Helga Mogensen látin Lovísa Arnardóttir skrifar 30. september 2024 09:13 Helga lætur eftir sig tvær dætur, Ylfu Edith Fenger og Hönnu Eiríksdóttur Mogensen og fimm barnabörn. Aðsend Helga Mogensen matarfrömuður og frumkvöðull lést sunnudaginn 29. september á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sjötíu ára að aldri. Helga Mogensen fæddist á Selfossi 12. apríl 1954 en flutti til Reykjavíkur á unglingsaldri. Foreldrar hennar voru Helge Mogensen mjólkurbúfræðingur og Þórunn Málfríður Jónsdóttir kaupmaður. Helga lætur eftir sig tvær dætur, Ylfu Edith Fenger og Hönnu Eiríksdóttur Mogensen og fimm barnabörn. Í tilkynningu um andlát hennar kemur fram að hún hafi um árabil búið í Danmörku þar sem hún kynntist og tileinkaði sér grænmetisfæði sem og jógaiðkun sem hún stundaði reglulega og kenndi. Auk þess lærði hún þar óhefðbundnar lækningar. Á níunda áratugnum fór Helga til frekara náms í jógafræðum og iðkun á Kripalu-jógastöðinni í Massachusetts í Bandaríkjunum og opnaði seinna jógastöðina Heimsljós ásamt vinum hér heima á Íslandi, og kenndi síðar víða jóga, þar á meðal í Kramhúsinu. „Helga var í hópi helstu brautryðjanda á sviði uppbyggingar og reksturs grænmetisveitingastaða í Reykjavík og má í því samhengi nefna veitingastaðinn Á næstu grösum sem hún ásamt vinum opnaði árið 1978 og rak um árabil, og síðar heilsuveitingastaðina Krúsku og Maður lifandi,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur þar einnig fram að mataruppskriftir hennar hafi notið mikilla vinsælda. Þær hafi birst í matreiðslubókum og á matseðlum veitingahúsa og mötuneyta. „Helga hefur hannað margvíslegar uppskriftir úr íslensku hráefni fyrir garðyrkjubændur og samtök þeirra. Þá rak Helga rak um tíma hádegisverðarþjónustu fyrir vinnustaði og hóf árið 2013 framleiðslu á hollusturéttum undir merkjunum Kræsingar frú Mogensen sem naut mikilla vinsælda um land allt.“ Síðustu árin starfaði Helga á veitingastofu Hringsins á barnaspítalanum við Hringbraut og hlúði þar bæði að starfsfólki og gestum og gangandi með hollustufæði í fyrirrúmi. „Helga ferðaðist um víða veröld, ávallt í leit að aukinni þekkingu og skilningi sem hún margnýtti í starfi sínu og lífi,“ segir að lokum í tilkynningunni. Andlát Veitingastaðir Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira
Helga Mogensen fæddist á Selfossi 12. apríl 1954 en flutti til Reykjavíkur á unglingsaldri. Foreldrar hennar voru Helge Mogensen mjólkurbúfræðingur og Þórunn Málfríður Jónsdóttir kaupmaður. Helga lætur eftir sig tvær dætur, Ylfu Edith Fenger og Hönnu Eiríksdóttur Mogensen og fimm barnabörn. Í tilkynningu um andlát hennar kemur fram að hún hafi um árabil búið í Danmörku þar sem hún kynntist og tileinkaði sér grænmetisfæði sem og jógaiðkun sem hún stundaði reglulega og kenndi. Auk þess lærði hún þar óhefðbundnar lækningar. Á níunda áratugnum fór Helga til frekara náms í jógafræðum og iðkun á Kripalu-jógastöðinni í Massachusetts í Bandaríkjunum og opnaði seinna jógastöðina Heimsljós ásamt vinum hér heima á Íslandi, og kenndi síðar víða jóga, þar á meðal í Kramhúsinu. „Helga var í hópi helstu brautryðjanda á sviði uppbyggingar og reksturs grænmetisveitingastaða í Reykjavík og má í því samhengi nefna veitingastaðinn Á næstu grösum sem hún ásamt vinum opnaði árið 1978 og rak um árabil, og síðar heilsuveitingastaðina Krúsku og Maður lifandi,“ segir í tilkynningunni. Þá kemur þar einnig fram að mataruppskriftir hennar hafi notið mikilla vinsælda. Þær hafi birst í matreiðslubókum og á matseðlum veitingahúsa og mötuneyta. „Helga hefur hannað margvíslegar uppskriftir úr íslensku hráefni fyrir garðyrkjubændur og samtök þeirra. Þá rak Helga rak um tíma hádegisverðarþjónustu fyrir vinnustaði og hóf árið 2013 framleiðslu á hollusturéttum undir merkjunum Kræsingar frú Mogensen sem naut mikilla vinsælda um land allt.“ Síðustu árin starfaði Helga á veitingastofu Hringsins á barnaspítalanum við Hringbraut og hlúði þar bæði að starfsfólki og gestum og gangandi með hollustufæði í fyrirrúmi. „Helga ferðaðist um víða veröld, ávallt í leit að aukinni þekkingu og skilningi sem hún margnýtti í starfi sínu og lífi,“ segir að lokum í tilkynningunni.
Andlát Veitingastaðir Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Sjá meira