Til skoðunar að beita refsisköttum á nikótínpúða Árni Sæberg og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. september 2024 14:00 Willum Þór vill koma böndum á nikótínsala. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að huga þurfi að skattlagningu á nikótínvörur til þess að sporna við notkun barna og ungmenna á nikótínpúðum og rafrettum. Hann segir framlegð af sölu nikótínvara óeðlilega en hún nær ekki tíu prósentum. Mikið hefur verið fjallað um aukningu notkunar nikótínvara undanfarin ár og sérstaklega hvað varðar notkun barna og ungmenna á vörunum. Nú síðast vakti pistill Eyrúnar Magnúsdóttur, foreldris og blaðamanns, sem segir að fyrir um 30 árum hafi 33 prósent fólks reykt, en nú aðeins um þrjú prósent. Í dag noti um 33 prósent fólks nikótínpúða. Stjórnvöld ættu að stefna að því að taka sér ekki 30 ár í að ná þessari prósentutölu niður. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tók undir þessi orð Eyrúnar, þegar pistillinn var borinn undir hann á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stöðug barátta við vinalega Svíann „Við erum auðvitað í stöðugri baráttu við markaðsöflin með nýjungar. Við þekkjum alveg söguna í tóbaksvörnum og höfum náð góðum árangri þar. Kjölfestan í íslenska forvarnarmódelinu er fjölskyldan, foreldrar, félagasamtökin, íþrótta- og æskulýðssamtök, allar heilbrigðisstéttir. Það er mikið ákall um að stemma stigu við aukningu í notkun nikótínpúða.“ Þeir hafi nýlega verið felldir undir lög um rafrettur í þeim tilgangi að draga úr notkun. Aldurstakmörk, auglýsingabann, sýnileikabann og svo framvegis séu í gildi. Nú sé verið að vinna að því í ráðuneyti hans að sameina þetta tóbakslöggjöfinni, til þess að draga enn frekar úr aðgengi og fýsileika vörunnar. „Við þekkjum þennan vinalega Svía sem birtist í öllum auglýsingum og fer fram hjá öllu auglýsingabanni. Þetta er auðvitað rosalegur tvískinnungur. Þetta er alvarlegt vegna þess að þetta er skaðlegt fyrir börn og unglinga. Það er viðkvæmur hópur fyrir svona vöru. Við erum að róa að því öllum árum með íslenska forvarnamódelinu að draga úr skaðsemi og verja, fyrst og fremst, börn og unglinga.“ Óeðlileg framlegð Þá segir Willum Þór að líta verði til skattlagningar í þeim tilgangi að draga úr notkun nikótínpúða. „Það virðist vera að þú getir rekið heila verslun með eina vöru. Það gefur tilefni til að leiða hugann að því hvort framlegðin sé ekki eitthvað óeðlileg.“ Sé tekið dæmi af Svíanum vinalega sem Willum Þór vísar til má sjá að framlegð verslunar með nikótínpúða er hugsanlega óeðlileg, óeðlilega lág það er að segja. Í ársreikningi Svens ehf. fyrir árið 2020 má sjá að rekstrartekjur félagsins voru 311,5 milljónir króna. Hagnaður eftir fjármagnsliði og skatta var 27,7 milljónir króna. Í ársreikningi fyrir árið 2022 segir að rekstrartekjur hafi verið tæplega 1,2 milljarðar króna og hagnaður 65,4 milljónir króna. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Svens námu rekstrartekjur 1,38 milljörðum og hagnaður 86,9 milljónum króna. Framlegðarhlutfall áranna þriggja var 6,7 prósent, 6,8 prósent og 7,7 prósent. Til samanburðar var framlegðarhlutfall Haga 10,8 prósent á tímabilinu mars 2023 til febrúar 2024. Þegar til skoðunar fjármálaráðuneytinu Willum Þór segir að skattlagningu hafi í gegnum tíðina verið beitt til að stemma stigu við notkun óæskilegra vara, vara sem fela í sér skaðsemi. Það sé nú til skoðunar innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Nikótínpúðar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Kallar eftir þjóðarátaki gegn nikótínvánni Hvert nikótínveldið á fætur öðru ryður sér rúms í höfuðborginni á sama tíma og sífellt fleiri nota slíkar vörur. Foreldrar lýsa yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kalla eftir þjóðarátaki. 21. ágúst 2024 20:02 „Það er öllum brögðum beitt til að koma vörunum sem víðast“ Lára Guðrún Sigurðardóttir læknir segir sárvanta meira fjármagn til að koma í veg fyrir neyslu nikótíns. Neysla á nikótínpúðum og rafsígarettum hafi aukist síðustu ár. 13. ágúst 2024 08:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um aukningu notkunar nikótínvara undanfarin ár og sérstaklega hvað varðar notkun barna og ungmenna á vörunum. Nú síðast vakti pistill Eyrúnar Magnúsdóttur, foreldris og blaðamanns, sem segir að fyrir um 30 árum hafi 33 prósent fólks reykt, en nú aðeins um þrjú prósent. Í dag noti um 33 prósent fólks nikótínpúða. Stjórnvöld ættu að stefna að því að taka sér ekki 30 ár í að ná þessari prósentutölu niður. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra tók undir þessi orð Eyrúnar, þegar pistillinn var borinn undir hann á ríkisstjórnarfundi í morgun. Stöðug barátta við vinalega Svíann „Við erum auðvitað í stöðugri baráttu við markaðsöflin með nýjungar. Við þekkjum alveg söguna í tóbaksvörnum og höfum náð góðum árangri þar. Kjölfestan í íslenska forvarnarmódelinu er fjölskyldan, foreldrar, félagasamtökin, íþrótta- og æskulýðssamtök, allar heilbrigðisstéttir. Það er mikið ákall um að stemma stigu við aukningu í notkun nikótínpúða.“ Þeir hafi nýlega verið felldir undir lög um rafrettur í þeim tilgangi að draga úr notkun. Aldurstakmörk, auglýsingabann, sýnileikabann og svo framvegis séu í gildi. Nú sé verið að vinna að því í ráðuneyti hans að sameina þetta tóbakslöggjöfinni, til þess að draga enn frekar úr aðgengi og fýsileika vörunnar. „Við þekkjum þennan vinalega Svía sem birtist í öllum auglýsingum og fer fram hjá öllu auglýsingabanni. Þetta er auðvitað rosalegur tvískinnungur. Þetta er alvarlegt vegna þess að þetta er skaðlegt fyrir börn og unglinga. Það er viðkvæmur hópur fyrir svona vöru. Við erum að róa að því öllum árum með íslenska forvarnamódelinu að draga úr skaðsemi og verja, fyrst og fremst, börn og unglinga.“ Óeðlileg framlegð Þá segir Willum Þór að líta verði til skattlagningar í þeim tilgangi að draga úr notkun nikótínpúða. „Það virðist vera að þú getir rekið heila verslun með eina vöru. Það gefur tilefni til að leiða hugann að því hvort framlegðin sé ekki eitthvað óeðlileg.“ Sé tekið dæmi af Svíanum vinalega sem Willum Þór vísar til má sjá að framlegð verslunar með nikótínpúða er hugsanlega óeðlileg, óeðlilega lág það er að segja. Í ársreikningi Svens ehf. fyrir árið 2020 má sjá að rekstrartekjur félagsins voru 311,5 milljónir króna. Hagnaður eftir fjármagnsliði og skatta var 27,7 milljónir króna. Í ársreikningi fyrir árið 2022 segir að rekstrartekjur hafi verið tæplega 1,2 milljarðar króna og hagnaður 65,4 milljónir króna. Samkvæmt nýjasta ársreikningi Svens námu rekstrartekjur 1,38 milljörðum og hagnaður 86,9 milljónum króna. Framlegðarhlutfall áranna þriggja var 6,7 prósent, 6,8 prósent og 7,7 prósent. Til samanburðar var framlegðarhlutfall Haga 10,8 prósent á tímabilinu mars 2023 til febrúar 2024. Þegar til skoðunar fjármálaráðuneytinu Willum Þór segir að skattlagningu hafi í gegnum tíðina verið beitt til að stemma stigu við notkun óæskilegra vara, vara sem fela í sér skaðsemi. Það sé nú til skoðunar innan fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Nikótínpúðar Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Kallar eftir þjóðarátaki gegn nikótínvánni Hvert nikótínveldið á fætur öðru ryður sér rúms í höfuðborginni á sama tíma og sífellt fleiri nota slíkar vörur. Foreldrar lýsa yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kalla eftir þjóðarátaki. 21. ágúst 2024 20:02 „Það er öllum brögðum beitt til að koma vörunum sem víðast“ Lára Guðrún Sigurðardóttir læknir segir sárvanta meira fjármagn til að koma í veg fyrir neyslu nikótíns. Neysla á nikótínpúðum og rafsígarettum hafi aukist síðustu ár. 13. ágúst 2024 08:21 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Kallar eftir þjóðarátaki gegn nikótínvánni Hvert nikótínveldið á fætur öðru ryður sér rúms í höfuðborginni á sama tíma og sífellt fleiri nota slíkar vörur. Foreldrar lýsa yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kalla eftir þjóðarátaki. 21. ágúst 2024 20:02
„Það er öllum brögðum beitt til að koma vörunum sem víðast“ Lára Guðrún Sigurðardóttir læknir segir sárvanta meira fjármagn til að koma í veg fyrir neyslu nikótíns. Neysla á nikótínpúðum og rafsígarettum hafi aukist síðustu ár. 13. ágúst 2024 08:21