Samherjaskipstjórinn segir málinu ekki lokið Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 21:15 Páll Steingrímsson er ósáttur við að lögreglan sé hætt að rannsaka hvernig síma hans var stolið. Skipstjóri hjá Samherja segir að síðasta orðið hafi ekki verið sagt í máli sem varðar byrlun og stuldi á síma hans þrátt fyrir að lögreglan hafi fellt rannsókn á því niður. Hann sakar blaðamenn um blekkingar og að afvegaleiða rannsóknina. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði einnig stöðu sakbornings í málinu. „Ekki fengum við það réttlæti sem við töldum okkur eiga inni, En síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessu máli,“ skrifaði Páll í færslu á Facebook í kvöld. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, sagði mbl.is í dag að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort að ákvörðun lögreglustjórans yrði kærð. Páll hefur sjálfur sent fjölmiðlum upptöku af fyrrverandi eiginkonu sinni þar sem hún lýsir því hvernig hún fékk starfsmönnum fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV síma hans. Upptakan var sögð hafa verið gerð í sumar. Skipstjórinn lýsir ákvörðun lögreglustjóra sem „talsverðu áfalli“. „Ekki síst vegna þess að hún sýnir að sú taktík sakborninga að tefja, blekka og afvegaleiða rannsókn málsins hefur gengið upp. Í það minnsta um sinn, því ég neita að gefast upp við að sækja réttlæti vegna þeirra[r] árásar sem hópur fjölmiðlamanna gerði á fjölskyldu mína, því slík vinnubrögði [svo] mega aldrei verða endurtekin af þessum hóp, ALDREI,“ skrifar Páll. Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Akureyri Tengdar fréttir Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra tilkynnti í dag að hann hefði fellt niður rannsókn á sex blaðamönnum vegna meintrar byrlunar Páls Steingrímssonar, skipstjóra Samherja, afritunar upplýsinga af síma hans og dreifingu á kynferðislegu efni sem á honum var. Rannsóknin hafði staðið yfir í meira en þrjú ár. Fyrrverandi eiginkona Páls hafði einnig stöðu sakbornings í málinu. „Ekki fengum við það réttlæti sem við töldum okkur eiga inni, En síðasta orðið hefur ekki verið sagt í þessu máli,“ skrifaði Páll í færslu á Facebook í kvöld. Eva Hauksdóttir, lögmaður Páls, sagði mbl.is í dag að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort að ákvörðun lögreglustjórans yrði kærð. Páll hefur sjálfur sent fjölmiðlum upptöku af fyrrverandi eiginkonu sinni þar sem hún lýsir því hvernig hún fékk starfsmönnum fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV síma hans. Upptakan var sögð hafa verið gerð í sumar. Skipstjórinn lýsir ákvörðun lögreglustjóra sem „talsverðu áfalli“. „Ekki síst vegna þess að hún sýnir að sú taktík sakborninga að tefja, blekka og afvegaleiða rannsókn málsins hefur gengið upp. Í það minnsta um sinn, því ég neita að gefast upp við að sækja réttlæti vegna þeirra[r] árásar sem hópur fjölmiðlamanna gerði á fjölskyldu mína, því slík vinnubrögði [svo] mega aldrei verða endurtekin af þessum hóp, ALDREI,“ skrifar Páll.
Fjölmiðlar Lögreglumál Byrlunar- og símastuldarmálið Akureyri Tengdar fréttir Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31 „Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36 Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Rannsókn lögreglu haft kælingaráhrif á alla blaðamannastéttina Áralöng rannsókn lögreglustjóran á Norðurlandi eystra á sex blaðamönnum hefur ekki aðeins kælingaráhrif á þá heldur á alla stéttina, að sögn formanns Blaðamannafélags Íslands. Málið hafi hvílt þungt á mörgum. 26. september 2024 20:31
„Þetta má aldrei gerast aftur“ Fyrrverandi ritstjóri Kjarnans og sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja segir einstökum aðförum í sögu Íslands loks lokið eftir 961 dags rannsókn. Hann er hugsi yfir réttlætingu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á rannsókninni. 26. september 2024 16:36
Rannsókn á byrlunar- og símamáli Páls skipstjóra úr sögunni Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra hefur tekið ákvörðun um að hætta rannsókn í máli er varðar meinta byrlun, afritun á upplýsingum af síma einstaklings og dreifingu á kynferðislegu myndefni. Sex blaðamenn fengu réttarstöðu sakbornings í málinu auk fyrrverandi eiginkonu Páls. 26. september 2024 12:26