Lífið

Flogið þangað sem enginn kemst nema í draumi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jöklarnir eru nokkuð skítugir vegna sandfoks af hálendinu. En brúnleitur ísinn býr þó til litafegurð eftir að hafa verið hulinn ís í hundruð ára.
Jöklarnir eru nokkuð skítugir vegna sandfoks af hálendinu. En brúnleitur ísinn býr þó til litafegurð eftir að hafa verið hulinn ís í hundruð ára. RAX

„Það er auðvelt að gleyma sér og stara á stórbrotin listaverk skriðjöklanna, horfa á með augum fuglsins, fljúga þangað sem engin kemst nema í draumi.“

Þetta segir Ragnar Axelsson ljósmyndari sem upplifði drauminn á flugi yfir Mýrdalsjökul á dögunum. Jökullinn er stórbrotinn í allri sinni dýrð og síbreytilegur eftir því hvernig birtan fellur á hann.

RAX

Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull landsins sem hvílir á mjög eldvirku svæði, sem gaus síðast 1918. Það eru töluverðar líkur á því að eitthvað sé að gerast undir jöklinum, jarðskjálftar minna reglulega á sig, jarðhiti bræðir ísinn og djúpir sigkatlar hafa myndast í Kötluöskjunni með tilheyrandi flóðum í Skálm nýverið. 

RAX

„Er Katla að vakna til lífsins á ný sem og fleiri eldfjöll Íslands sem hafa legið í dvala um langa hríð,“ spyr RAX. 

RAX

Margir skriðjöklar teygja sig út frá megin jöklinum, Entujökull og aðrir jökulsporðar vestan megin í Mýrdalsjökli skríða í átt til Þórsmerkur þar sem þeir bráðna hægt. Þeir eiga sinn furðu heim. Sprungur og allskyns fossar steypast fram af þverhníptum klettabeltum. Fossarnir og hamrabeltin eru að koma í ljós eftir að hafa verið hulin ís í hundruð ára. 

RAX

Jökullinn er frekar skítugur eftir sandfok af hálendinu, brúnleitur ísinn býr samt til litafegurð sem er ótrúleg í haustbirtunni þar sem hann teiknar sín listaverk, á sinn einstaka hátt. 

RAX

Komi til eldgos á vatnasvæði Entujökuls í Kötluöskunni, sem telur þrjú vatnasvæði, myndi jökulhlaup koma niður Markarfljótsaura á milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla. 

RAX

Mestar líkur eru þó á að ef til eldgoss kæmi að hlaup færi niður Kötlujökulinn og út á Mýrdalssand með tilheyrandi íshröngli og risastórum ísjökum á leið til hafs.

RAX
RAX
RAX
RAX


Tengdar fréttir

Ísland með auga fuglsins

Ragnar Axelsson - Raxi - flýgur skýjum ofar og færir okkur áður óséð náttúrufyrirbrigði svo fögur, svo stórfengleg að menn standa agndofa gagnvart fegurð landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×