Neituðu að hafa smyglað tuttugu milljónum sígaretta Árni Sæberg skrifar 30. september 2024 12:20 Ófáir hafa keypt sér sígarettur í Drekanum í gegnum árin. Ætla má að einhverjum þeirra hafi verið smyglað til landsins. Vísir/Vilhelm Tveir sakborninga í máli sem varðar tollalagabrot upp á 741 milljón króna og innflutning á um einni milljón pakka af sígarettum neita sök. Einn sakborninga var erlendis þegar málið var þingfest í morgun og tekur afstöðu til sakarefnis síðar. Þeir Snorri Guðmundsson, sem rekið hefur söluturna undir merkjum Póló, og Sverrir Þór Gunnarsson, eigandi söluturnsins Drekans, mættu í Héraðsdóm Reykjaness í morgun þegar mál á hendur þeim var þingfest. Varðar allt að sex ára fangelsi Þeir sæta ákæru, ásamt þriðja manni, fyrir stórfelld brot gegn tollalögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með því að hafa í sameiningu í níu tilvikum, á árunum 2015 til og með 2018, veitt íslenskum tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar þegar Áfengi og tóbak ehf., flutti inn reyktóbak og vindlinga frá Grand River Enterprises GmbH, Þýskalandi, Overseas Distribution Company N.V., Belgíu og Mac Baren Tobacco Company A/S, Danmörku. Ásmunda Björg Baldursdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi að Snorri og Sverrir Þór hafi neitað sök í morgun. Þriðji maðurinn, starfsmaður flutningafyrirtækisins Thoe shipping, sé erlendis og muni taka afstöðu til sakarefnis á fimmtudag. Aðalmeðferð í málinu hefjist svo í fyrri hluta desember. Brot þau sem mennirnir eru ákærðir fyrir varða allt að sex ára fangelsis og greiðslu sekta að fjárhæð allt að tíföldum aðflutningsgjöldum af því tollverði sem dregið var undan álagningu aðflutningsgjalda. Haldlögðu fjölda Rolex-úra Í ákæru segir að þess sé krafist að allir ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá eru upptökukröfur ákæruvaldsins kræfari en gengur og gerist. Þess er meðal annars krafist að Snorri verði dæmdur til að þola upptöku á helmingshlut hans í þremur eignum, lóð í Bláskógabyggð, húsnæði veitingastaðar í Stykkishólmi og ofangreindu einbýlishúsi í Garðabæ. Þá krefst ákæruvaldið þess að hann sæti upptöku um 133 milljóna króna af fimm reikningnum. Þar á meðal eru tólf milljónir króna sem sambýliskona hans millifærði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu á sjö úrum sem haldlögð voru af héraðssaksóknara við húsleit á heimili þeirra í Garðabæ. Héraðssaksóknari krefst þess sömuleiðis að Sverrir Þór verði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Af milljónunum 55 eru fjörutíu innistæða á reikningi sem lögmannsstofa lagði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu sautján Rolex-úra. Áfengi og tóbak Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Þeir Snorri Guðmundsson, sem rekið hefur söluturna undir merkjum Póló, og Sverrir Þór Gunnarsson, eigandi söluturnsins Drekans, mættu í Héraðsdóm Reykjaness í morgun þegar mál á hendur þeim var þingfest. Varðar allt að sex ára fangelsi Þeir sæta ákæru, ásamt þriðja manni, fyrir stórfelld brot gegn tollalögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með því að hafa í sameiningu í níu tilvikum, á árunum 2015 til og með 2018, veitt íslenskum tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar þegar Áfengi og tóbak ehf., flutti inn reyktóbak og vindlinga frá Grand River Enterprises GmbH, Þýskalandi, Overseas Distribution Company N.V., Belgíu og Mac Baren Tobacco Company A/S, Danmörku. Ásmunda Björg Baldursdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá embætti Héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi að Snorri og Sverrir Þór hafi neitað sök í morgun. Þriðji maðurinn, starfsmaður flutningafyrirtækisins Thoe shipping, sé erlendis og muni taka afstöðu til sakarefnis á fimmtudag. Aðalmeðferð í málinu hefjist svo í fyrri hluta desember. Brot þau sem mennirnir eru ákærðir fyrir varða allt að sex ára fangelsis og greiðslu sekta að fjárhæð allt að tíföldum aðflutningsgjöldum af því tollverði sem dregið var undan álagningu aðflutningsgjalda. Haldlögðu fjölda Rolex-úra Í ákæru segir að þess sé krafist að allir ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá eru upptökukröfur ákæruvaldsins kræfari en gengur og gerist. Þess er meðal annars krafist að Snorri verði dæmdur til að þola upptöku á helmingshlut hans í þremur eignum, lóð í Bláskógabyggð, húsnæði veitingastaðar í Stykkishólmi og ofangreindu einbýlishúsi í Garðabæ. Þá krefst ákæruvaldið þess að hann sæti upptöku um 133 milljóna króna af fimm reikningnum. Þar á meðal eru tólf milljónir króna sem sambýliskona hans millifærði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu á sjö úrum sem haldlögð voru af héraðssaksóknara við húsleit á heimili þeirra í Garðabæ. Héraðssaksóknari krefst þess sömuleiðis að Sverrir Þór verði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Af milljónunum 55 eru fjörutíu innistæða á reikningi sem lögmannsstofa lagði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu sautján Rolex-úra.
Áfengi og tóbak Skattar og tollar Dómsmál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira