Matvælastofnun kærði tvo búfjáreigendur til lögreglu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2024 06:37 Hrönn Ólína Jörundardóttir er forstjóri MAST. Matvælastofnun hefur kært tvo einstaklinga til lögreglu fyrir hótanir í garð eftirlitsmanns stofnunarinnar. Um er að ræða tvo aðskilin atvik en báðir kærðu eru búfjáreigendur. Það var Bændablaðið sem greindi fyrst frá en Hrönn Ólína Jörundardóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við Morgunblaðið að vinnureglur séu skýrar hvað varðar mál af þessu tagi. „Í þessum tilfellum upplifði okkar fólk hótanir í sinn garð við eftirlitsstörf með búfénaði. Hjá okkur er verklagið mjög skýrt ef starfsfólk lendir í slíkum aðstæðum. Allt slíkt er kært til lögreglu hvort sem það eru hótanir eða einhvers konar ofbeldi. Þá er málið bara í höndum lögreglunnar,“ segir Hrönn. Frá árinu 2020 hefur MAST fimm sinnum kært búfjáreigendur til lögreglu vegna framkomu þeirra við eftirlitsmenn. Hrönn segir tilfelli sem þessi sem betur fer sjaldgæf ef horft er til fjölda eftirlitsheimsókna. „Í flestum tilfellum eru samskiptin mjög góð. Hótanir eru ekki algengar en koma þó upp,“ segir hún. Í ágúst síðastliðnum var greint frá því að Hrönn og tveir starfsmenn MAST hefðu kært einstakling sem sagður var hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni af hálfu starfsmanna stofnunarinnar. Leiða má líkur að því að umræddur einstaklingur sé Ester Hilmarsdóttir, sem skrifaði aðsenda grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Þar fjallaði hún um rekstrarleyfi MAST til handa Arnarlaxi ehf. á nokkrum stöðu í Ísafjarðardjúpi. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,“ sagði meðal annars í greininni. Lögreglumál Landbúnaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Það var Bændablaðið sem greindi fyrst frá en Hrönn Ólína Jörundardóttir, forstjóri MAST, segir í samtali við Morgunblaðið að vinnureglur séu skýrar hvað varðar mál af þessu tagi. „Í þessum tilfellum upplifði okkar fólk hótanir í sinn garð við eftirlitsstörf með búfénaði. Hjá okkur er verklagið mjög skýrt ef starfsfólk lendir í slíkum aðstæðum. Allt slíkt er kært til lögreglu hvort sem það eru hótanir eða einhvers konar ofbeldi. Þá er málið bara í höndum lögreglunnar,“ segir Hrönn. Frá árinu 2020 hefur MAST fimm sinnum kært búfjáreigendur til lögreglu vegna framkomu þeirra við eftirlitsmenn. Hrönn segir tilfelli sem þessi sem betur fer sjaldgæf ef horft er til fjölda eftirlitsheimsókna. „Í flestum tilfellum eru samskiptin mjög góð. Hótanir eru ekki algengar en koma þó upp,“ segir hún. Í ágúst síðastliðnum var greint frá því að Hrönn og tveir starfsmenn MAST hefðu kært einstakling sem sagður var hafa haft uppi aðdróttun um mútuþægni af hálfu starfsmanna stofnunarinnar. Leiða má líkur að því að umræddur einstaklingur sé Ester Hilmarsdóttir, sem skrifaði aðsenda grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni „Af glyðrugangi eftirlitsstofnanna“. Þar fjallaði hún um rekstrarleyfi MAST til handa Arnarlaxi ehf. á nokkrum stöðu í Ísafjarðardjúpi. „Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar,“ sagði meðal annars í greininni.
Lögreglumál Landbúnaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira