Mættur í Samfylkinguna Atli Ísleifsson skrifar 27. september 2024 08:07 Þórður Snær Júlíusson lét nýverið af störfum sem annar ritstjóri Heimildarinnar. Vísir/Vilhelm Þórður Snær Júlíusson, blaðamaður og fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og síðar Heimildarinnar, hefur skráð sig í Samfylkinguna. Hann segir pólitík flokksins vera þá sem honum hugnast best. Þórður Snær greinir frá þessu í Kjarnyrt, fréttabréfi sínu, í morgun. Þar segir hann að hann hafi þar með ákveðið að taka þátt í skipulögðu stjórnmálastarfi í fyrsta sinn á ævi sinni. „Ég tel, eftir töluverða yfirlegu og fjölmörg samtöl, að þar sé að finna þá pólitík sem mér hugnast best og fer saman við þær áherslur sem ég vil sjá að séu ráðandi í samfélaginu. Nú er tíminn til að knýja fram réttlátar breytingar á Íslandi og Samfylkingin, sem hefur opnast og breikkað með innkomu og undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, er að mínu mati aflið til að leiða þá vegferð. Ég vil taka þátt í því stóra verkefni af fullum krafti og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Mér finnst réttast að greina strax frá þessu hér þannig að ekkert sé óljóst varðandi mína stöðu þegar greiningar og pistlar eru lesnir, sérstaklega þar sem kosningar virðast ætla að verða næsta vor,“ segir Þórður Snær. Tekið að sér verkefni fyrir flokkinn og hættir á Rás 1 Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Þórður Snær að hann hafi þegar tekið að sér ákveðin verkefni tengd stefnumótun fyrir flokkinn frá og með komandi mánaðamótum. „Samhliða hef ég tilkynnt stjórnendum Morgunvaktarinnar á Rás 1 að ég sé hættur að greina efnahagsmál og samfélag á þeim vettvangi, en það hef ég gert óslitið síðan í byrjun árs 2019. Greiningin á þriðjudag var því sú síðasta. Það passar ekki saman, að mínu viti, að taka þátt í skipulögðu flokksstarfi og sinna því hlutverki. Frábærum stjórnendum og öllum sem hafa hlustað þakka ég samfylgdina í næstum sex ár,“ segir Þórður Snær. Þórður Snær ritstýrði Kjarnanum frá stofnun miðilsins árið 2013 þar til hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin í lok árs 2022. Þórður var annar ritstjóra Heimildarinnar þangað til í sumar. Daginn eftir að tilkynnt væri að rannsókn væri hætt Þórður Snær greinir frá ákvörðun sinni daginn eftir að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti að ákvörðun hafði verið tekin um að hætta rannsókn í máli sem varðaði meinta byrlun Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn, þar á meðal Þórður Snær, höfðu þar réttarstöðu sakbornings í málinu í á þriðja ár, ásamt fyrrverandi eiginkonu Páls. Rannsókn málsins stóð í á fjórða ár. Þórður Snær var meðal þeirra sem tjáði sig um niðurstöðu lögreglunnar á samfélagsmiðlum í gær og ræddi hann sérstaklega vinnubrögð og seinagang lögreglu í málinu. „Mér var haldið í stöðu sakbornings í 961 dag í rannsókn sem staðið hefur í nálægt þrjú og hálft ár. Á þeim tíma var ein skýrsla tekin af mér, í ágúst 2022, fyrir rúmlega 25 mánuðum síðan. Á meðan fékk handfylli manna, með hjálp ýmissa skráðra fjölmiðla, að spinna ótrúlegar lygasögur utan á þetta mál. Setja fram súrrealískar staðhæfingar sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum,“ sagði Þórður Snær. Hann sagði ennfremur að hann og kollegarnir hefðu fengið þessa réttarstöðu vegna þess að hluti þeirra hafi skrifað fréttir um það hvernig hópur fólks, með vitund og vilja stjórnenda eins stærsta fyrirtækis landsins, hafi unnið skipulega að því að reyna að hafa æruna, heilsuna og lífsviðurværið af blaðamönnum sem hafi fjallað um fyrirtækið. Úr Facebook-færslu Þórðar Snæs: Hér kemur tilkynning. Ég hef ákveðið að taka þátt í skipulögðu stjórnmálastarfi í fyrsta sinn á ævi minni og skrá mig í Samfylkinguna. Ég tel, eftir töluverða yfirlegu og fjölmörg samtöl, að þar sé að finna þá pólitík sem mér hugnast best og fer saman við þær áherslur sem ég vil sjá að séu ráðandi í samfélaginu. Nú er tíminn til að knýja fram réttlátar breytingar á Íslandi og Samfylkingin, sem hefur opnast og breikkað með innkomu og undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, er að mínu mati aflið til að leiða þá vegferð. Ég vil taka þátt í því stóra verkefni af fullum krafti og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Ég hef í tæpa tvo áratugi unnið við það að greina hvað sé að og nú – fyrst ég er ekki starfandi blaðamaður (það er ekki viðeigandi fyrir þá að taka þátt í flokkapólitík) í fyrsta sinn síðan á árinu 2005 – þá langar mig að taka þátt í að búa til lausnir. Ég hef þegar tekið að mér, frá og með komandi mánaðamótum, ákveðin verkefni tengd stefnumótun fyrir flokkinn. Samhliða hef ég tilkynnt stjórnendum Morgunvaktarinnar á Rás 1 að ég sé hættur að greina efnahagsmál og samfélag á þeim vettvangi, en það hef ég gert óslitið síðan í byrjun árs 2019. Greiningin á þriðjudag var því sú síðasta. Það passar ekki saman, að mínu viti, að taka þátt í skipulögðu flokksstarfi og sinna því hlutverki. Frábærum stjórnendum og öllum sem hafa hlustað þakka ég samfylgdina í næstum sex ár. Skrifin í fréttabréfinu Kjarnyrt verða áfram sem áður eins og boðað hefur verið: sanngjörn, vel undirbyggð, greinandi, heiðarleg og gagnrýnin en líka lausnamiðuð. Samfylkingin Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þórður Snær greinir frá þessu í Kjarnyrt, fréttabréfi sínu, í morgun. Þar segir hann að hann hafi þar með ákveðið að taka þátt í skipulögðu stjórnmálastarfi í fyrsta sinn á ævi sinni. „Ég tel, eftir töluverða yfirlegu og fjölmörg samtöl, að þar sé að finna þá pólitík sem mér hugnast best og fer saman við þær áherslur sem ég vil sjá að séu ráðandi í samfélaginu. Nú er tíminn til að knýja fram réttlátar breytingar á Íslandi og Samfylkingin, sem hefur opnast og breikkað með innkomu og undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, er að mínu mati aflið til að leiða þá vegferð. Ég vil taka þátt í því stóra verkefni af fullum krafti og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Mér finnst réttast að greina strax frá þessu hér þannig að ekkert sé óljóst varðandi mína stöðu þegar greiningar og pistlar eru lesnir, sérstaklega þar sem kosningar virðast ætla að verða næsta vor,“ segir Þórður Snær. Tekið að sér verkefni fyrir flokkinn og hættir á Rás 1 Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Þórður Snær að hann hafi þegar tekið að sér ákveðin verkefni tengd stefnumótun fyrir flokkinn frá og með komandi mánaðamótum. „Samhliða hef ég tilkynnt stjórnendum Morgunvaktarinnar á Rás 1 að ég sé hættur að greina efnahagsmál og samfélag á þeim vettvangi, en það hef ég gert óslitið síðan í byrjun árs 2019. Greiningin á þriðjudag var því sú síðasta. Það passar ekki saman, að mínu viti, að taka þátt í skipulögðu flokksstarfi og sinna því hlutverki. Frábærum stjórnendum og öllum sem hafa hlustað þakka ég samfylgdina í næstum sex ár,“ segir Þórður Snær. Þórður Snær ritstýrði Kjarnanum frá stofnun miðilsins árið 2013 þar til hann sameinaðist Stundinni og úr varð Heimildin í lok árs 2022. Þórður var annar ritstjóra Heimildarinnar þangað til í sumar. Daginn eftir að tilkynnt væri að rannsókn væri hætt Þórður Snær greinir frá ákvörðun sinni daginn eftir að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti að ákvörðun hafði verið tekin um að hætta rannsókn í máli sem varðaði meinta byrlun Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn, þar á meðal Þórður Snær, höfðu þar réttarstöðu sakbornings í málinu í á þriðja ár, ásamt fyrrverandi eiginkonu Páls. Rannsókn málsins stóð í á fjórða ár. Þórður Snær var meðal þeirra sem tjáði sig um niðurstöðu lögreglunnar á samfélagsmiðlum í gær og ræddi hann sérstaklega vinnubrögð og seinagang lögreglu í málinu. „Mér var haldið í stöðu sakbornings í 961 dag í rannsókn sem staðið hefur í nálægt þrjú og hálft ár. Á þeim tíma var ein skýrsla tekin af mér, í ágúst 2022, fyrir rúmlega 25 mánuðum síðan. Á meðan fékk handfylli manna, með hjálp ýmissa skráðra fjölmiðla, að spinna ótrúlegar lygasögur utan á þetta mál. Setja fram súrrealískar staðhæfingar sem áttu sér enga stoð í raunveruleikanum,“ sagði Þórður Snær. Hann sagði ennfremur að hann og kollegarnir hefðu fengið þessa réttarstöðu vegna þess að hluti þeirra hafi skrifað fréttir um það hvernig hópur fólks, með vitund og vilja stjórnenda eins stærsta fyrirtækis landsins, hafi unnið skipulega að því að reyna að hafa æruna, heilsuna og lífsviðurværið af blaðamönnum sem hafi fjallað um fyrirtækið. Úr Facebook-færslu Þórðar Snæs: Hér kemur tilkynning. Ég hef ákveðið að taka þátt í skipulögðu stjórnmálastarfi í fyrsta sinn á ævi minni og skrá mig í Samfylkinguna. Ég tel, eftir töluverða yfirlegu og fjölmörg samtöl, að þar sé að finna þá pólitík sem mér hugnast best og fer saman við þær áherslur sem ég vil sjá að séu ráðandi í samfélaginu. Nú er tíminn til að knýja fram réttlátar breytingar á Íslandi og Samfylkingin, sem hefur opnast og breikkað með innkomu og undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, er að mínu mati aflið til að leiða þá vegferð. Ég vil taka þátt í því stóra verkefni af fullum krafti og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Ég hef í tæpa tvo áratugi unnið við það að greina hvað sé að og nú – fyrst ég er ekki starfandi blaðamaður (það er ekki viðeigandi fyrir þá að taka þátt í flokkapólitík) í fyrsta sinn síðan á árinu 2005 – þá langar mig að taka þátt í að búa til lausnir. Ég hef þegar tekið að mér, frá og með komandi mánaðamótum, ákveðin verkefni tengd stefnumótun fyrir flokkinn. Samhliða hef ég tilkynnt stjórnendum Morgunvaktarinnar á Rás 1 að ég sé hættur að greina efnahagsmál og samfélag á þeim vettvangi, en það hef ég gert óslitið síðan í byrjun árs 2019. Greiningin á þriðjudag var því sú síðasta. Það passar ekki saman, að mínu viti, að taka þátt í skipulögðu flokksstarfi og sinna því hlutverki. Frábærum stjórnendum og öllum sem hafa hlustað þakka ég samfylgdina í næstum sex ár. Skrifin í fréttabréfinu Kjarnyrt verða áfram sem áður eins og boðað hefur verið: sanngjörn, vel undirbyggð, greinandi, heiðarleg og gagnrýnin en líka lausnamiðuð.
Úr Facebook-færslu Þórðar Snæs: Hér kemur tilkynning. Ég hef ákveðið að taka þátt í skipulögðu stjórnmálastarfi í fyrsta sinn á ævi minni og skrá mig í Samfylkinguna. Ég tel, eftir töluverða yfirlegu og fjölmörg samtöl, að þar sé að finna þá pólitík sem mér hugnast best og fer saman við þær áherslur sem ég vil sjá að séu ráðandi í samfélaginu. Nú er tíminn til að knýja fram réttlátar breytingar á Íslandi og Samfylkingin, sem hefur opnast og breikkað með innkomu og undir forystu Kristrúnar Frostadóttur, er að mínu mati aflið til að leiða þá vegferð. Ég vil taka þátt í því stóra verkefni af fullum krafti og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betra samfélagi. Ég hef í tæpa tvo áratugi unnið við það að greina hvað sé að og nú – fyrst ég er ekki starfandi blaðamaður (það er ekki viðeigandi fyrir þá að taka þátt í flokkapólitík) í fyrsta sinn síðan á árinu 2005 – þá langar mig að taka þátt í að búa til lausnir. Ég hef þegar tekið að mér, frá og með komandi mánaðamótum, ákveðin verkefni tengd stefnumótun fyrir flokkinn. Samhliða hef ég tilkynnt stjórnendum Morgunvaktarinnar á Rás 1 að ég sé hættur að greina efnahagsmál og samfélag á þeim vettvangi, en það hef ég gert óslitið síðan í byrjun árs 2019. Greiningin á þriðjudag var því sú síðasta. Það passar ekki saman, að mínu viti, að taka þátt í skipulögðu flokksstarfi og sinna því hlutverki. Frábærum stjórnendum og öllum sem hafa hlustað þakka ég samfylgdina í næstum sex ár. Skrifin í fréttabréfinu Kjarnyrt verða áfram sem áður eins og boðað hefur verið: sanngjörn, vel undirbyggð, greinandi, heiðarleg og gagnrýnin en líka lausnamiðuð.
Samfylkingin Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19 Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Þórður Snær segir skilið við Heimildina Þórður Snær Júlíusson hefur látið af störfum sem annar tveggja ritstjóra Heimildarinnar. Fjölmiðilinn Kjarnann, sem sameinaðist Stundinni árið 2023, stofnaði hann fyrir tæpum ellefu árum síðan. 31. júlí 2024 17:19
Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36