Munu leggja fram tillögu að nýjum umboðsmanni Alþingis Atli Ísleifsson skrifar 26. september 2024 08:29 Forsætisnefnd þingsins kemur saman til fundar klukkan 10 og mun þar reyna að ná saman um tillögu að nýjum umboðsmanni Alþingis. Birgir Ármannsson er forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Kosning um nýjan umboðsmann Alþingis er á dagskrá þingsins í dag. Forsætisnefnd þingsins kemur saman til fundar klukkan 10 í dag til að ná saman um einstakling sem nefndin mun svo tilnefna við kosningu í embættið. Fjórir hafa sótt um embættið en umboðsmaður er kjörinn á þingfundi. Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að þingfundur hefjist klukkan 10:30 í dag þar sem fyrsta mál á dagskrá er liðurinn Störf þingsins. Hann segir að forsætisnefnd muni svo kynna þingflokkum tillögu forsætisnefndar að nýjum umboðsmanni í hádegishléi og kosning um tillöguna fari svo fram þegar þingfundur hefst að nýju klukkan 13:30. Fjórir einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis – Anna Tryggvadóttir skrifstofustjóri, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Reimar Pétursson lögmaður. Skúli Magnússon var kjörinn umboðsmaður Alþingis í maí 2021 þegar Tryggvi Gunnarsson lét af störfum. Skúli var á dögunum skipaður dómari við Hæstarétt. Greint var frá því á vef Alþingis um miðjan ágúst síðastliðinn að undirnefnd forsætisnefndar hefði gengið frá skipan ráðgjafarnefndar, sem yrði undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið. Undirnefnd forsætisnefndar skipa þau Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti, og Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. Varaforseti. Þau sem skipuðu ráðgjafarnefndina voru Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Ásmundur Helgason landsréttardómari og Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir mannauðsráðgjafi. Umboðsmaður Alþingis verður kosinn til fjögurra ára, frá 1. október 2024 til 30. september 2028. Alþingi Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Skúli skipaður hæstaréttardómari Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. 4. júní 2024 11:40 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að þingfundur hefjist klukkan 10:30 í dag þar sem fyrsta mál á dagskrá er liðurinn Störf þingsins. Hann segir að forsætisnefnd muni svo kynna þingflokkum tillögu forsætisnefndar að nýjum umboðsmanni í hádegishléi og kosning um tillöguna fari svo fram þegar þingfundur hefst að nýju klukkan 13:30. Fjórir einstaklingar hafa gefið kost á sér í embætti umboðsmanns Alþingis – Anna Tryggvadóttir skrifstofustjóri, Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kristín Benediktsdóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Reimar Pétursson lögmaður. Skúli Magnússon var kjörinn umboðsmaður Alþingis í maí 2021 þegar Tryggvi Gunnarsson lét af störfum. Skúli var á dögunum skipaður dómari við Hæstarétt. Greint var frá því á vef Alþingis um miðjan ágúst síðastliðinn að undirnefnd forsætisnefndar hefði gengið frá skipan ráðgjafarnefndar, sem yrði undirnefndinni til aðstoðar við að gera tillögu til forsætisnefndar um einstakling sem forsætisnefnd tilnefnir við kosningu í embættið. Undirnefnd forsætisnefndar skipa þau Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti, og Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. Varaforseti. Þau sem skipuðu ráðgjafarnefndina voru Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sem er jafnframt formaður nefndarinnar, Ásmundur Helgason landsréttardómari og Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir mannauðsráðgjafi. Umboðsmaður Alþingis verður kosinn til fjögurra ára, frá 1. október 2024 til 30. september 2028.
Alþingi Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Skúli skipaður hæstaréttardómari Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. 4. júní 2024 11:40 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Skúli skipaður hæstaréttardómari Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, hefur verið skipaður dómari við Hæstarétt. Hann tekur við af Ingveldi Einarsdóttur, varaforseta réttarins, sem lætur af störfum sökum aldurs í ágúst. 4. júní 2024 11:40