Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2024 08:03 Jimmy Carter að kenna í sunnudagsskóla í kirkju í heimabæ sínum, Plains í Georgíu árið 2015. AP/David Goldman Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. Carter hefur verið í líknandi meðferð frá því í febrúar í fyrra. Það voru engin sérstök veikindi sem leiddu til þess að meðferðin hófst, en Carter hafði þó verið tíður gestur á sjúkrahúsum og var hann sagður þreyttur á því. Hann hafði átt við veikindi og heilsukvilla að stríða og greindist meðal annars með krabbamein í lifur árið 2015. Læknum tókst þó að fjarlægja það. Hann féll einnig nokkrum sinnum árið 2019 og braut meðal annars mjöðm. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi Carter afmæliskveðju á dögunum, þar sem hann fór fögrum orðum um feril hans. On the occasion of former President Jimmy Carter turning 100 on October 1, President Biden honors Carter’s decades of public service and humanitarian work, as well as his hopeful vision of our country and tireless commitment to a better world. https://t.co/jxAhEYqs0T pic.twitter.com/Ke6B29t2Gv— CBS Sunday Morning 🌞 (@CBSSunday) September 29, 2024 Þegar Carter hóf þessa líknandi meðferð bjuggust aðstandendur hans við því að hann myndi fljótt falla frá. Aðstandendur hans höfðu komið saman og kvatt hann en meðferðina hóf hann í húsi í Plains þar sem hann og Rosalynn eiginkona hans höfðu búið í frá árinu 1961. Hún lést þann 19. nóvember 2023. Jason Carter, barnabarn Jimmy Carter, sagði í viðtali við People í síðasta mánuði að afi sinn væri enn við ágætis heilsu, þó hann væri búinn að vera svona lengi á banalegunni. Mikill máttur væri farinn úr honum og hann gæti gert lítið sjálfur en væri meðvitaður um umhverfi sitt, hlægjandi og upplifði heiminn enn eins og hann best gæti. Bjuggu í sama bænum Carter, sem heitir fullu nafni James Earl Carter yngri, er eins og áður hefur komið fram hundrað ára gamall en hann fæddist árið 1924 í bænum Plains í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann varð 39. forseti Bandaríkjanna árið 1977 en sat bara eitt kjörtímabil í Hvíta húsinu. Rosalynn og Jimmy Carter á hnetuakri þeirra í Georgíu árið 1978.AP/Jim Wells Af 45 forsetum Bandaríkjanna er Carter sá sem hefur lifað lengst. Þrátt fyrir að vera hafnað af kjósendum á sínum tíma hefur Carter unnið sér sess í hjarta Bandaríkjamanna með miklum góðgerðastörfum í gegnum árinu. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2002 fyrir og vinnu í að finna friðsamar lausnir á deilum á alþjóðasviðinu, störf í þágu lýðræðis og mannréttinda og fyrir góðgerðastörf sín. Faðir Carter var bóndi og viðskiptamaður og móðir hans var hjúkrunarfræðingur. Biden hjónin heimsóttu Carter hjónin í maí 2021.Carter Center Hann sótti háskóla í Georgíu og síðar háskóla sjóhers Bandaríkjanna en þaðan útskrifaðist hann árið 1946. Sama ár giftust hann og Rosalynn en hún var einnig frá Plains í Georgíu. Carter var í sjóhernum í sjö ár og þjónaði að mestu um borð í kafbátum. Hann sneri aftur til Plains eftir störf sín í sjóhernum, þegar faðir hans dó árið 1953. Carter tók við rekstri bóndabæs föður síns og Rosalynn rak fyrirtæki fjölskyldunnar sem seldi aðföng fyrir bændur. Það var svo árið 1962 sem Carter sneri sér að stjórnmálum í Georgíu en það ár varð hann öldungadeildarþingmaður á þingi ríkisins. Árið 1970 varð Carter ríkisstjóri Georgíu og þaðan fór hann í Hvíta húsið árið 1977, eftir að hann sigraði Gerald Ford í kosningum. Jimmy Carter og Bill Clinton eftir að sá síðarnefndi veitti Carter og Rosalynn eigikonu hans frelsisorðu forseta Bandaríkjanna fyrir hjálparstarf þeirra.AP/John Bazemore Þegar hann settist að í Hvíta húsinu var verðbólga mikil í Bandaríkjunum og mikið atvinnuleysi. Honum tókst ekki að kveða niður verðbólgudrauginn og er það, auk gíslatökunnar í sendiráði Bandaríkjanna í Íran, taldar stærstu ástæður þess að hann náði ekki endurkjöri, samkvæmt síðu hans á vef Hvíta hússins. Ronald Reagan bar þess í stað sigur úr býtum. Gíslunum 52 var sleppt sama dag og Carter yfirgaf Hvíta húsið. Carter afrekaði þó nokkuð í starfi forseta. Hann stækkaði til að mynda mjög þjóðgarðakerfi Bandaríkjanna og stofnaði menntamálaráðuneytið, auk þess sem hann stækkaði umfang velferðarkerfis Bandaríkjanna. Eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið sneri Carter sér að ýmsum öðrum störfum. Hann hefur meðal annars skrifað 32 bækur í gegnum árin og unnið mikið við hjálparstörf í gegnum stofnunin Carter Center, sem þau hjónin stofnuðu árið 1982. Í gegnum þá stofnun hefur Carter unnið að því að reyna að stilla til friðar á átakasvæðum í heiminum og staðið vörð um lýðræði og mannréttindi í heiminum. Þar að auki hefur stofnunin barist gegn dreifingu farsótta í heiminum. Fram til ársins 2020 vörðu þau hjóninn einni viku á hverju ári við að smíða hús fyrir góðgerðarsamtökin Habitat for Humanity. Enginn forseti orðið eldri Eins og áður segir hefur enginn forseti Bandaríkjanna lifað jafn lengi og Carter. John Adams varð níræður, Ronald Reagan varð 93 og George H.W. Bush 94 ára þegar hann féll frá. Carter hefur lifað fjörutíu prósent af líftíma Bandaríkjanna, ef upphafið tekur mið af frelsisyfirlýsingunni 1776. Carter hefur orðið vitni að miklum breytingum í Bandaríkjunum í gegnum árin. Þegar hann fæddist voru Bandaríkjamenn 114 milljónir talsins. Þeir voru 220 milljónir þegar hann varð forseti árið 1977 og eru nú um 330 milljónir. Þrír fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna árið1997. Þarna eru þeir George Bush, Bill Clinton og Jimmy Carter.AP/Greg Gibson Svipaða sögu er að segja af heiminum öllum en árið 1924 er áætlað að um 1,9 milljarðar hafi lifað á jörðinni og þegar Carter varð forseti voru jarðarbúar um 4,36 milljarðar. Í dag er talan komin í 8,1 milljarð. Þessi þróun á ekki við bæinn Plains. Þegar Carter fæddist bjuggu þar færri en fimm hundruð manns en í dag eru þeir um sjö hundruð. Stór hluti hagkerfis bæjarins snýst um Carter og fjölskyldu hans. Bandaríkin Jimmy Carter Tengdar fréttir Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. 18. febrúar 2023 21:04 Jimmy Carter laus við krabbamein Bandaríkjaforsetinn fyrrverandi brást vel við meðferð. 6. desember 2015 17:33 Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. 30. nóvember 2023 16:46 Fagnar afmæli sjö mánuðum eftir að banalegan hófst Þegar Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hóf líknandi meðferð í febrúar, bjuggust aðstandendur hans við því að hann myndi falla frá á næstu dögum. Carter er þó enn á lífi og stefnir á að halda upp á 99 ára afmæli sitt í næstu viku. 22. september 2023 13:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Carter hefur verið í líknandi meðferð frá því í febrúar í fyrra. Það voru engin sérstök veikindi sem leiddu til þess að meðferðin hófst, en Carter hafði þó verið tíður gestur á sjúkrahúsum og var hann sagður þreyttur á því. Hann hafði átt við veikindi og heilsukvilla að stríða og greindist meðal annars með krabbamein í lifur árið 2015. Læknum tókst þó að fjarlægja það. Hann féll einnig nokkrum sinnum árið 2019 og braut meðal annars mjöðm. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sendi Carter afmæliskveðju á dögunum, þar sem hann fór fögrum orðum um feril hans. On the occasion of former President Jimmy Carter turning 100 on October 1, President Biden honors Carter’s decades of public service and humanitarian work, as well as his hopeful vision of our country and tireless commitment to a better world. https://t.co/jxAhEYqs0T pic.twitter.com/Ke6B29t2Gv— CBS Sunday Morning 🌞 (@CBSSunday) September 29, 2024 Þegar Carter hóf þessa líknandi meðferð bjuggust aðstandendur hans við því að hann myndi fljótt falla frá. Aðstandendur hans höfðu komið saman og kvatt hann en meðferðina hóf hann í húsi í Plains þar sem hann og Rosalynn eiginkona hans höfðu búið í frá árinu 1961. Hún lést þann 19. nóvember 2023. Jason Carter, barnabarn Jimmy Carter, sagði í viðtali við People í síðasta mánuði að afi sinn væri enn við ágætis heilsu, þó hann væri búinn að vera svona lengi á banalegunni. Mikill máttur væri farinn úr honum og hann gæti gert lítið sjálfur en væri meðvitaður um umhverfi sitt, hlægjandi og upplifði heiminn enn eins og hann best gæti. Bjuggu í sama bænum Carter, sem heitir fullu nafni James Earl Carter yngri, er eins og áður hefur komið fram hundrað ára gamall en hann fæddist árið 1924 í bænum Plains í Georgíu í Bandaríkjunum. Hann varð 39. forseti Bandaríkjanna árið 1977 en sat bara eitt kjörtímabil í Hvíta húsinu. Rosalynn og Jimmy Carter á hnetuakri þeirra í Georgíu árið 1978.AP/Jim Wells Af 45 forsetum Bandaríkjanna er Carter sá sem hefur lifað lengst. Þrátt fyrir að vera hafnað af kjósendum á sínum tíma hefur Carter unnið sér sess í hjarta Bandaríkjamanna með miklum góðgerðastörfum í gegnum árinu. Hann fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2002 fyrir og vinnu í að finna friðsamar lausnir á deilum á alþjóðasviðinu, störf í þágu lýðræðis og mannréttinda og fyrir góðgerðastörf sín. Faðir Carter var bóndi og viðskiptamaður og móðir hans var hjúkrunarfræðingur. Biden hjónin heimsóttu Carter hjónin í maí 2021.Carter Center Hann sótti háskóla í Georgíu og síðar háskóla sjóhers Bandaríkjanna en þaðan útskrifaðist hann árið 1946. Sama ár giftust hann og Rosalynn en hún var einnig frá Plains í Georgíu. Carter var í sjóhernum í sjö ár og þjónaði að mestu um borð í kafbátum. Hann sneri aftur til Plains eftir störf sín í sjóhernum, þegar faðir hans dó árið 1953. Carter tók við rekstri bóndabæs föður síns og Rosalynn rak fyrirtæki fjölskyldunnar sem seldi aðföng fyrir bændur. Það var svo árið 1962 sem Carter sneri sér að stjórnmálum í Georgíu en það ár varð hann öldungadeildarþingmaður á þingi ríkisins. Árið 1970 varð Carter ríkisstjóri Georgíu og þaðan fór hann í Hvíta húsið árið 1977, eftir að hann sigraði Gerald Ford í kosningum. Jimmy Carter og Bill Clinton eftir að sá síðarnefndi veitti Carter og Rosalynn eigikonu hans frelsisorðu forseta Bandaríkjanna fyrir hjálparstarf þeirra.AP/John Bazemore Þegar hann settist að í Hvíta húsinu var verðbólga mikil í Bandaríkjunum og mikið atvinnuleysi. Honum tókst ekki að kveða niður verðbólgudrauginn og er það, auk gíslatökunnar í sendiráði Bandaríkjanna í Íran, taldar stærstu ástæður þess að hann náði ekki endurkjöri, samkvæmt síðu hans á vef Hvíta hússins. Ronald Reagan bar þess í stað sigur úr býtum. Gíslunum 52 var sleppt sama dag og Carter yfirgaf Hvíta húsið. Carter afrekaði þó nokkuð í starfi forseta. Hann stækkaði til að mynda mjög þjóðgarðakerfi Bandaríkjanna og stofnaði menntamálaráðuneytið, auk þess sem hann stækkaði umfang velferðarkerfis Bandaríkjanna. Eftir að hann yfirgaf Hvíta húsið sneri Carter sér að ýmsum öðrum störfum. Hann hefur meðal annars skrifað 32 bækur í gegnum árin og unnið mikið við hjálparstörf í gegnum stofnunin Carter Center, sem þau hjónin stofnuðu árið 1982. Í gegnum þá stofnun hefur Carter unnið að því að reyna að stilla til friðar á átakasvæðum í heiminum og staðið vörð um lýðræði og mannréttindi í heiminum. Þar að auki hefur stofnunin barist gegn dreifingu farsótta í heiminum. Fram til ársins 2020 vörðu þau hjóninn einni viku á hverju ári við að smíða hús fyrir góðgerðarsamtökin Habitat for Humanity. Enginn forseti orðið eldri Eins og áður segir hefur enginn forseti Bandaríkjanna lifað jafn lengi og Carter. John Adams varð níræður, Ronald Reagan varð 93 og George H.W. Bush 94 ára þegar hann féll frá. Carter hefur lifað fjörutíu prósent af líftíma Bandaríkjanna, ef upphafið tekur mið af frelsisyfirlýsingunni 1776. Carter hefur orðið vitni að miklum breytingum í Bandaríkjunum í gegnum árin. Þegar hann fæddist voru Bandaríkjamenn 114 milljónir talsins. Þeir voru 220 milljónir þegar hann varð forseti árið 1977 og eru nú um 330 milljónir. Þrír fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna árið1997. Þarna eru þeir George Bush, Bill Clinton og Jimmy Carter.AP/Greg Gibson Svipaða sögu er að segja af heiminum öllum en árið 1924 er áætlað að um 1,9 milljarðar hafi lifað á jörðinni og þegar Carter varð forseti voru jarðarbúar um 4,36 milljarðar. Í dag er talan komin í 8,1 milljarð. Þessi þróun á ekki við bæinn Plains. Þegar Carter fæddist bjuggu þar færri en fimm hundruð manns en í dag eru þeir um sjö hundruð. Stór hluti hagkerfis bæjarins snýst um Carter og fjölskyldu hans.
Bandaríkin Jimmy Carter Tengdar fréttir Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. 18. febrúar 2023 21:04 Jimmy Carter laus við krabbamein Bandaríkjaforsetinn fyrrverandi brást vel við meðferð. 6. desember 2015 17:33 Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. 30. nóvember 2023 16:46 Fagnar afmæli sjö mánuðum eftir að banalegan hófst Þegar Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hóf líknandi meðferð í febrúar, bjuggust aðstandendur hans við því að hann myndi falla frá á næstu dögum. Carter er þó enn á lífi og stefnir á að halda upp á 99 ára afmæli sitt í næstu viku. 22. september 2023 13:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Jimmy Carter liggur banaleguna Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er í líknandi meðferð. Hann hefur nýverið varið tíma á sjúkrahúsi en ákvað í dag að verja þeim tíma sem hann á eftir á heimili sínu með fjölskyldu sinni. 18. febrúar 2023 21:04
Jimmy Carter laus við krabbamein Bandaríkjaforsetinn fyrrverandi brást vel við meðferð. 6. desember 2015 17:33
Myndir: Rosalynn Carter kvödd af eiginmanninum til 77 ára Rosalynn Carter, rithöfundur, aktívisti og fyrrverandi forsetafrú var kvödd í gær. Jarðarför hennar fór fram í Maranatha kirkju í heimabæ hennar, smábænum Plains skammt frá Atlanta borg í Georgíu. 30. nóvember 2023 16:46
Fagnar afmæli sjö mánuðum eftir að banalegan hófst Þegar Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hóf líknandi meðferð í febrúar, bjuggust aðstandendur hans við því að hann myndi falla frá á næstu dögum. Carter er þó enn á lífi og stefnir á að halda upp á 99 ára afmæli sitt í næstu viku. 22. september 2023 13:32