Dortmund kom til baka á meðan AC Milan og Chelsea unnu örugga sigra Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. september 2024 21:37 Dortmund kom til baka í kvöld. EPA-EFE/CHRISTOPHER NEUNDORF Borussia Dortmund kom til baka í þýsku úrvalsdeild karla í fótbolta eftir að lenda 0-2 undir á heimavelli. Karlalið París Saint-Germain vann þá í efstu deild Frakklands á meðan Chelsea skoraði sjö í efstu deild kvenna á Englandi. Dortmund var tveimur mörkum undir um miðbik fyrri hálfleiks en Serhou Guirassy minnkaði muninn áður en gengið var til búningsherbergja. Emre Can jafnaði metin úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Guirassy kom sínum mönnum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Felix Nmecha gulltryggði sigurinn ekki löngu síðar, lokatölur á Signal Iduna Park 4-2. Dortmund er nú með 10 stig í 2. sæti þýsku efstu deildar, tveimur minna en topplið Bayern München sem mætir Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen um helgina. Í Frakklandi vann PSG 3-1 sigur á Rennes. Bradley Barcola skoraði tvö mörk í liði Parísar og Lee Kang-In gerði eitt. PSG er með 16 stig að loknum sex umferðum í Frakklandi en bæði Marseille og Monaco geta jafnað toppliðið að stigum vinni þau sína leiki um helgina. +𝟑 💪✅Merci le Parc ! 👏❤️💙 pic.twitter.com/vaSorNK0BU— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 27, 2024 Á Ítalíu vann AC Milan 3-0 sigur á Lecce. Öll þrjú mörkin komu á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Álvaro Morata skoraði fyrsta markið á 38. mínútu, þremur síðar bætti Theo Hernandez við öðru markinu og Christian Pulisic kláraði dæmið áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. AC Milan er komið upp í 2. sæti Serie A með 11 stig að loknum sex leikjum. Liðið gæti hins vegar fallið niður um fimm sæti þegar umferðinni lýkur en toppbaráttan á Ítalíu er gríðarlega jöfn um þessar mundir. For the badge ❤🖤#MilanLecce pic.twitter.com/p7JSktPKpk— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 27, 2024 Á Englandi vann Chelsea 7-0 sigur á nýliðum Crystal Palace í efstu deild kvenna. Staðan var þó aðeins 1-0 þökk sé marki Agnes Beever-Jones á 38. mínútu. Í upphafi síðari hálfleiks bætti Lucy Bronze við öðru marki gestanna. Lauren James bætti því þriðja við áður en Guro Reiten skoraði tvö en Nathalie Bjorn og Catarina Macario skoruðu eitt hvor. Whoop whoop. 💃 #CFCW pic.twitter.com/Xraf3QuX1H— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 27, 2024 Chelsea hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu og hefur nú skorað átta mörk án þess að fá á sig mark. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Dortmund var tveimur mörkum undir um miðbik fyrri hálfleiks en Serhou Guirassy minnkaði muninn áður en gengið var til búningsherbergja. Emre Can jafnaði metin úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Guirassy kom sínum mönnum yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka og Felix Nmecha gulltryggði sigurinn ekki löngu síðar, lokatölur á Signal Iduna Park 4-2. Dortmund er nú með 10 stig í 2. sæti þýsku efstu deildar, tveimur minna en topplið Bayern München sem mætir Þýskalandsmeisturum Bayer Leverkusen um helgina. Í Frakklandi vann PSG 3-1 sigur á Rennes. Bradley Barcola skoraði tvö mörk í liði Parísar og Lee Kang-In gerði eitt. PSG er með 16 stig að loknum sex umferðum í Frakklandi en bæði Marseille og Monaco geta jafnað toppliðið að stigum vinni þau sína leiki um helgina. +𝟑 💪✅Merci le Parc ! 👏❤️💙 pic.twitter.com/vaSorNK0BU— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) September 27, 2024 Á Ítalíu vann AC Milan 3-0 sigur á Lecce. Öll þrjú mörkin komu á fimm mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiks. Álvaro Morata skoraði fyrsta markið á 38. mínútu, þremur síðar bætti Theo Hernandez við öðru markinu og Christian Pulisic kláraði dæmið áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. AC Milan er komið upp í 2. sæti Serie A með 11 stig að loknum sex leikjum. Liðið gæti hins vegar fallið niður um fimm sæti þegar umferðinni lýkur en toppbaráttan á Ítalíu er gríðarlega jöfn um þessar mundir. For the badge ❤🖤#MilanLecce pic.twitter.com/p7JSktPKpk— Lega Serie A (@SerieA_EN) September 27, 2024 Á Englandi vann Chelsea 7-0 sigur á nýliðum Crystal Palace í efstu deild kvenna. Staðan var þó aðeins 1-0 þökk sé marki Agnes Beever-Jones á 38. mínútu. Í upphafi síðari hálfleiks bætti Lucy Bronze við öðru marki gestanna. Lauren James bætti því þriðja við áður en Guro Reiten skoraði tvö en Nathalie Bjorn og Catarina Macario skoruðu eitt hvor. Whoop whoop. 💃 #CFCW pic.twitter.com/Xraf3QuX1H— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) September 27, 2024 Chelsea hefur unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu og hefur nú skorað átta mörk án þess að fá á sig mark.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Franski boltinn Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira