Hlaut varanlegan skaða vegna myglu en fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 27. september 2024 15:58 Hús Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 hefur verið til eintómra vandræða undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Orkuveitan hefur verið sýknuð af öllum kröfum konu sem starfaði hjá fyrirtækinu en þurfti að hætta vegna veikinda af völdum myglu. Landsréttur taldi Orkuveituna hafa gripið til nægra ráðstafana með því að færa starfsmenn úr þeim hluta Orkuveituhússins sem var myglaður. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl í fyrra. Í dóminum segir að konan hefði krafist þess að bótaskylda Orkuveitunnar yrði viðurkennd vegna heilsutjóns sem hún hefði orðið fyrir 2014 til 2017 sökum myglu í húsnæði Orkuveitunnar. Varð fyrir óafturkræfum skaða Í dómi Landsréttar segir að með vísan til forsendna dóms héraðsdóms væri staðfest sú niðurstaða að leggja bæri til grundvallar fyrirliggjandi matsgerð um að konan hefði orðið fyrir varanlegum heilsubresti við vinnu sína í húsnæði Orkuveitunnar vegna áhrifa frá myglu og að rétt væri að miða við að það hefði gerst áður en konan hafi, ásamt öðrum starfsmönnum sama sviðs, verið flutt til í húsnæðinu í september árið 2015 í kjölfar þess að mygla greindist þar. Yrði hvergi ráðið af gögnum málsins að mygla hefði greinst á öðrum stöðum í húsnæðinu þar sem konan hefði haft viðveru eftir það tímamark. Yrði samkvæmt því ekki unnt að fallast á þá málsástæðu að hún hefði jafnframt orðið fyrir áhrifum myglu annars staðar í húsnæðinu eftir september 2015. Væru því engin efni til að líta svo á að tilflutningur fyrrgreindra starfsmanna úr þeim hluta húsnæðisins þar sem mygla fannst í september 2015 hefði verið ófullnægjandi ráðstöfun af hálfu Orkuveitunnar miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir um eðli og umfang myglunnar. Hefðu ekki þurft að bregðast við fyrr Þá hafi Landsréttur ekki fallist á þá málsástæðu konunnar að efni væru til að gera ríkari kröfur til Orkuveitunnar en leiddu af almennum reglum skaðabótaréttar um sakarmat, sönnun og sönnunarbyrði. Um þá niðurstöðu hafi rétturinn vísað til fyrirliggjandi matsgerðar dómkvaddra matsmanna um þá þekkingu sem lá fyrir um möguleg áhrif myglu á heilsu á þeim tíma sem atvik máls áttu sér stað. Fallist hafi verið á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að eins og atvikum máls væri háttað yrði Orkuveitan ekki látin bera hallann af sönnunarskorti um að mögulega hefði mátt greina tilvist myglu í húsnæðinu fyrr, eftir atvikum með öðrum eða víðtækari ráðstöfunum en gripið var til. Væri um það meðal annars horft til þess að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að nein ný sjáanleg ytri ummerki um raka eða myglu hefðu komið fram á umræddum stað í húsnæðinu í kjölfar skoðunar sem fór fram í febrúar 2013. Þá yrði ekki ráðið af gögnum málsins að á vegum Orkuveitunnar hefði ekki verið gripið til fullnægjandi aðgerða í tilefni lekavandamála sem hefðu komið upp í húsnæðinu árið 2004. Því hafi niðurstaða héraðsdóms um sýknu Orkuveitunnar staðfest. Þá segir að rétt þyki að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður milli aðila málsins. Það var einnig talið rétt í héraði. Mygla Húsnæðismál Dómsmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl í fyrra. Í dóminum segir að konan hefði krafist þess að bótaskylda Orkuveitunnar yrði viðurkennd vegna heilsutjóns sem hún hefði orðið fyrir 2014 til 2017 sökum myglu í húsnæði Orkuveitunnar. Varð fyrir óafturkræfum skaða Í dómi Landsréttar segir að með vísan til forsendna dóms héraðsdóms væri staðfest sú niðurstaða að leggja bæri til grundvallar fyrirliggjandi matsgerð um að konan hefði orðið fyrir varanlegum heilsubresti við vinnu sína í húsnæði Orkuveitunnar vegna áhrifa frá myglu og að rétt væri að miða við að það hefði gerst áður en konan hafi, ásamt öðrum starfsmönnum sama sviðs, verið flutt til í húsnæðinu í september árið 2015 í kjölfar þess að mygla greindist þar. Yrði hvergi ráðið af gögnum málsins að mygla hefði greinst á öðrum stöðum í húsnæðinu þar sem konan hefði haft viðveru eftir það tímamark. Yrði samkvæmt því ekki unnt að fallast á þá málsástæðu að hún hefði jafnframt orðið fyrir áhrifum myglu annars staðar í húsnæðinu eftir september 2015. Væru því engin efni til að líta svo á að tilflutningur fyrrgreindra starfsmanna úr þeim hluta húsnæðisins þar sem mygla fannst í september 2015 hefði verið ófullnægjandi ráðstöfun af hálfu Orkuveitunnar miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir um eðli og umfang myglunnar. Hefðu ekki þurft að bregðast við fyrr Þá hafi Landsréttur ekki fallist á þá málsástæðu konunnar að efni væru til að gera ríkari kröfur til Orkuveitunnar en leiddu af almennum reglum skaðabótaréttar um sakarmat, sönnun og sönnunarbyrði. Um þá niðurstöðu hafi rétturinn vísað til fyrirliggjandi matsgerðar dómkvaddra matsmanna um þá þekkingu sem lá fyrir um möguleg áhrif myglu á heilsu á þeim tíma sem atvik máls áttu sér stað. Fallist hafi verið á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að eins og atvikum máls væri háttað yrði Orkuveitan ekki látin bera hallann af sönnunarskorti um að mögulega hefði mátt greina tilvist myglu í húsnæðinu fyrr, eftir atvikum með öðrum eða víðtækari ráðstöfunum en gripið var til. Væri um það meðal annars horft til þess að ekki yrði ráðið af gögnum málsins að nein ný sjáanleg ytri ummerki um raka eða myglu hefðu komið fram á umræddum stað í húsnæðinu í kjölfar skoðunar sem fór fram í febrúar 2013. Þá yrði ekki ráðið af gögnum málsins að á vegum Orkuveitunnar hefði ekki verið gripið til fullnægjandi aðgerða í tilefni lekavandamála sem hefðu komið upp í húsnæðinu árið 2004. Því hafi niðurstaða héraðsdóms um sýknu Orkuveitunnar staðfest. Þá segir að rétt þyki að málskostnaður fyrir Landsrétti falli niður milli aðila málsins. Það var einnig talið rétt í héraði.
Mygla Húsnæðismál Dómsmál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira