Markvarslan Alisson í blóð borin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2024 07:00 Alisson er án efa einn besti markvörður heims. EPA-EFE/PETER POWELL Alisson Becker, markvörður Liverpool og Brasilíu, segir titla ekki vera sína helstu hvatningu en segja má að markvarsla sé honum í blóð borin. Segja má að markvarsla sé fjölskylduáhugamál en eldri bróðirinn Muriel hóf feril sinn sem markvörður hjá Internacional. Átti það eftir að hafa mikil áhrif á Alisson. Móðir þeirra, Magali Lino de Souza Becker, lék lengi vel sem handboltamarkvörður. Faðir þeirra bræðra heitinn, Jose Agostinho Becker, var markvörður fyrir vinnustað sinn og langafi þeirra var markvörður fyrir áhugamannalið á árum áður. Alisson "will always be thankful" for the love and support he was shown when he lost his dad."I miss him every day" ❤#BBCFootball pic.twitter.com/z1Jo5r8meG— Match of the Day (@BBCMOTD) September 27, 2024 Þrátt fyrir allt þetta reyndi Muriel að tala Alisson til og koma í veg fyrir að yngri bróðirinn yrði markvörður. Alisson lét ekki til segjast og sér ekki eftir því í dag. Hann var til viðtals í þættinum Football Focus. Ræddi hann þar við Joe Hart, fyrrverandi markvörð Manchester City, Celtic og enska landsliðsins. „Bróðir minn vissi hversu erfitt það er að vera markvörður og hann sagði mér að spila sem framherji eða annars staðar á vellinum því það væri of mikil þjáning fólgin í því að vera markvörður.“ Alisson sagðist hafa reynt fyrir sér á miðri miðjunni en það hafi aðeins tekið eina æfingu að sjá að það væri ekki fyrir hann. „Ég naut þess að horfa á Muriel milli stanganna. Sjá hann skutla sér og verja boltann. Ég valdi að gera það sama og ég elska að vera markvörður.“ Hvað fyrirmyndir varða sem eru ekki bundnar honum fjölskylduböndum þá sagðist Alisson horfa upp til samlanda síns Claudio Taffarel, ítölsku goðsagnarinnar Gianluigi Buffon sem og þýska risans Manuel Neuer sem er enn að spila með Bayern München. Alisson til mikillar gleði hóf Taffarel störf hjá Liverpool árið 2021. „Ég vill æfa vel og mikið ,hann veit það. Við eigum í góðu vinasambandi og það lætur okkur leggja enn harðar að okkur. Hann hjálpar mér mikið og við skiljum hvorn annan. hann er fyrirmynd sem persónu og ég tel mig heppinn að hafa hann í mínu horni.“ Titlar ekki helsta hvatningin Hinn 31 árs gamli Alisson hóf ferilinn hjá Internacional, fór þaðan til Roma á Ítalíu og svo til Liverpool árið 2018. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina, HM félagsliða og enska deildarbikarinn. Hann er trúaður og þakkar trúarlegu uppeldi sínu sem og vinnusiðfræði árangur sinn á vellinum. „Mín helsta hvatning eru ekki titlarnir, hvatning mín kemur að innan. Trú mín lætur mig leggja hart að mér. Ég vil vera sá besti í því sem ég geri því ég trúi að allt sem trúi sé hrós til Guðs. Að vinna titla og verðlaun gerir mig glaðan en hvatning mín kemur að innan og frá fjölskyldu minni.“ 🗣️ "We think he is [back]. He trained yesterday as part of our session with the group"Liverpool boss Arne Slot says Alisson should be available for their clash with Wolves 🔴 pic.twitter.com/jRNigVzdTC— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 27, 2024 Í lokin á viðtalinu kemur fram að Arne Slot vilji hafa Alisson meira í æfingum með liðinu svo hann sé betri í að spila út. Það er eitthvað sem Brasilíumaðurinn er ánægður með. „Hann er klár þjálfari og hefur hjálpað okkur mikið. Þú sérð hvernig við erum að spila nú. Við erum með gott leikplan og erum að fara í rétta átt.“ Að endingu sagðist Alisson vera 100 prósent skuldbundinn Liverpool en hann var orðaður við Sádi-Arabíu í sumar og þá keypti Liverpool nýjan markvörð. Ef til vill þarf sá að bíða lengur eftir að taka við sem aðalmarkvörður þar sem Alisson virðist ekki vera að fara neitt. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira
Segja má að markvarsla sé fjölskylduáhugamál en eldri bróðirinn Muriel hóf feril sinn sem markvörður hjá Internacional. Átti það eftir að hafa mikil áhrif á Alisson. Móðir þeirra, Magali Lino de Souza Becker, lék lengi vel sem handboltamarkvörður. Faðir þeirra bræðra heitinn, Jose Agostinho Becker, var markvörður fyrir vinnustað sinn og langafi þeirra var markvörður fyrir áhugamannalið á árum áður. Alisson "will always be thankful" for the love and support he was shown when he lost his dad."I miss him every day" ❤#BBCFootball pic.twitter.com/z1Jo5r8meG— Match of the Day (@BBCMOTD) September 27, 2024 Þrátt fyrir allt þetta reyndi Muriel að tala Alisson til og koma í veg fyrir að yngri bróðirinn yrði markvörður. Alisson lét ekki til segjast og sér ekki eftir því í dag. Hann var til viðtals í þættinum Football Focus. Ræddi hann þar við Joe Hart, fyrrverandi markvörð Manchester City, Celtic og enska landsliðsins. „Bróðir minn vissi hversu erfitt það er að vera markvörður og hann sagði mér að spila sem framherji eða annars staðar á vellinum því það væri of mikil þjáning fólgin í því að vera markvörður.“ Alisson sagðist hafa reynt fyrir sér á miðri miðjunni en það hafi aðeins tekið eina æfingu að sjá að það væri ekki fyrir hann. „Ég naut þess að horfa á Muriel milli stanganna. Sjá hann skutla sér og verja boltann. Ég valdi að gera það sama og ég elska að vera markvörður.“ Hvað fyrirmyndir varða sem eru ekki bundnar honum fjölskylduböndum þá sagðist Alisson horfa upp til samlanda síns Claudio Taffarel, ítölsku goðsagnarinnar Gianluigi Buffon sem og þýska risans Manuel Neuer sem er enn að spila með Bayern München. Alisson til mikillar gleði hóf Taffarel störf hjá Liverpool árið 2021. „Ég vill æfa vel og mikið ,hann veit það. Við eigum í góðu vinasambandi og það lætur okkur leggja enn harðar að okkur. Hann hjálpar mér mikið og við skiljum hvorn annan. hann er fyrirmynd sem persónu og ég tel mig heppinn að hafa hann í mínu horni.“ Titlar ekki helsta hvatningin Hinn 31 árs gamli Alisson hóf ferilinn hjá Internacional, fór þaðan til Roma á Ítalíu og svo til Liverpool árið 2018. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, ensku bikarkeppnina, HM félagsliða og enska deildarbikarinn. Hann er trúaður og þakkar trúarlegu uppeldi sínu sem og vinnusiðfræði árangur sinn á vellinum. „Mín helsta hvatning eru ekki titlarnir, hvatning mín kemur að innan. Trú mín lætur mig leggja hart að mér. Ég vil vera sá besti í því sem ég geri því ég trúi að allt sem trúi sé hrós til Guðs. Að vinna titla og verðlaun gerir mig glaðan en hvatning mín kemur að innan og frá fjölskyldu minni.“ 🗣️ "We think he is [back]. He trained yesterday as part of our session with the group"Liverpool boss Arne Slot says Alisson should be available for their clash with Wolves 🔴 pic.twitter.com/jRNigVzdTC— Sky Sports News (@SkySportsNews) September 27, 2024 Í lokin á viðtalinu kemur fram að Arne Slot vilji hafa Alisson meira í æfingum með liðinu svo hann sé betri í að spila út. Það er eitthvað sem Brasilíumaðurinn er ánægður með. „Hann er klár þjálfari og hefur hjálpað okkur mikið. Þú sérð hvernig við erum að spila nú. Við erum með gott leikplan og erum að fara í rétta átt.“ Að endingu sagðist Alisson vera 100 prósent skuldbundinn Liverpool en hann var orðaður við Sádi-Arabíu í sumar og þá keypti Liverpool nýjan markvörð. Ef til vill þarf sá að bíða lengur eftir að taka við sem aðalmarkvörður þar sem Alisson virðist ekki vera að fara neitt.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Fleiri fréttir Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Sjá meira