Flogið þangað sem enginn kemst nema í draumi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2024 10:01 Jöklarnir eru nokkuð skítugir vegna sandfoks af hálendinu. En brúnleitur ísinn býr þó til litafegurð eftir að hafa verið hulinn ís í hundruð ára. RAX „Það er auðvelt að gleyma sér og stara á stórbrotin listaverk skriðjöklanna, horfa á með augum fuglsins, fljúga þangað sem engin kemst nema í draumi.“ Þetta segir Ragnar Axelsson ljósmyndari sem upplifði drauminn á flugi yfir Mýrdalsjökul á dögunum. Jökullinn er stórbrotinn í allri sinni dýrð og síbreytilegur eftir því hvernig birtan fellur á hann. RAX Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull landsins sem hvílir á mjög eldvirku svæði, sem gaus síðast 1918. Það eru töluverðar líkur á því að eitthvað sé að gerast undir jöklinum, jarðskjálftar minna reglulega á sig, jarðhiti bræðir ísinn og djúpir sigkatlar hafa myndast í Kötluöskjunni með tilheyrandi flóðum í Skálm nýverið. RAX „Er Katla að vakna til lífsins á ný sem og fleiri eldfjöll Íslands sem hafa legið í dvala um langa hríð,“ spyr RAX. RAX Margir skriðjöklar teygja sig út frá megin jöklinum, Entujökull og aðrir jökulsporðar vestan megin í Mýrdalsjökli skríða í átt til Þórsmerkur þar sem þeir bráðna hægt. Þeir eiga sinn furðu heim. Sprungur og allskyns fossar steypast fram af þverhníptum klettabeltum. Fossarnir og hamrabeltin eru að koma í ljós eftir að hafa verið hulin ís í hundruð ára. RAX Jökullinn er frekar skítugur eftir sandfok af hálendinu, brúnleitur ísinn býr samt til litafegurð sem er ótrúleg í haustbirtunni þar sem hann teiknar sín listaverk, á sinn einstaka hátt. RAX Komi til eldgos á vatnasvæði Entujökuls í Kötluöskunni, sem telur þrjú vatnasvæði, myndi jökulhlaup koma niður Markarfljótsaura á milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla. RAX Mestar líkur eru þó á að ef til eldgoss kæmi að hlaup færi niður Kötlujökulinn og út á Mýrdalssand með tilheyrandi íshröngli og risastórum ísjökum á leið til hafs. RAX RAX RAX RAX Ljósmyndun Katla Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ísland með auga fuglsins Ragnar Axelsson - Raxi - flýgur skýjum ofar og færir okkur áður óséð náttúrufyrirbrigði svo fögur, svo stórfengleg að menn standa agndofa gagnvart fegurð landsins. 22. september 2024 08:01 Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. 15. september 2024 08:02 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Þetta segir Ragnar Axelsson ljósmyndari sem upplifði drauminn á flugi yfir Mýrdalsjökul á dögunum. Jökullinn er stórbrotinn í allri sinni dýrð og síbreytilegur eftir því hvernig birtan fellur á hann. RAX Mýrdalsjökull er fjórði stærsti jökull landsins sem hvílir á mjög eldvirku svæði, sem gaus síðast 1918. Það eru töluverðar líkur á því að eitthvað sé að gerast undir jöklinum, jarðskjálftar minna reglulega á sig, jarðhiti bræðir ísinn og djúpir sigkatlar hafa myndast í Kötluöskjunni með tilheyrandi flóðum í Skálm nýverið. RAX „Er Katla að vakna til lífsins á ný sem og fleiri eldfjöll Íslands sem hafa legið í dvala um langa hríð,“ spyr RAX. RAX Margir skriðjöklar teygja sig út frá megin jöklinum, Entujökull og aðrir jökulsporðar vestan megin í Mýrdalsjökli skríða í átt til Þórsmerkur þar sem þeir bráðna hægt. Þeir eiga sinn furðu heim. Sprungur og allskyns fossar steypast fram af þverhníptum klettabeltum. Fossarnir og hamrabeltin eru að koma í ljós eftir að hafa verið hulin ís í hundruð ára. RAX Jökullinn er frekar skítugur eftir sandfok af hálendinu, brúnleitur ísinn býr samt til litafegurð sem er ótrúleg í haustbirtunni þar sem hann teiknar sín listaverk, á sinn einstaka hátt. RAX Komi til eldgos á vatnasvæði Entujökuls í Kötluöskunni, sem telur þrjú vatnasvæði, myndi jökulhlaup koma niður Markarfljótsaura á milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla. RAX Mestar líkur eru þó á að ef til eldgoss kæmi að hlaup færi niður Kötlujökulinn og út á Mýrdalssand með tilheyrandi íshröngli og risastórum ísjökum á leið til hafs. RAX RAX RAX RAX
Ljósmyndun Katla Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ísland með auga fuglsins Ragnar Axelsson - Raxi - flýgur skýjum ofar og færir okkur áður óséð náttúrufyrirbrigði svo fögur, svo stórfengleg að menn standa agndofa gagnvart fegurð landsins. 22. september 2024 08:01 Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. 15. september 2024 08:02 Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Ísland með auga fuglsins Ragnar Axelsson - Raxi - flýgur skýjum ofar og færir okkur áður óséð náttúrufyrirbrigði svo fögur, svo stórfengleg að menn standa agndofa gagnvart fegurð landsins. 22. september 2024 08:01
Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Ragnar Axelsson – Raxi – hefur lagst í sérstaka leiðangra en hann flýgur við annan mann yfir óbyggðir Íslands og festir á filmu brot af þeim undrum og furðum sem þar getur að líta. Við hin fáum að njóta afrakstursins því ef Raxi kann eitthvað þá er það þetta að taka myndir. 15. september 2024 08:02