Fær Njarðvík frekar stimpilinn? Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2024 23:16 Afturelding losaði Mosfellsbæ við þann stimpil á laugardag, að vera stærsti bær landsins sem aldrei hefði átt lið í efstu deild karla í fótbolta. vísir/Anton Þrátt fyrir að Njarðvík sé ekki sérstaklega tilgreind í tölum Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum landsins, heldur skilgreind sem hluti af Reykjanesbæ, þá er vel hægt að nota aðra skilgreiningu en Hagstofan og segja að Njarðvík sé stærsti byggðakjarni Íslands sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hafði um árabil verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Það breytist með sigri Aftureldingar á Keflvíkingum í úrslitaleik Lengjudeildarumspilsins í gær. Í grein hér á Vísi í morgun var því haldið fram að þar með tæki Hveragerði við stimplinum og að útlit væri fyrir að bærinn hefði hann um langt árabil. En ekki eru allir sammála því að draga skuli upp þessa mynd af blómabænum, og benda á að Njarðvík sé fjölmennari en Hveragerði, sem hún vissulega er. Hagstofan telur Keflavík og Njarðvík saman sem einn byggðakjarna, vegna nálægðar þeirra hvor við aðra, en það er ekki þar með sagt að allir þurfi að gera það. Svo ef að Njarðvíkingar vilja ekki skreyta sig með fjöðrum Keflvíkinga þá taka þeir núna við stimplinum frá Mosfellingum. Samkvæmt gagnatorgi Reykjanesbæjar eru 8.653 íbúar í Njarðvík, og jafnvel þó að skipt væri í Ytri- og Innri-Njarðvík þá búa nógu margir á hvorum stað til að skáka Hveragerði, sem var með 3.264 skráða íbúa í ársbyrjun. Njarðvík hefur það fram yfir Hveragerði að lið Njarðvíkinga virðist mun nær því að láta þann draum rætast að spila í efstu deild karla í fótbolta. Þeir voru aðeins tveimur stigum frá því að komast í umspilið í Lengjudeildinni í ár, og voru reyndar efstir í deildinni eftir níu umferðir. Kannski tekst því Njarðvíkingum með ótvíræðum hætti að festa „stimpilinn“ á Hveragerði, áður en langt um líður. Besta deild karla UMF Njarðvík Hamar Afturelding Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Mosfellsbær, með sína rúmlega 13.000 íbúa, hafði um árabil verið fjölmennasti byggðakjarni landsins sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Það breytist með sigri Aftureldingar á Keflvíkingum í úrslitaleik Lengjudeildarumspilsins í gær. Í grein hér á Vísi í morgun var því haldið fram að þar með tæki Hveragerði við stimplinum og að útlit væri fyrir að bærinn hefði hann um langt árabil. En ekki eru allir sammála því að draga skuli upp þessa mynd af blómabænum, og benda á að Njarðvík sé fjölmennari en Hveragerði, sem hún vissulega er. Hagstofan telur Keflavík og Njarðvík saman sem einn byggðakjarna, vegna nálægðar þeirra hvor við aðra, en það er ekki þar með sagt að allir þurfi að gera það. Svo ef að Njarðvíkingar vilja ekki skreyta sig með fjöðrum Keflvíkinga þá taka þeir núna við stimplinum frá Mosfellingum. Samkvæmt gagnatorgi Reykjanesbæjar eru 8.653 íbúar í Njarðvík, og jafnvel þó að skipt væri í Ytri- og Innri-Njarðvík þá búa nógu margir á hvorum stað til að skáka Hveragerði, sem var með 3.264 skráða íbúa í ársbyrjun. Njarðvík hefur það fram yfir Hveragerði að lið Njarðvíkinga virðist mun nær því að láta þann draum rætast að spila í efstu deild karla í fótbolta. Þeir voru aðeins tveimur stigum frá því að komast í umspilið í Lengjudeildinni í ár, og voru reyndar efstir í deildinni eftir níu umferðir. Kannski tekst því Njarðvíkingum með ótvíræðum hætti að festa „stimpilinn“ á Hveragerði, áður en langt um líður.
Besta deild karla UMF Njarðvík Hamar Afturelding Mest lesið Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Eygló ætlar að losna við loddaralíðan á HM Sport Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira