Heimamenn kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2024 20:55 Evanilson er loksins kominn á blað en hann kostaði sitt þegar hann kom frá Porto. Mike Hewitt/Getty Images Bournemouth vann Southampton í hálfgerðum nágrannaslag í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Heimamenn gerðu út um leikinn með þremur mörkum í fyrri hálfleik. Evanilson, sem kostaði Bournemouth, metfé er loks kominn á blað en hann kom heimaliðinu yfir á 17. mínútu. Dango Ouattara bætti við öðru marki liðsins á 32. mínútu og Antoine Semenyo því þriðja aðeins sjö mínútum síðar. Lewis Cook með stoðsendinguna í marki tvö og þrjú. Staðan var 3-0 í hálfleik og gerðu gestirnir þrefalda skiptingu í hálfleik til að reyna koma sér inn í leikinn. Það tókst þegar Taylor Harwood-Bellis minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik en að reyndist eina mark hálfleiksins. Lokatölur á Vitality-vellinum 3-1 og Bournemouth komið upp í 11. sæti með 8 stig á meðan Southampton er í 19. sæti með aðeins eitt stig. Enski boltinn Fótbolti
Bournemouth vann Southampton í hálfgerðum nágrannaslag í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Heimamenn gerðu út um leikinn með þremur mörkum í fyrri hálfleik. Evanilson, sem kostaði Bournemouth, metfé er loks kominn á blað en hann kom heimaliðinu yfir á 17. mínútu. Dango Ouattara bætti við öðru marki liðsins á 32. mínútu og Antoine Semenyo því þriðja aðeins sjö mínútum síðar. Lewis Cook með stoðsendinguna í marki tvö og þrjú. Staðan var 3-0 í hálfleik og gerðu gestirnir þrefalda skiptingu í hálfleik til að reyna koma sér inn í leikinn. Það tókst þegar Taylor Harwood-Bellis minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik en að reyndist eina mark hálfleiksins. Lokatölur á Vitality-vellinum 3-1 og Bournemouth komið upp í 11. sæti með 8 stig á meðan Southampton er í 19. sæti með aðeins eitt stig.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti