Marta hafnar því alfarið að hafa ítrekað sest í stól Hildar Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 15:46 Ólaf Skaftadóttir hafði sérkennilega sögu að segja af viðskiptum borgarfulltrúanna Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Björnsdóttur. Sem vísar til klofnings í borgarstjórnarflokknum. Marta segir þetta uppspuna sem fái engan veginn staðist. vísir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir frásögn af því að hún hafi lagt undir sig sæti Hildar Björnsdóttur í Ráðhúsinu uppspuna og fjarstæðu, bull og firru. Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og mágkona Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, er með hlaðvarp ásamt Kristínu Gunnarsdóttur hönnuði sem þær kalla Komið gott. Í nýjasta þætti segir Ólöf sérkennilega sögu af köldu stríði þeirra Mörtu og Hildar. Sem sagt þá að Marta hafi, á síðasta kjörtímabili, stundað það að skipta um miða á stól sem merktur var Hildi og þá sest í sæti Hildar. Sem mátti þá gera sér að góðu að sitja á öðrum bekk. „Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Frásögnin tengist því að svo virðist sem borgarstjórnarminnihlutinn er klofinn í afstöðu sinni til samgöngusáttmálans og Borgarlínu. Varamaður Hildar greiddi atkvæði með samgöngusáttmála við afgreiðslu málsins á meðan aðrir greiddu atkvæði á móti auk þess sem einn sat hjá. Eða með orðum Ólafar í hlaðvarpinu: „Það var sem sagt búið að merkja henni sæti í fremstu röð við hliðina á Eyþóri. Hildur mætir á fundinn. Þá situr Marta í sætinu hennar og nafnið hennar komið á sæti fyrir aftan,“ segir Ólöf og heldur áfram: „Hildur vissi alveg að hún átti að sitja þar, en svo gerist þetta aftur. Hildur vill ekki vera með neitt uppistand en spyr á skrifstofu borgarstjórnar hvernig þetta sé eiginlega með sætin? Og þá kemur í ljós að þau eru búin að líma skilmerkilega merkimiða, Hildur Björnsdóttir, og þetta sé sæti Hildar. Á fremstu röð. Þá hafði Marta mætt snemma og plokkað af miðana.“ Og enn gerist þetta á þriðja fundi. „Aftur er Marta búin að rífa af merkið hennar. Hildur spyr: Marta, getur verið að þú sért í sætinu mínu? Og þá svaraði Marta: Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Katrín Atladóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í færslu á X staðfesta allt sem komi fram í þættinum um fyrrverandi félaga sína í borginni. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 „Ertu að grínast?“ Vísir bar þessa frásögn undir Mörtu og hún kom af fjöllum: „Ertu að grínast? Fyrir það fyrsta eru stólar ekki merktir með límmiðum. Í borgarstjórnarsalnum er okkur úthlutað sætum og hver situr í sínum sætum. Þetta er algerlega úr lausu lofti gripið. Þetta er svo barnalegt að ég hef ekki heyrt annað eins,“ segir Marta sem segist ekki vita hvort hún eigi að hlæja eða gráta. „Ég vísa þessu algerlega á bug.“ Marta segist engin svör hafa við spurningum um hvort ágreiningur sé milli hennar og Hildar, borgarfulltrúar ræði ekki opinberlega það sem fram fari á trúnaðarfundum flokksins. Ekki náðist í Hildi við vinnslu fréttarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og mágkona Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, er með hlaðvarp ásamt Kristínu Gunnarsdóttur hönnuði sem þær kalla Komið gott. Í nýjasta þætti segir Ólöf sérkennilega sögu af köldu stríði þeirra Mörtu og Hildar. Sem sagt þá að Marta hafi, á síðasta kjörtímabili, stundað það að skipta um miða á stól sem merktur var Hildi og þá sest í sæti Hildar. Sem mátti þá gera sér að góðu að sitja á öðrum bekk. „Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Frásögnin tengist því að svo virðist sem borgarstjórnarminnihlutinn er klofinn í afstöðu sinni til samgöngusáttmálans og Borgarlínu. Varamaður Hildar greiddi atkvæði með samgöngusáttmála við afgreiðslu málsins á meðan aðrir greiddu atkvæði á móti auk þess sem einn sat hjá. Eða með orðum Ólafar í hlaðvarpinu: „Það var sem sagt búið að merkja henni sæti í fremstu röð við hliðina á Eyþóri. Hildur mætir á fundinn. Þá situr Marta í sætinu hennar og nafnið hennar komið á sæti fyrir aftan,“ segir Ólöf og heldur áfram: „Hildur vissi alveg að hún átti að sitja þar, en svo gerist þetta aftur. Hildur vill ekki vera með neitt uppistand en spyr á skrifstofu borgarstjórnar hvernig þetta sé eiginlega með sætin? Og þá kemur í ljós að þau eru búin að líma skilmerkilega merkimiða, Hildur Björnsdóttir, og þetta sé sæti Hildar. Á fremstu röð. Þá hafði Marta mætt snemma og plokkað af miðana.“ Og enn gerist þetta á þriðja fundi. „Aftur er Marta búin að rífa af merkið hennar. Hildur spyr: Marta, getur verið að þú sért í sætinu mínu? Og þá svaraði Marta: Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Katrín Atladóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í færslu á X staðfesta allt sem komi fram í þættinum um fyrrverandi félaga sína í borginni. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 „Ertu að grínast?“ Vísir bar þessa frásögn undir Mörtu og hún kom af fjöllum: „Ertu að grínast? Fyrir það fyrsta eru stólar ekki merktir með límmiðum. Í borgarstjórnarsalnum er okkur úthlutað sætum og hver situr í sínum sætum. Þetta er algerlega úr lausu lofti gripið. Þetta er svo barnalegt að ég hef ekki heyrt annað eins,“ segir Marta sem segist ekki vita hvort hún eigi að hlæja eða gráta. „Ég vísa þessu algerlega á bug.“ Marta segist engin svör hafa við spurningum um hvort ágreiningur sé milli hennar og Hildar, borgarfulltrúar ræði ekki opinberlega það sem fram fari á trúnaðarfundum flokksins. Ekki náðist í Hildi við vinnslu fréttarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira