Útdráttur úr skýrslu GEV hefur verið birtur en hún mun ekki birtast í heild sinni vegna persónugreinanlegra upplýsinga í skýrslunni. Margvísleg gögn voru til skoðunar auk þess sem rætt var við starfsfólk og stjórnendur þjónustunnar. Niðurstöður athugunar GEV sýna fram á „töluverðan og alvarlegan misbrest við vinnslu mála hjá barnaverndarþjónustu Borgarbyggðar á tímabilinu er athugunin náði til,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að skort hafi skýra verkferla og leiðbeiningar til starfsfólks barnaverndarþjónustunnar, skráningu mála og varðveislu upplýsinga hafi verið verulega ábótavant og skort hafi töluvert á að samskipti og samvinna við aðila máls hafi verið í samræmi við ákvæði laga og reglugerða. Í fjórða lagi segir að ítrekað hafi verið brotið gegn málsmeðferðarreglum við vinnslu mála. Það hafi átt við öll stig málsmeðferðar hvort sem um ræddi meðferð á tilkynningum, ákvörðunum um skipun talsmanns, könnun mála, gerð áætlana um meðferð mála, framkvæmd vistana utan heimilis eða framkvæmd neyðarráðstafana. Ber að vinna að úrbótum á næstu sex mánuðum Á grundvelli niðurstaðna athugunarinnar eru í skýrslu GEV sett fram tilmæli um úrbætur sem barnaverndarþjónustunni ber að vinna að innan sex mánaða. Hins vegar kemur líka fram í tilkynningunni að margþættar umbætur hafi þegar verið gerðar í samræmi við þau tilmæli um úrbætur sem lögð eru fram í skýrslunni. Úrbætur hafi verið gerðar á innra eftirliti, verkferlum og leiðbeiningum til starfsfólks. Stöðugildum starfsmanna hefði verið fjölgað og aðgengi bætt að lögmanni með þekkingu á barnaverndarmálum. Einnig kemur fram að unnið sé að því að stofna Barnaverndarþjónustu Vesturlands þar sem Borgarbyggð verði leiðandi sveitarfélag.
Borgarbyggð Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lögreglan lýsir eftir Kristínu Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglan lýsir eftir Kristínu Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Sjá meira