Uppgjörið: Valur - Víkingur 2-3 | Draumamark Tariks kom Víkingi á toppinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. september 2024 18:30 Tarik Ibrahimagic skoraði jöfnunar- og sigurmark Víkings. vísir / pawel Víkingur endurheimti efsta sæti Bestu deildar karla með dramatískum endurkomusigri gegn Val á Hlíðarenda. Lokatölur 2-3, sigurmarkið skoraði galdramaðurinn Tarik á lokamínútu uppbótartíma. Valsmenn byrjuðu með boltann og gerðu það af krafti, voru í sókn fyrstu mínúturnar og komu Kristni Frey í dauðafæri en hann renndi boltanum rétt framhjá markinu. Aron og Aron berjast um boltann.vísir / pawel Eftir það hresstust Víkingar við og fóru að sækja sjálfir. Framlínan var virkilega spræk en fór illa með færin, Helgi Guðjónsson og Ari Sigurpálsson létu verja frá sér, Danijel Dejan Djuric kom boltanum yfir línuna en stóð óvart í rangstöðunni og markið því ógilt. En sóknunum linnti ekki og skömmu síðar uppskáru Víkingar horn. Þar sveiflaði Helgi boltanum inn af algjörri snilli, fast og yfir fyrsta varnarmann, datt svo niður á hárréttum stað fyrir Valdimar Ingimundarson sem þurfti bara rétt að snerta hann til að skora. Valdimar þurfti ekki að hoppa í skallabaráttu, boltinn datt bara fyrir hannvísir / pawel Valdimar fagnar. vísir / pawel Eftir markið færðist meira jafnvægi í leikinn og dauðafærin urðu mun færri en fyrstu tuttugu mínúturnar. Rétt fyrir hálfleik tókst Patrick Pedersen svo að jafna fyrir Val. Gerði vel eftir stutt þríhyrningsspil við Jónatan Inga, tók snertingu framhjá varnarmanni og opnaði skotvinkilinn, renndi boltanum svo alveg út við stöng, óverjandi. Patrik Pedersen jafnaði leikinn rétt fyrir hálfleikvísir / pawel Valsmenn mættu síðan betur út í seinni hálfleik, árásargjarnir, óhræddir við að skjóta á markið og kröftugir í skyndisóknum. Það tók þá líka ekki nema þrjár mínútur að taka forystuna, eftir skyndisókn. Albin Skoglund slapp í gegn og tók rétta ákvörðun, sendi fyrir markið á Birki Má sem var aleinn á fjærstönginni og lagði boltann yfir línuna. Ingvar Jónsson þurfti að verja nokkur skot. Valsmenn voru óhræddir við að láta vaða.vísir / pawel Eftir að hafa gert þrefalda breytingu tókst Víkingi að jafna. Liðið hafði þá legið í sókn og átt tvö skot í varnarmenn. Boltinn datt svo fyrir Tarik Ibrahimagic við vítateiginn, hann gabbaði varnarmann, fór á vinstri fótinn og laumaði boltanum í nærhornið. Leikurinn hélst jafn fram í uppbótartíma, sigurmarkið lá í loftinu en ómögulegt var að giska á hver myndi setja það. Á endanum bar Víkingur af, þökk sé Tarik Ibrahimagic, sem skoraði með snilldarskoti við vítateigslínuna á síðustu mínútu uppbótartíma. Draumamark sem tryggði sigur og gríðarmikilvæg þrjú stig fyrir Víking í toppbaráttunni. Tarik umvafinnvísir / pawel Tryllt fagnaðarlæti í leikslok.vísir / pawel Atvik leiksins Það er erfitt að lýsa látunum, orkunni og gleðinni sem tók völd þegar Tarik skoraði sigurmarkið. Tryggði sigur og meira en það, Víkingar hljóta að hafa alveg óbilandi trú á sjálfum sér. Auðvitað þrír leikir eftir en svona mörk vinna titla. Stjörnur og skúrkar Tarik Ibrahimagic, stjarna er fædd. Þvílíkur leikmaður. Bakvörður, miðjumaður, markaskorari. Ótrúlegur í dag. Stal algjörlega senunni en aðrir öflugir í liði Víkings voru til dæmis Valdimar Ingimundarson, Gísli Gottskálk og Daði Berg eftir að hann kom inn á. Gunnar Vatnhamar átti slæman dag, margar misheppnaðar sendingar og var næstum því búinn að gefa mark. Í liði Vals voru sömuleiðis margir góðir. Kristinn Freyr með svaka kraft allan leikinn. Jónatan Ingi frábær. Patrick alltaf hættulegur. Tryggvi Hrafn kom inn á og var næstum því búinn að setja hann fyrir Val rétt áður en Víkingur skoraði sigurmarkið. Stemning og umgjörð Eins og best verður á kosið. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Víkingur skoraði sigurmarkið. Tryllt fagnaðarlæti í leikslokvísir / pawel Stúkan var búinn að hafa hátt allan tíma en tók lætin upp á næsta stig. Umgjörðin góð fyrir almenna áhorfendur, allt til alls. Heiðursstúka Vals hefur hins vegar verið lögð niður, ekkert um að vera og engar veitingar í Lollastúku. Dómarar [9] Vilhjálmur Alvar með flautuna. Gylfi Már og Eðvarð Eðvarðsson með flöggin. Guðmundur Páll á hliðarlínunni. Leyfðu mikið en lögðu samt skýra línu. Hlustuðu ekki á neitt kvart og kvein. Auðvitað fjölmörg atriði sem hægt er að rífast um, eins og alltaf í svona mikilvægum og stórum leikjum þar sem harkan er gríðarleg, en fínasta frammistaða hjá fjóreykinu. Viðtöl „Ekki spurning, við vinnum rest“ Tarik Ibrahimagic mætti í viðtal beint eftir leikvísir / pawel „Mér líður æðislega. Við þurftum svo á sigrinum að halda, spiluðum góðan leik og að enda þetta með svona sigurmarki – stórkostlegt!“ sagði hetja kvöldsins, Tarik Ibrahimagic, strax eftir leik. Tilfinningarnar voru miklar, spennan gríðarleg og eðlilega var hetjan í hálfgerðu uppnámi. „Nei [það gerist ekki betra]. Tvö mörk og 3-2 sigur í uppbótartíma, þetta var snilld.“ Tarik tekur í spaðavísir / pawel Meðan viðtalið var tekið sungu stuðningsmenn uppi í stúku nafn Tariks. „Bestu stuðningsmenn á Íslandi, þeir hjálpa okkur svo mikið við að halda orkustiginu uppi og við gætum þetta ekki án þeirra.“ Víkingur endurheimti efsta sæti deildarinnar og verður Íslandsmeistari ef þeir vinna næstu þrjá leiki. „Ekki spurning, við vinnum rest“ sagði Tarik áður en hann stökk af stað og fagnaði sigrinum vel og innilega. „Það blæs á móti en við verðum að taka það á kassann“ Srdjan Tufedzic, þjálfari Vals, var stoltur af frammistöðu síns liðs, sem var án nokkurra lykilmanna í dag.vísir / pawel „Mjög svekktur, mér fannst við eiga ekki skilið að tapa, skildum allt eftir á vellinum og sýndum mikinn karakter á móti mjög góðu liði. Vond tilfinning en ég var stoltur af liðinu í dag,“ sagði Srdan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir leik. „Alltaf eitthvað sem er hægt að gera betur. Núna eru tilfinningarnar alveg í botni, fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik. Mikið mótlæti sem við förum í gegnum, fyrir leik og í gegnum leikinn, en sýnum svaka karakter. Fengum dauðafæri til að skora sigurmark, en það er bara þannig í lífinu, það blæs fast á móti en við sýndum að við ætlum að halda áfram og berjast alveg til enda,“ hélt hann svo áfram. Tufa talaði um mótlætið fyrir leik, Gylfi Sigurðsson datt óvænt út úr hópnum vegna meiðsla og skömmu fyrir leik þurfti Fredrik Schram að klæða sig í markmannshanska. Ögmundur Kristinsson var skráður í byrjunarliðið á fyrstu skýrslu en skyndilega breyttist það, hvers vegna? „Ömmi fann eitthvað í náranum fyrir leik og var ekki klár að spila því miður, einn í viðbót á stóran [meiðsla]lista sem við erum með. En það var ekki að sjá í dag að það vantaði fullt af mönnum, liðið á vellinum stóð saman í gegnum allt og eins ég segi, mjög stoltur af mínu liði.“ Toppsætin tvö eru frátekin en Valur er í harðri baráttu um þriðja sæti deildarinnar, sem gefur þátttökurétt í undankeppni Sambandsdeildarinnar á næsta ári. Fjórða sætið hefði einnig veitt þann rétt, en KA vann bikarinn og tók það af þeim. Valur er eins og Tufa segir í miklum meiðslavandræðum. Gylfi Sigurðsson, Ögmundur Kristinsson, Bjarni Mark, Hólmar Örn Eyjólfsson og Sigurður Lárusson voru allir frá í dag. Tryggvi Hrafn er heldur ekki heill. Þar að auki verður Lúkas Logi í leikbanni. „Við höfum viku til að undirbúa okkur fyrir næsta leik [á móti Breiðablik]. Vonandi fáum við einhverja til baka. En þetta var skref fram á við í dag, þó úrslitin hafi ekki dottið með okkur. Við erum að sýna að það býr svaka karakter í þessu liði, erum að spila frábæran sóknarbolta og skora fullt af mörkum, en verðum að laga varnarleikinn. Það blæs á móti [meiðslalega séð] en við verðum að taka það á kassann, eins og við höfum gert hingað til, og halda áfram alveg fram á enda,“ sagði Tufa að lokum. Myndir Pawel, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og smellti mörgum góðum. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík
Víkingur endurheimti efsta sæti Bestu deildar karla með dramatískum endurkomusigri gegn Val á Hlíðarenda. Lokatölur 2-3, sigurmarkið skoraði galdramaðurinn Tarik á lokamínútu uppbótartíma. Valsmenn byrjuðu með boltann og gerðu það af krafti, voru í sókn fyrstu mínúturnar og komu Kristni Frey í dauðafæri en hann renndi boltanum rétt framhjá markinu. Aron og Aron berjast um boltann.vísir / pawel Eftir það hresstust Víkingar við og fóru að sækja sjálfir. Framlínan var virkilega spræk en fór illa með færin, Helgi Guðjónsson og Ari Sigurpálsson létu verja frá sér, Danijel Dejan Djuric kom boltanum yfir línuna en stóð óvart í rangstöðunni og markið því ógilt. En sóknunum linnti ekki og skömmu síðar uppskáru Víkingar horn. Þar sveiflaði Helgi boltanum inn af algjörri snilli, fast og yfir fyrsta varnarmann, datt svo niður á hárréttum stað fyrir Valdimar Ingimundarson sem þurfti bara rétt að snerta hann til að skora. Valdimar þurfti ekki að hoppa í skallabaráttu, boltinn datt bara fyrir hannvísir / pawel Valdimar fagnar. vísir / pawel Eftir markið færðist meira jafnvægi í leikinn og dauðafærin urðu mun færri en fyrstu tuttugu mínúturnar. Rétt fyrir hálfleik tókst Patrick Pedersen svo að jafna fyrir Val. Gerði vel eftir stutt þríhyrningsspil við Jónatan Inga, tók snertingu framhjá varnarmanni og opnaði skotvinkilinn, renndi boltanum svo alveg út við stöng, óverjandi. Patrik Pedersen jafnaði leikinn rétt fyrir hálfleikvísir / pawel Valsmenn mættu síðan betur út í seinni hálfleik, árásargjarnir, óhræddir við að skjóta á markið og kröftugir í skyndisóknum. Það tók þá líka ekki nema þrjár mínútur að taka forystuna, eftir skyndisókn. Albin Skoglund slapp í gegn og tók rétta ákvörðun, sendi fyrir markið á Birki Má sem var aleinn á fjærstönginni og lagði boltann yfir línuna. Ingvar Jónsson þurfti að verja nokkur skot. Valsmenn voru óhræddir við að láta vaða.vísir / pawel Eftir að hafa gert þrefalda breytingu tókst Víkingi að jafna. Liðið hafði þá legið í sókn og átt tvö skot í varnarmenn. Boltinn datt svo fyrir Tarik Ibrahimagic við vítateiginn, hann gabbaði varnarmann, fór á vinstri fótinn og laumaði boltanum í nærhornið. Leikurinn hélst jafn fram í uppbótartíma, sigurmarkið lá í loftinu en ómögulegt var að giska á hver myndi setja það. Á endanum bar Víkingur af, þökk sé Tarik Ibrahimagic, sem skoraði með snilldarskoti við vítateigslínuna á síðustu mínútu uppbótartíma. Draumamark sem tryggði sigur og gríðarmikilvæg þrjú stig fyrir Víking í toppbaráttunni. Tarik umvafinnvísir / pawel Tryllt fagnaðarlæti í leikslok.vísir / pawel Atvik leiksins Það er erfitt að lýsa látunum, orkunni og gleðinni sem tók völd þegar Tarik skoraði sigurmarkið. Tryggði sigur og meira en það, Víkingar hljóta að hafa alveg óbilandi trú á sjálfum sér. Auðvitað þrír leikir eftir en svona mörk vinna titla. Stjörnur og skúrkar Tarik Ibrahimagic, stjarna er fædd. Þvílíkur leikmaður. Bakvörður, miðjumaður, markaskorari. Ótrúlegur í dag. Stal algjörlega senunni en aðrir öflugir í liði Víkings voru til dæmis Valdimar Ingimundarson, Gísli Gottskálk og Daði Berg eftir að hann kom inn á. Gunnar Vatnhamar átti slæman dag, margar misheppnaðar sendingar og var næstum því búinn að gefa mark. Í liði Vals voru sömuleiðis margir góðir. Kristinn Freyr með svaka kraft allan leikinn. Jónatan Ingi frábær. Patrick alltaf hættulegur. Tryggvi Hrafn kom inn á og var næstum því búinn að setja hann fyrir Val rétt áður en Víkingur skoraði sigurmarkið. Stemning og umgjörð Eins og best verður á kosið. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar Víkingur skoraði sigurmarkið. Tryllt fagnaðarlæti í leikslokvísir / pawel Stúkan var búinn að hafa hátt allan tíma en tók lætin upp á næsta stig. Umgjörðin góð fyrir almenna áhorfendur, allt til alls. Heiðursstúka Vals hefur hins vegar verið lögð niður, ekkert um að vera og engar veitingar í Lollastúku. Dómarar [9] Vilhjálmur Alvar með flautuna. Gylfi Már og Eðvarð Eðvarðsson með flöggin. Guðmundur Páll á hliðarlínunni. Leyfðu mikið en lögðu samt skýra línu. Hlustuðu ekki á neitt kvart og kvein. Auðvitað fjölmörg atriði sem hægt er að rífast um, eins og alltaf í svona mikilvægum og stórum leikjum þar sem harkan er gríðarleg, en fínasta frammistaða hjá fjóreykinu. Viðtöl „Ekki spurning, við vinnum rest“ Tarik Ibrahimagic mætti í viðtal beint eftir leikvísir / pawel „Mér líður æðislega. Við þurftum svo á sigrinum að halda, spiluðum góðan leik og að enda þetta með svona sigurmarki – stórkostlegt!“ sagði hetja kvöldsins, Tarik Ibrahimagic, strax eftir leik. Tilfinningarnar voru miklar, spennan gríðarleg og eðlilega var hetjan í hálfgerðu uppnámi. „Nei [það gerist ekki betra]. Tvö mörk og 3-2 sigur í uppbótartíma, þetta var snilld.“ Tarik tekur í spaðavísir / pawel Meðan viðtalið var tekið sungu stuðningsmenn uppi í stúku nafn Tariks. „Bestu stuðningsmenn á Íslandi, þeir hjálpa okkur svo mikið við að halda orkustiginu uppi og við gætum þetta ekki án þeirra.“ Víkingur endurheimti efsta sæti deildarinnar og verður Íslandsmeistari ef þeir vinna næstu þrjá leiki. „Ekki spurning, við vinnum rest“ sagði Tarik áður en hann stökk af stað og fagnaði sigrinum vel og innilega. „Það blæs á móti en við verðum að taka það á kassann“ Srdjan Tufedzic, þjálfari Vals, var stoltur af frammistöðu síns liðs, sem var án nokkurra lykilmanna í dag.vísir / pawel „Mjög svekktur, mér fannst við eiga ekki skilið að tapa, skildum allt eftir á vellinum og sýndum mikinn karakter á móti mjög góðu liði. Vond tilfinning en ég var stoltur af liðinu í dag,“ sagði Srdan Tufegdzic, þjálfari Vals, eftir leik. „Alltaf eitthvað sem er hægt að gera betur. Núna eru tilfinningarnar alveg í botni, fannst við ekki eiga skilið að tapa þessum leik. Mikið mótlæti sem við förum í gegnum, fyrir leik og í gegnum leikinn, en sýnum svaka karakter. Fengum dauðafæri til að skora sigurmark, en það er bara þannig í lífinu, það blæs fast á móti en við sýndum að við ætlum að halda áfram og berjast alveg til enda,“ hélt hann svo áfram. Tufa talaði um mótlætið fyrir leik, Gylfi Sigurðsson datt óvænt út úr hópnum vegna meiðsla og skömmu fyrir leik þurfti Fredrik Schram að klæða sig í markmannshanska. Ögmundur Kristinsson var skráður í byrjunarliðið á fyrstu skýrslu en skyndilega breyttist það, hvers vegna? „Ömmi fann eitthvað í náranum fyrir leik og var ekki klár að spila því miður, einn í viðbót á stóran [meiðsla]lista sem við erum með. En það var ekki að sjá í dag að það vantaði fullt af mönnum, liðið á vellinum stóð saman í gegnum allt og eins ég segi, mjög stoltur af mínu liði.“ Toppsætin tvö eru frátekin en Valur er í harðri baráttu um þriðja sæti deildarinnar, sem gefur þátttökurétt í undankeppni Sambandsdeildarinnar á næsta ári. Fjórða sætið hefði einnig veitt þann rétt, en KA vann bikarinn og tók það af þeim. Valur er eins og Tufa segir í miklum meiðslavandræðum. Gylfi Sigurðsson, Ögmundur Kristinsson, Bjarni Mark, Hólmar Örn Eyjólfsson og Sigurður Lárusson voru allir frá í dag. Tryggvi Hrafn er heldur ekki heill. Þar að auki verður Lúkas Logi í leikbanni. „Við höfum viku til að undirbúa okkur fyrir næsta leik [á móti Breiðablik]. Vonandi fáum við einhverja til baka. En þetta var skref fram á við í dag, þó úrslitin hafi ekki dottið með okkur. Við erum að sýna að það býr svaka karakter í þessu liði, erum að spila frábæran sóknarbolta og skora fullt af mörkum, en verðum að laga varnarleikinn. Það blæs á móti [meiðslalega séð] en við verðum að taka það á kassann, eins og við höfum gert hingað til, og halda áfram alveg fram á enda,“ sagði Tufa að lokum. Myndir Pawel, ljósmyndari Vísis, var á vellinum og smellti mörgum góðum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti