„Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. september 2024 15:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. aðsend „Engum, sem beitir aðra manneskju ofbeldi, líður vel. Við vitum sem er að aukin vanlíðan ungmenna, samfélagsmiðlanotkun, einmanaleiki, tilgangsleysi, félagsleg einangrun, fíknisjúkdómar og ofbeldi – allt eru þetta hlutir sem tengjast á einn eða annan hátt. Vanlíðan ungs fólks er eitt mikilvægasta málið í okkar samfélagi. Og hún tekur á sig ólíkar myndir, í sumum tilfellum þær dimmustu og sorglegustu hliðar lífsins sjálfs.“ Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni á Haustþingi Viðreisnar fyrir fullum sal í Hlégarði í Mosfellsbæ. Í fréttatilkynningu frá flokknum kemur fram að skráning á þingið hafi gengið vel og að Viðreisn ætli sér að vera í lykilstöðu fyrir komandi kosningabaráttu. Þorgerður skaut föstum skotum að ríkisttjórninni og leiðarahöfundum Morgunblaðsins í ræðu sinni. Hún sagði ríkisstjórnina ekki koma neinu í verk vegna rifrilda. Hún lýsti því yfir að kosningabaráttan væri formlega hafin þó að kosningar séu ekki á dagskrá fyrr en næsta haust að öllu óbreyttu. „Allur tími þessarar ríkisstjórnar fer í innbyrðis erjur, þeirra á milli. Þetta skynjar fólk. Þetta er þjóðinni dýrt spaug. Þið munið kæru vinir - að tíminn er dýrmæt auðlind.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Viðreisnarfólk að bíta í skjaldarrendur og tryggja sér hygli fólksins í landinu með því að minna á hvað flokkurinn stendur fyrir. „Því eins og okkar kona fyrir vestan segir, hún Kamala Harris, við ætlum ekki til baka,“ sagði hún. Þjóðin ráði en ekki leiðarahöfundar hjá Morgunblaðinu Hún minnti á sérstöðu flokksins þegar það kemur að málefnum er varða Evrópusambandið. Hún sagði það risa hagsmunamál og sérstaklega fyrir ungt fólk. Hún sagði valdið vera hjá fólkinu í þjóðinni en ekki hjá leiðarahöfundum Morgunblaðsins. Margmenni á haustþingi Viðreisnar. Jón Gnarr er í forgrunni ljósmyndar. aðsend „Og við viljum vera þjóð meðal þjóða og við treystum þjóðinni til að taka næstu skref til þess, helst fyrir kosningar. Kæru vinir - hér er ég auðvitað að tala um Evrópusambandið. Að við spyrjum þjóðina hvort eigi að halda áfram með aðildarviðræður og klára þær. Að við hættum að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Fáum inntakið á hreint, leyfum þjóðinni að marka sína framtíð en ekki leiðarahöfundum Moggans og öðrum leigupennum.“ „Þenjum ekki út báknið“ Hún sagði grunngildi Viðreisnar vera almenna skynsemi og réttlætiskennd. Hún ítrekaði jafnframt vilja flokksins til að hafa ríkisfjármálin í lagi og frjálslynt stjórnmálastarf. „Að við eigum fyrir því sem við ætlum að eyða. Þenjum ekki út báknið. Við viljum að mikilvægar hugmyndir um einfaldara kerfi og auðveldara líf verði að veruleika. Ég hitti fólk sem hefur áhyggjur af dýrri matarkörfu og áhrifum hennar á heimilisbókhaldið. Sem stendur sig núna að því að taka upp úr matarkörfunni hluti sem það hafði áður efni á. Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna, álagið hjá þeim er mikið og í mörg horn að líta. Þess vegna verðum við að vinna að því að brúa bilið og styðja við þennan mikilvæga hóp samfélagsins með afgerandi hætti. Gleymum ekki að öll mál, öll mál sem við snertum eru fjölskyldumál!“ Fólk virtist í stuði á fundinum.aðsend Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni á Haustþingi Viðreisnar fyrir fullum sal í Hlégarði í Mosfellsbæ. Í fréttatilkynningu frá flokknum kemur fram að skráning á þingið hafi gengið vel og að Viðreisn ætli sér að vera í lykilstöðu fyrir komandi kosningabaráttu. Þorgerður skaut föstum skotum að ríkisttjórninni og leiðarahöfundum Morgunblaðsins í ræðu sinni. Hún sagði ríkisstjórnina ekki koma neinu í verk vegna rifrilda. Hún lýsti því yfir að kosningabaráttan væri formlega hafin þó að kosningar séu ekki á dagskrá fyrr en næsta haust að öllu óbreyttu. „Allur tími þessarar ríkisstjórnar fer í innbyrðis erjur, þeirra á milli. Þetta skynjar fólk. Þetta er þjóðinni dýrt spaug. Þið munið kæru vinir - að tíminn er dýrmæt auðlind.“ Hún sagði mikilvægt fyrir Viðreisnarfólk að bíta í skjaldarrendur og tryggja sér hygli fólksins í landinu með því að minna á hvað flokkurinn stendur fyrir. „Því eins og okkar kona fyrir vestan segir, hún Kamala Harris, við ætlum ekki til baka,“ sagði hún. Þjóðin ráði en ekki leiðarahöfundar hjá Morgunblaðinu Hún minnti á sérstöðu flokksins þegar það kemur að málefnum er varða Evrópusambandið. Hún sagði það risa hagsmunamál og sérstaklega fyrir ungt fólk. Hún sagði valdið vera hjá fólkinu í þjóðinni en ekki hjá leiðarahöfundum Morgunblaðsins. Margmenni á haustþingi Viðreisnar. Jón Gnarr er í forgrunni ljósmyndar. aðsend „Og við viljum vera þjóð meðal þjóða og við treystum þjóðinni til að taka næstu skref til þess, helst fyrir kosningar. Kæru vinir - hér er ég auðvitað að tala um Evrópusambandið. Að við spyrjum þjóðina hvort eigi að halda áfram með aðildarviðræður og klára þær. Að við hættum að rífast um bók sem ekki hefur verið skrifuð. Fáum inntakið á hreint, leyfum þjóðinni að marka sína framtíð en ekki leiðarahöfundum Moggans og öðrum leigupennum.“ „Þenjum ekki út báknið“ Hún sagði grunngildi Viðreisnar vera almenna skynsemi og réttlætiskennd. Hún ítrekaði jafnframt vilja flokksins til að hafa ríkisfjármálin í lagi og frjálslynt stjórnmálastarf. „Að við eigum fyrir því sem við ætlum að eyða. Þenjum ekki út báknið. Við viljum að mikilvægar hugmyndir um einfaldara kerfi og auðveldara líf verði að veruleika. Ég hitti fólk sem hefur áhyggjur af dýrri matarkörfu og áhrifum hennar á heimilisbókhaldið. Sem stendur sig núna að því að taka upp úr matarkörfunni hluti sem það hafði áður efni á. Ég hitti ungt fjölskyldufólk sem er gjörsamlega að kikna, álagið hjá þeim er mikið og í mörg horn að líta. Þess vegna verðum við að vinna að því að brúa bilið og styðja við þennan mikilvæga hóp samfélagsins með afgerandi hætti. Gleymum ekki að öll mál, öll mál sem við snertum eru fjölskyldumál!“ Fólk virtist í stuði á fundinum.aðsend
Viðreisn Fjármál heimilisins Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira