Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Íslandsmeistararnir fá úrslitaleik á heimavelli Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. september 2024 13:16 Valur vann Víking og gæti orðið Íslandsmeistari fjórða árið í röð næstu helgi. vísir / diego Valur vann 2-1 sigur á útivelli gegn Víkingi í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. Sigurinn tryggði Val hreinan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn næsta laugardag. Valur stýrði leiknum en skapaði fá færi og fyrri hálfleikur var fremur tíðindalítill. Víkingur átti marga góða en mjög undarlega spilkafla, létu boltann flæða í öftustu línu og náðu oft að spila sig upp á vallarhelming Vals, en þá gáfu þær háan og langan bolta, sem rataði yfirleitt ekki á samherja. Fanndís Friðriksdóttir braut ísinn eftir rúmar tuttugu mínútur með skoti sem fór af varnarmanni og lak yfir línuna, markmaður Víkinga lagður af stað í hitt hornið. Anna Rakel Pétursdóttir tvöfaldaði svo forystuna rétt fyrir hálfleik með glæsimarki beint úr aukaspyrnu. Fallegt skot sem sveif í samskeytin og markmaðurinn náði ekki til boltans. Valur fór með tveggja marka forystu inn í hálfleik en Víkingar minnkuðu muninn mjög snemma í seinni hálfleik. Shaina Ashouri með góðan sprett og laglega afgreiðslu. Markið jók spennuna töluvert, jafntefli hefði drepið vonir Vals um Íslandsmeistaratitilinn, en spilamennska liðanna batnaði ekki mikið. Afskaplega lítið gerðist það sem eftir lifði, mikið af lélegum sendingum og nær engin færi. Anna Rakel var reyndar hársbreidd frá því að skora annað mark beint úr aukaspyrnu, en boltinn small í stöngina og út. Í uppbótartíma gaf Víkingur loksins í, sendu allt sem þær áttu fram völlinn og sköpuðu mikla hættu í teignum en tókst ekki að koma almennilegu skoti að. Valskonur vörðust vel, héldu út og fögnuðu 1-2 sigri. Atvik leiksins Fátt sem stendur upp úr. Engin vafaatriði eða dauðafæri sem fóru forgörðum og skiptu sköpum upp á niðurstöðuna. Markið sem Víkingur skoraði hefði átt að opna leikinn mun meira en það gerði en Víkingum tókst ekki að nýta meðbyrinn og herja meira á. Stjörnur og skúrkar Anna Rakel með fína frammistöðu og sturlað mark, sem endaði á því að vinna leikinn fyrir Val. Elísa Viðarsdóttir mætt aftur í byrjunarliðið og stöðvaði alla umferð vinstra megin í vörninni. Öll varnarlína Vals átti reyndar ágætis dag, eða kannski frekar sóknarmenn Víkings sem áttu slæman dag, um það má rífast. Stemning og umgjörð Glæsilega að leiknum staðið. Frítt inn og frír ís fyrir alla, um meira er ekki hægt að biðja. Það skilaði mjög fínni mætingu en stemningin var í takt við leikinn, róleg. Viðtöl „Hefðirðu boðið mér 3.-4. sætið fyrir tímabilið hefði ég bitið höndina af þér“ John Andrews, þjálfari Víkings.Vísir/Diego „Mér fannst við frábærar varnarlega í fyrri hálfleik. Lokuðum öllum sendingarleiðum, gerðum leikinn fyrirsjáanlegan. Þó þær hafi verið meira með boltann, voru þær með boltann á svæðunum sem við vildum að þær væru. Þetta fór eftir plani og við fengum skyndisóknir en tengdum sendingarnar ekki nógu vel saman þegar við sóttum,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings og hélt svo áfram: „Í seinni hálfleik vissum við að við þyrftum að gefa í, það gekk vel og mér fannst stelpurnar frábærar. Þetta er frábært Valslið en ég gæti ekki verið stoltari af mínu liði, þær stóðu sig stórkostlega.“ Jöfnunarmark Víkings hleypti spennu í leiknum, en þær fylgdu því ekki nægilega vel eftir og nýttu ekki meðbyrinn meðan hann blés. „Það má ekki gleymast, við erum að spila á móti frábæru liði. Þegar við reynum að setja þær undir pressu, tekst þeim að leysa úr því. Þær eru í toppbaráttunni af góðri ástæðu. En við sýndum hvað við getum, skoruðum mark, komumst oft í hættulegar stöður og stóðum alveg í þeim.“ Víkingur endar tímabilið á Akureyri næstu helgi með leik gegn Þór/KA. Það gæti reynst erfitt að gíra sig upp í þann leik, sem mun litlu máli skipta, en Víkingar ætla að gera gott úr málunum og nýta ferðina í eitthvað fjör. „Ég held að stelpurnar ætli að verða eftir, er ekki viss. En ég verð að segja aftur hversu stoltur ég er af stelpunum og tímabilinu okkar. Hefðirðu boðið mér 3.-4. sætið fyrir tímabilið hefði ég bitið höndina af þér. Við erum ótrúlega ánægð með hópinn og það væri gaman að enda á góðum nótum,“ sagði John að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Valur
Valur vann 2-1 sigur á útivelli gegn Víkingi í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. Sigurinn tryggði Val hreinan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn næsta laugardag. Valur stýrði leiknum en skapaði fá færi og fyrri hálfleikur var fremur tíðindalítill. Víkingur átti marga góða en mjög undarlega spilkafla, létu boltann flæða í öftustu línu og náðu oft að spila sig upp á vallarhelming Vals, en þá gáfu þær háan og langan bolta, sem rataði yfirleitt ekki á samherja. Fanndís Friðriksdóttir braut ísinn eftir rúmar tuttugu mínútur með skoti sem fór af varnarmanni og lak yfir línuna, markmaður Víkinga lagður af stað í hitt hornið. Anna Rakel Pétursdóttir tvöfaldaði svo forystuna rétt fyrir hálfleik með glæsimarki beint úr aukaspyrnu. Fallegt skot sem sveif í samskeytin og markmaðurinn náði ekki til boltans. Valur fór með tveggja marka forystu inn í hálfleik en Víkingar minnkuðu muninn mjög snemma í seinni hálfleik. Shaina Ashouri með góðan sprett og laglega afgreiðslu. Markið jók spennuna töluvert, jafntefli hefði drepið vonir Vals um Íslandsmeistaratitilinn, en spilamennska liðanna batnaði ekki mikið. Afskaplega lítið gerðist það sem eftir lifði, mikið af lélegum sendingum og nær engin færi. Anna Rakel var reyndar hársbreidd frá því að skora annað mark beint úr aukaspyrnu, en boltinn small í stöngina og út. Í uppbótartíma gaf Víkingur loksins í, sendu allt sem þær áttu fram völlinn og sköpuðu mikla hættu í teignum en tókst ekki að koma almennilegu skoti að. Valskonur vörðust vel, héldu út og fögnuðu 1-2 sigri. Atvik leiksins Fátt sem stendur upp úr. Engin vafaatriði eða dauðafæri sem fóru forgörðum og skiptu sköpum upp á niðurstöðuna. Markið sem Víkingur skoraði hefði átt að opna leikinn mun meira en það gerði en Víkingum tókst ekki að nýta meðbyrinn og herja meira á. Stjörnur og skúrkar Anna Rakel með fína frammistöðu og sturlað mark, sem endaði á því að vinna leikinn fyrir Val. Elísa Viðarsdóttir mætt aftur í byrjunarliðið og stöðvaði alla umferð vinstra megin í vörninni. Öll varnarlína Vals átti reyndar ágætis dag, eða kannski frekar sóknarmenn Víkings sem áttu slæman dag, um það má rífast. Stemning og umgjörð Glæsilega að leiknum staðið. Frítt inn og frír ís fyrir alla, um meira er ekki hægt að biðja. Það skilaði mjög fínni mætingu en stemningin var í takt við leikinn, róleg. Viðtöl „Hefðirðu boðið mér 3.-4. sætið fyrir tímabilið hefði ég bitið höndina af þér“ John Andrews, þjálfari Víkings.Vísir/Diego „Mér fannst við frábærar varnarlega í fyrri hálfleik. Lokuðum öllum sendingarleiðum, gerðum leikinn fyrirsjáanlegan. Þó þær hafi verið meira með boltann, voru þær með boltann á svæðunum sem við vildum að þær væru. Þetta fór eftir plani og við fengum skyndisóknir en tengdum sendingarnar ekki nógu vel saman þegar við sóttum,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings og hélt svo áfram: „Í seinni hálfleik vissum við að við þyrftum að gefa í, það gekk vel og mér fannst stelpurnar frábærar. Þetta er frábært Valslið en ég gæti ekki verið stoltari af mínu liði, þær stóðu sig stórkostlega.“ Jöfnunarmark Víkings hleypti spennu í leiknum, en þær fylgdu því ekki nægilega vel eftir og nýttu ekki meðbyrinn meðan hann blés. „Það má ekki gleymast, við erum að spila á móti frábæru liði. Þegar við reynum að setja þær undir pressu, tekst þeim að leysa úr því. Þær eru í toppbaráttunni af góðri ástæðu. En við sýndum hvað við getum, skoruðum mark, komumst oft í hættulegar stöður og stóðum alveg í þeim.“ Víkingur endar tímabilið á Akureyri næstu helgi með leik gegn Þór/KA. Það gæti reynst erfitt að gíra sig upp í þann leik, sem mun litlu máli skipta, en Víkingar ætla að gera gott úr málunum og nýta ferðina í eitthvað fjör. „Ég held að stelpurnar ætli að verða eftir, er ekki viss. En ég verð að segja aftur hversu stoltur ég er af stelpunum og tímabilinu okkar. Hefðirðu boðið mér 3.-4. sætið fyrir tímabilið hefði ég bitið höndina af þér. Við erum ótrúlega ánægð með hópinn og það væri gaman að enda á góðum nótum,“ sagði John að lokum.